Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Léleg rök svokallaðra 'fulltrúa þjóðarinnar'

Rökin gegn 40% samþykktinni á stjórnarskrárbreytingum halda ekki vatni.

Í þeim rökum er gengið út frá því að þjóðin hafi kannski ekki nægan áhuga á stjórnarskrárbreytingum og mæti því ekki á kjörstað.

Af þeim sökum verði erfitt að afla breytingunum sem 67% kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi samþykkja fylgis meðal 40% kosningabærra manna.

Nú hafa flestir þeirra er þessi rök eiga haldið því statt og stöðugt fram að það sé krafa frá þjóðinni að stjórnarskránni verði breytt. Eða hún endurskoðuð.

Afhverju ætti því að vera svona erfitt að afla breytingum á stjórnarskrá fylgis 40% kosningabærra manna ef breytingarnar eru krafa þjóðarinnar?

Eða er það kannski bara raunin að það er 'bara' minnihluti þjóðarinnar, undir 40%. Sem krefst breytinga eða endurskoðunnar á stjórnarskrá?


mbl.is Breyting á stjórnarskrá samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Ekki' fréttnæmt í sögulegu samhengi?

Hvað skyldi valda því að þegar niðurstöður skoðanakannanna eru birtar er alveg hætt að tala um þá skelfilegu stöðu sem núverandi stjórnarflokkar eru í.

Skildi það kannski vera vegna þess að fyrir u.þ.b. ári síðan gáfu þáverandi formenn flokka upp þá von að flokkar þeirra mynduðu nýja ríkisstjórn. Nema þá með þáttöku Framsóknar og jafnvel BF.

Þó að samkvæmt könnunum sé fylgi Framsóknar vissulega í sögulegu hámarki og fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki þá hlýtur fylgishrun núverandi stjórnarflokka að heyra til nokkurra eindæma í sögulegu samhengi.

Ef við berum saman úrslit tveggja síðustu þingkosninga og bætum könnun MNR inn í dæmið, þá lítur sá samanburður svona út.

Stjórnarflokkar hrunstjórnarinnar svokallaðrar (Sjálfstæðisflokkur og Samfylinging) fengu saman þrátt fyrir allt meirihluta greiddra atkvæða í þingkosningunum 2009 eða um 54 % ef ég man rétt. Núverandi stjórnarflokkar fengu hins vegar 53% samtals.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fengu semsagt ca. 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2007. Það ætti að gefa okkur fylgisrýrnun um ca. 20 %.

Fylgi núverandi stjórnarflokka er 32 prósentustigum minna en þingkosningum 2009 samkvæmt könnun MNR. Það gefur okkur fylgisrýrnun nálægt 60%. Ætli það þyki ekki fréttnæmt?

Til gamans má svo geta að Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa rýrnað samtals um ca. 12% á þessu kjörtímabili.

mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Groundhog day' kjörtímabil vinstri stjórnar.

Ástandið í þinginu ber fyrst og fremst vott um það, hversu ósamstíga 'minni-meirihlutastjórnin hefur verið nær allt kjörtímabilið. Einnig sem að viðvaningsleg og hreint út sagt léleg verkstjórn þeirra sem með dagskrárvaldið fara hefur leikið stórt hlutverk.

Það hefur frekar verið regla en undantekning að stór og viðamikil mál hafi ekki ratað í þingsali fyrr en á lokadögum hvers þings. Ástæðan er nær undantekningalaust ósamstaða stjórnarflokkkanna um efnislega þætti þeirra mála.

Gott dæmi um þannig mál er stjórn fiskveiða. Á þessu kjörtímabili hafa verið lögð fram þrjú stjórnarfrumvörp um málið. Hinu fyrsta fylgdi meira segja sú umsögn í greinargerð með frumvarpinu að líklegast hefði ekkert stjórnarfrumvarp í gervallri þingsögunni fengið ýtarlegri og vandaðri meðhöndlun stjórnarflokkanna og það frumvarp. Engu að síður dagaði það frumvarp uppi á þinginu það vorið og bíða varð næsta vors eftir nýju frumvarpi um sjórn fiskveiða. Þá væntanlega með jafn vönduðum vinnubrögðum stjórnarflokkanna og við það fyrra.

Reyndar var málþófi stjórnarandstöðunnar kennt um hvernig fór fyrir frumvarpinu í þinginu. Stjórnarliðar voru hins vegar ekki marga daga að afsanna sína eigin kenningu hvað það varðar.

Fyrst Árni Páll Árnason, þá viðskiptaráðherra í blaðaviðtali þar sem hann sagði frumvarpið meingallað. Össur Skarphéðinsson bætti svo um betur í Kastljóssviðtali og sagði frumvarpið hafa verið "bílslys". Auk þess sem að ætla má að vegna þess hversu langur tími leið þar til málið var aftur var á dagskrá þingsins að samstaða stjórnarflokkanna um málið hafi verið minni af hafi verið látið.

Frumvarp númer 2 um stjórn fiskveiða kom svo eftir dúk og disk í þingið fyrir ári síðan. Þó enginn ráðherra hafi kallað það frumvarp "bílslys" eða eitthvað því um líkt er alveg ljóst að það frumvarp var lagt fram í engu minna ósætti innan stjórnarflokkanna og það fyrra.

Enda kom þriðja frumvarpið ekki fram fyrr en að lokinni mikillar vinnu stjórnarflokkanna við að berja í bresti ósættis þeirra vegna fyrri frumvarpanna. Þriðja frumvarpið situr hins vegar ennþá fast inní atvinnuveganefnd og verður nær örugglega ekki afgreitt á þessu þingi. Jafnvel þó stjórnarflokkarnir hafi meirihluta í þeirri nefnd. Líkt og í öllum fastanefndum þingsins.

Einnig ætti fólki að vera í fersku minni vandræðagangur stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlunina. Þar sem marga mánuði tók að sverja af þeirri áætlun þá þverpólitísku og faglegu vinnu. Til þess eins að þóknast einhverjum smákóngum stjórnarflokkanna.

Vísasta uppskriftin að öðru eins kjörtímabili er að kjósa eitthvað annað Sjálfstæðisflokkinn og bjóða þeim ómöguleika heim að hér verði sami "Groundhog-dagurinn" og verið hefur hér undanfarin fjögur ár í boði vinstri stjórnar.

mbl.is Þingfundi frestað enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað tafði málið?

Á meðan reynt er að semja um þinglok dæla ráðherrar nýjum málum inn í þingið. Eins og enginn sé morgundagurinn.

Hverslags vinnubrögð eru það, að leggja fram frumvarp til lausnar vanda sem hefur blasað við í tvö ár ca. á síðasta áætlaða  starfsdegi þingsins?

Það féll dómur fyrir ca. tveimur árum í máli fólks sem skrifað hafði upp á húsnæðislán, sem síðan var afskrifað að hluta. Dómurinn gekk á þann veg að fólkið sem skrifað hafði upp á lánið sæti uppi með það sem afskrifað var. Semsagt bankinn mátti gera kröfu á fólkið sem skrifaði upp á lánið fyrir þeirri upphæð sem afsrifuð var.

Núna ca. tveimur árum síðar, á síðasta degi þingsins samkvæmt starfsáætlun, vaknar loks fjármálaráðherra og leggur fram frumvarp um aukavaxtabætur fyrir fólk sem þarf að greiða lán það skrifaði upp á en voru síðan felld niður.

Fyrir tveimur árum hefði kannski mátt fagna svona frumvarpi. En í dag læðist að manni sá grunur að framlagning frumvarpsins hafi meira með nálægð kosninga að gera. En einhvern skilning á stöðu þess fólks er frumvarpið á ná til.

mbl.is Þingfundur á laugardegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleg ástæða uppnáms?

Það á sér kannski afar einfalda skýringu þetta uppnám sem stjórnarskrármálið er komið í uppnám eftir breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttur.

Fyrir nokkrum vikum var sett í gang vefsíða til þess að þrýsta á alþingismenn um að greiða tillögum stjórnlagaráðs, svo breyttum, atkvæði sitt. 20.oktober.is.

Lengi vel vantaði nokkra þingmenn upp á það, að meirihluti væri fyrir tillögunum í þinginu. Var staðan reyndar þannig þegar 'formennirnir þrír' komu með sína breytingartillögu, til lausnar deilunni.

Skömmu eftir að tillaga formannanna var komin á dagskrá þingsins. Þá bættust allt í einu nógu margir þingmenn við lista þeirra sem samþykkja vilja tillögur stjórnlagaráðs.

Eftir þá breytingu á listanum, var allt í einu komin meirihluti fyrir tillögum stjórnlagaráðs í þinginu. Sé mark takandi á listanum.

Það skildi þó ekki vera ástæða uppnámsins, að þeir sem bættust við á listann, eftir að formannatillagan kom fram. Hafi sett sig á listann í trausti þess að tillaga formannanna yrði samþykkt og tillögur stjórnlagaráðs biðu því næsta þings. Eða jafnvel síðari tíma.

Þeir hafi því ekki skráð sig á listann því þeir vildu samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Heldur látið undan þrýstingi frá vefsíðunni. Í trausti þess að þurfa ekki að efna loforð sitt. En fá samt klapp á bakið fyrir stuðninginn.

Að þjóðin njóti vafans.

Þegar hugað er að uppgangi og vexti þjóðar . Ætti fólk (þjóðin) að hafa varan á sér gagnvart Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Þjóðin ætti að leyfa sér sjálfri að njóta vafans og láta það ógert að kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð.


mbl.is Svandís með efasemdir um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Ólafsson í skógarferð!!

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands opinberar á Eyjubloggi sínu, yfirgripsmikla vanþekkingu sína á stjórnarskrá Íslands.

Þar segir Stefán meðal annars:

"Ef nýr þingmeirihluti ætlaði sér svo að fella þau ákvæði úr gildi á næsta kjörtímabili, í þágu auðmannastéttarinnar, þá væri forsetinn vís með að senda slíkt stórmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annað væri raunar óhugsandi."

Eins og breytingarákvæði stjórnarskrárinnar kveða á um, þá öðlast þessi ákvæði ekki gildi nema, þingið eftir kosningarnar í vor, samþykki þau óbreytt og forsetinn staðfesti þau. 

Það er því með öllu ómögulegt að málskotsákvæði stjórnarskrárinnar 26. greinin, nái svo langt að hún geri forsetanum það kleift að synja höfnun þingsins á frumvarpi staðfestingar.  Til þess að finna slíkt út.  Þarf í það minnsta, ógnarlanga lagatæknilega teygju.


Auðlindaákvæði Framsóknar smellpassar í kvótafrumvarp Steingríms J.

Þessa daganna skipta stjórnarliðar á þingi bæði litum og skapi yfir auðlindákvæðistillögu Framsóknarflokksins.

Þar fer fyrir brjóstið á þeim að umsaminn nýtingarréttur til ákveðins tíma, skuli njóta óbeinnar eignarverndar.  Sem sagt, sé samið um nýtingarrétt í t.d. 20 ár, þá verji stjórnarskráin þann samning og hann verður því ekki numinn úr gildi eða breytt, nema með samkomulagi hlutaðeigandi eða gegn greiðslu bóta.  

Nú ber svo við að atvinnuveganefnd þingsins, sem Lilja Rafney er formaður í, hefur skilað af sér til annarar umræðu, frumvarpi atvinnuvegaráðherra Steingríms J. Sigfússonar um breytingar á stjórn fiskveiða.  

