25.5.2010 | 15:13
Skýrslan að "þvælast" fyrir? Já að vissu leyti.
Ég hef eins og einhverjir lesið "skýrsluna" eða stóran hluta hennar og las það úr henni, að það hafi fyrst og fremst verið glæpsamlegt hátterni eigenda og stjórnenda bankana sem stuðlaði að efnahagshruninu hér.
Vissulega má segja, að það hefði verið hægt að setja bönkunum þrengri skorður með lagasetningum, en það var ekki gert. Virðist það reyndar vera svo að núverandi stjórnvöld ætli sér ekki að draga neinn lærdóm af "skýrslunni" varðandi lög um fjármálamarkaði, sé litið til þess stjórnarfrumvarps, sem núna er til umföllunnar í þinginu, um starfssemi fjármálafyrirtækja. En það er önnur saga og ekki beint það sem ég ætlaði að skrifa um.
Það sem að mig langaði, í það minnsta, að skrifa um eru komandi Borgarstjórnarkosningar. Í þeim kosningum, virðist sem að Sjálfstæðisflokknum verði refsað fyrir þátt sinn við stjórnun landsins, frá 1991 til 2009.
Sé saga síðasta kjörtímabils skoðuð, frá 2006 til dagsins í dag, þá má segja að, aðeins hafi komið upp eitt deilumál, sem tengja má við þessa svokölluðu útrás. Það er REI-málið.
Ekki ætla ég að þreyta mig né aðra með umfjöllun um forsögu þess máls, enda skiptir hún minna máli, heldur en lyktir þess máls og þeir eftirmálar sem að málið hafði t.d. í fjölmiðlum.
Sagan segir að Davíð Oddson, hafi bent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á röngu braut, sem þáverandi leiðtogar borgarstjórnarmeirihlutans, þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson, voru á með OR, REI og sameininguna við GGE.
Þessi viðvörun Davíðs varð til þess að þeir sex aðrir fulltrúar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, aðrir en VIlhjálmur, lögðust gegn sameiningar og útrásaráformum REI og GGE. Olli þessi andstaða því að þáverandi meirihluti féll og við tók Tjarnarkvartetinn, sem svigrúm myndaðist til stofnunar, vegna veikinda borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháða, Ólafs F. Magnússonar.
Varaborgarfulltrúi Ólafs, Margrét Sverrisdóttir (verðandi varaborgarfulltrúi Samfylkingar) lagði þessum nýja meirihluta til áttunda manninn í óþökk Ólafs.
Þessi endalok REI-málsins kölluðu, vægast sagt, á hörð viðbrögð fulltrúa Samfylkingar í Borgarstjórn og annara Samfylkingarmanna, enda Samfylkingin flokkur útrásar og útsölu auðlynda.
Hér að neðan birtast nokkur umæli Samfylkingarfólks, um það hversu "brilliant" þetta REI-dæmi, væri fyrir borgarbúa og í raun landsmenn alla:
Hér gefur t.d að líta upptöku úr Kastljósþætti, þar sem Steinunn Valdí, dásamar REI-GGE sameininguna:
http://www.amx.is/fuglahvisl/14912/
Í enda upptökunnar birtist mynd af grein Dags B. Eggertssonar, "Óorði komið á útrásina", þar sem hann skammast í þeim sexmenningum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, fyrir að hafa hætt við sameiningu REI og GGE. Þar standa kannski helst uppúr þessi orð:
"Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf svo allir geti verið stoltir af."
Við þetta mætti svo bæta orðum Össurar Skarphéðinssonar um sama mál:
Sem Reykvíkingur og íbúi í Reykjavík að þá auðvitað horfi ég á þá staðreynd að þarna er Orkuveitan hugsanlega að fara í ákveðinn áhætturekstur en ég sé það líka að hún er að leggja þarna inn sex, sjö milljarða en eignin sem hún fær út úr þessu eru, ja, næstum því þrefalt meiri þannig að það er nú góður samningur fyrir okkur í Reykjavík. Og svo gleðst ég yfir því að það er yfirlýsing um það að þetta fyrirtæki að það fari á markað innan tíðar og þar með verður væntanlega undið ofan af þessu sem að menn kannski eru að gagnrýna sem er ákveðin áhætta sem að tekin er."
Tjarnarkvartetinn söng svo sinn "svanasöng" ca. 100 dögum eftir stofnun sína, er Ólafur F. sneri til baka úr sínu veikindaleyfi og tók aftur sæti sitt í Borgarstjórn og lét það verða sitt fyrsta verk að slíta samstarfi Frjálslyndra og óháðra við Tjarnarkvartetinn.
Sá verknaður Ólafs, fór eitthvað illa í Dag B. sem sýndi sitt rétta innræti, valdagræðgi sinnar með því að, Ólaf F. um geðheilbrigðisvottorð, áður en að hann yrði hæfur til setu í Borgarstjórn.
Tók þá við meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra, með Ólaf F. sem borgarstjóra. Það má alveg deila um þann gjörning endalaust, en líklegast voru ekki margir aðrir leikir í stöðunni, þar sem borgina vantaði nýjan meirihluta. Ekki hefði skiptingin 7+7+1 virkað við stjórn borgarinnar.
Eftir að uppúr samstarfi Ólafs og Sjálfstæðisflokksins slitnaði, hófu sjálfstæðismenn samvinnu við Framsóknarflokkinn að nýju, með Hönnu Birnu sem borgarstjóra.
Upp frá þeim tíma hófust ný og betri vinnubrögð í borgarstjórn, þvert á allar pólitískar línur þar sem samstarf allra var tekið fram yfir allar flokkslínur. Er það mál Sjálfstæðismanna og fulltrúa annara flokka í borgarstjórn að þessi vinnubrögð, sem Hanna Birna kom á hafi verið mjög til bóta og í raun styrkt borgina í þeim ólgusjó sem blasti við í kjölfar efnahagshrunsins í okt 2008.
Undir styrkri verkstjórn Hönnu Birnu, hefur borgarstjórn Reykjavíkur tekist að verja velferðarkerfið og haldið sjó á öðrum sviðum í miðri kreppu, án þess að hækka skatta, eða þjónustugjöld.
Borgarstjórn hefur talið það ótækt að hækka skatta og önnur álög á borgarbúa, enda ríkisstjórn Samfylkingar og VG, gengið það vasklega fram í þeim geira, að heimilunum og fyrirtækjunum í landinu er að blæða út.
Undir styrkri verkstjórn Hönnu Birnu, hefur Reykjavíkurborg, lagt mun meira fjármagn í framkvæmdir en ríkisstjórnin hefur gert, fyrir landið allt og svo eflaust vera, um ókomna framtíð, fái Hanna Birna áframhaldandi umboð, sem borgarstjóri Reykvíkinga.
Hvað sem Árósa-draumförum Dags B. líður, þá leyfi ég mér að efast að hann og hans flokkur ráði við slíkt, sé litið til starfa ríkisstjórnar þeirrar, sem sá flokkur sem hann er varaformaður í, er í forsæti fyrir.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.