Leita í fréttum mbl.is

Beint lýðræði og Mikki refur.

"Evrópumálið er eins og stjórnarskrármálið að því leyti, að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi þurfa ekki og eiga helzt ekki að koma nálægt því nema til að staðfesta ákvörðun þjóðarinnar. Þjóðin er sjálf fullfær um að leiða bæði málin til lykta án milligöngu flokkanna. Stjórnmálaflokkarnir eru allir klofnir í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Þjóðaratkvæðagreiðslur henta vel í málum, sem flokkarnir eiga erfitt með að gera upp við sig. Flokkarnir verðu kröftum sínum betur, ef þeir einbeittu sér málum, þar sem meiri árangurs er að vænta af starfi þeirra."
(Þorvaldur Gylfason)

Við lestur á texta eins og þessum hér að ofan, koma manni fyrst í hug orð Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi.  En á einum stað í leikritinu segir hann: "þetta er nú mesta vitleysa sem ég hef nokkurn tímann heyrt".

Í fyrstu tveimur setningunum  tekst Þorvaldi að snúa öllu gersamlega á hvolf.  ,,Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi eða þeir einstaklingar sem sitja á þingi fyrir flokkanna, eru löggjafarvald þjóðarinnar. Þjóðin er ekki löggjafarvald þingsins. Það er því þingið sem setur lögin, en ekki þjóðin.  Þjóðin getur hins vegar, eins og málum er nú háttað, skorað á forsetann að vísa nýsamþykktum lögum til þjóðarinnar. Verði hann við því, þá annað hvort synjar þjóðin þessum lögum um samþykki  eða staðfestir þau.

Í næstu tveimur setningum veður Þorvaldur sama reykinn. Fari svo að fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarþinginu, nái ekki saman um tiltekið mál, þá verður það tiltekna mál ekki að lögum.  Í það minnsta ekki á því kjörtímabili sem stendur yfir.  Nema auðvitað að nógu margir fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarþinginu, skipti um skoðun í tilteknu máli og meirihluti verði fyrir því í þinginu.

Í síðustu setningunni, þá hlýtur Þorvaldur þó hann tali um flokkanna, að vera að tala til forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur.  Enda er leitun að annarri ríkisstjórn lýðveldisins, sem kastað hefur inn í þingið, jafn mörgum stórum málum inn í þingið í algerum ágreiningi. Líkt og ríkisstjórn Jóhönnu hefur gert.
 Ofstopi og stífni  forsætisráðherra  og meðhlaupara hans, hefur svo valdið því, að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um slíkt, þá hafa þau mál sem þó einhver sátt er um í þinginu ekki fengist rædd og eða afgreidd, á meðan ágreiningurinn er jafnaður eða hinu umdeilda máli fundinn farvegur sem sátt er um í þinginu.

Beint lýðræði snýst ekki um eða á ekki að snúast um, að löggjafanum séu skammtaðar lagasetningar frá þjóðinni  til staðfestingar.  Heldur á það að snúast um að þjóðin fái í ríkari mæli að taka afstöðu til þeirra laga sem löggjafinn samþykkir á kjörtímabilinu, synja þeim eða samþykkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kristinn, skil ég það ekki rétt að það þurfi bara að segja nei við fyrstu spurningunni. Þá séu hinar dauðar?

Eyjólfur G Svavarsson, 5.10.2012 kl. 16:27

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nei í sjálfu sér ekki Eyjólfur. Það þýðir bara að sá sem segir nei við fyrstu spurningu, vill halda í núgildandi stjórnarskrá. Segi viðkomandi já við einhverjum hinna spurninganna, þá vill hann þau atriði sem viðbót við núgildandi stjórnarskrá.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.10.2012 kl. 16:46

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þakka þér fyrir Svarið kristinn.kv.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.10.2012 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband