31.5.2010 | 14:32
Hjálmar Sveinsson, fórnar sér í varaborgarfulltrúann.
Hjálmar Sveinsson, korteri fyrir kosningar, stuggar við Steinunni Valdísi, þegar kannanir benda til að hann verði 1.-2. varaborgarfulltrúi. Steinunn Valdís, víkur. Væringar milli manna hjá Samfó RVK hefjast. Oddviti Samfó hendir flokksfélögum sínum, sem ændæfa þessum árásum á Steinunni, af vinalista á Facebook.
Opinber skýring Hjálmars fyrir afsagnarkröfunni var, að það sé ótækt að frambjóðandi safni rúmlega 12 milljónum vegna tveggja prófkjara. Í þeim útreikningum Hjálmars, virtist það vera innan marka að safna tæplega 6 milljónum, vegna eins prófkjörs.
Svo er kosið og Hjálmar endar sem 1. varaborgarfulltrúi. Fréttamaður RÚV eltir Hjálmar heim til sín, að lokinni kosningavöku, eða mælir sér þar mót við hann, því hann hafi þá yfirlýsingu fram að færa, að það hafi runnið á hann tvær grímur, með að vinna fyrir borgina sína, þar sem hann yrði ekki aðal og að hann hefði bara ekki hugmynd um, í hverju það fælist að vera varaborgarfulltrúi, eða hvað kaupið væri.
Mörður Árnason, sem datt inn á þing, við brotthvarf Steinunnar, sendir Degi skýr skilaboð, um að jákvæðasta túlkun á úrslitum kosningana, væri sú að Samfylkingin hefði haldið, 2/3 af sínu meðalfylgi í borginni. Þrátt fyrir það sem Samfylkingarfólk, hið minnsta, kallaði "skýra og uppbyggjandi" stefnuskrá. Þarna er Mörður vissulega að benda á að Degi hefði mistekist, aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð, að leiða Samfylkinguna til valda. Í fyrra skiptið, eftir það Samfylkingarfólki fannst, "glimrandi" árangur Samfylkingarinnar, innan R-listans, skila borgarbúum, "glæsilegri" borg og í seinna skiptið, eftir að hafa setið í minnihluta (utan 100 daga) í skugga "frjálshyggjuhryðjuverka" Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Karl Th. Birgisson, fyrrv. framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og "æðsti" spunarokkur flokksins, tekur í sama streng og Mörður: "Dagur Berþóruson Eggertsson, er ekki verðugur leiðtogi flokksins í borginni og telst hann því vart verðugur varaformaður og framtíðarleiðtogi. Karl Th. tekur reyndar "sterkara" til orða og segir að Dagur eigi að víkja, sem oddviti Borgarstjórnarflokks Samfylkingar og þá væntanlega úr Borgarstjórn líka.
Í öllum þessum "væringum" og "skeytasendingum", manna á milli í Samfylkingunni, fattar Hjálmar loks, að hann bauð sig fram fyrir fólkið í borginni (kjósendur sína og stuðningsmenn), en ekki vegna launanna og ákveður að taka sæti. Svo verður bara hver og ein/n að meta það fyrir sjálfa/n sig, hvort að þetta sé þroskuð og meðvituð ákvörðun manns, sem um árabil hefur starfað í útvarpi, sem þáttarstjórnandi og samfélagsrýnir.
![]() |
Hjálmar tekur sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.