Í því frumvarpi er gert ráð fyrir nokkurs konar nýtingarsamningum milli útgerðar og stjórnvalda.  Samningstíminn eigi að vera ca.  20 ár með möguleika á framlengingu.  Útgerðin greiðir svo að sjálfsögðu veiðigjald á samningstímanum. 

Væntanlega munu samningar þessir njóta verndar stjórnarskrárinnar.  Þannig að í rauninni er um það sama að ræða í frumvarpinu og tillögurm Framsóknar.

Afhverju er þá allur þessi hávaði út af málinu?  Skildi það vera vegna þess hluta auðlindaákvæðis Framsóknar sem stjórnarliðar þora ekki að nefna?  þeim hluta er bannar framsal á yfirráðum auðlinda til erlends stjórnvalds eða stofnunar?  


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valkvæður misskilningur um valdaframsal og afneitun á eigin ábyrgð.

„Í lýðræðisríki kemur allt vald frá þjóðinni. Nú er orðið ljóst að lítill hópur þingmanna með forseta Alþingis í forsvari ætlar að hunsa niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór hinn 20. október síðastliðinn þar sem yfirgnæfandi meirihluti eða 2/3 ákvað að frumvarp Stjórnlagaráðs yrði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands.

Ef framganga forseta þingsins verður ofan á munu skapast hér á landi fordæmalausar aðstæður þar sem lítil klíka fólks á Alþingi hefur tekið völdin af þjóðinni." 

 Það er valkvæður misskilningu þremenninganna að fram hafi farið eitthvað 'valdaframsal' frá þinginu til þjóðarinnar.

Þjóðin var hins vegar beðin um ráðgefandi álit sitt á því hvort að leggja ætti fram tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýju frumvarpi að stjórnarskrá. En ekki sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá.

Töluverður munur þar á þar sem kveðið er á um það í þingsköpum að efnisleg meðferð frumvarpa á Alþingi fari fram í þremur umræðum í þingsal með nefndarstarfi á milli.

Nefndarstarfið gengur að stórum hluta út á það að leitað er umsagna fagaðila og hagsmunaaðila um þau mál sem til umræðu eru hverju sinni. Af þeim sökum er það einboðið að frumvörp taki breytingum í meðförum þingsins. 


Staða málsins er hins vegar þannig í dag að stuðningur við málið svo breyttu eftir að tillit hefur verið tekið til umsagna og athugasemda tillögur stjórnlagaráðs, er ekki fyrir hendi hjá meirihluta þingmanna.

Það er hins vegar rétt hjá þingmönnum Hreyfingarinnar að ábyrgðina á ástandinu er að finna hjá fyrrverandi og núverandi formönnum stjórnarflokkanna.  Ásamt þingmönnum þeirra flokka.

En þingmenn Hreyfingarinnar geta samt sem áður, ekki varpað allri ábyrgð á ástandinu af sér. Enda studdu þeir þann málatilbúnað stjórnarflokkanna og verklag að hefja ekki efnislega vinnu við tillögur stjórnlagaráðs er þær lágu fyrir, haustið 2011. 


mbl.is Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af fyrirséðu skipsbroti stjórnarskrármálsins.

Tillögur Árna Páls varðandi afgreiðslu eða málsmeðferðar á frumvarpi eftirlits og stjórnskipunarnefndar Alþingis að nýrri stjórnarskrá, eru í rauninni bara síðbúin viðurkenning á því að verkstjórn málsins, hefur verið í molum frá upphafi.

Reyndar er það svo að í rúmlega hálft ár, hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og fleiri talað fyrir því sama og Árni Páll leggur nú til.

En í stað þess að taka málið strax faglegum tökum vinna upp úr tillögum stjórnlagaráðs vel ígrundaðar tillögur að nýrri stjórnarskrá eða breytingum á þeirri gömlu hafa persónulegir og politískir hagsmunir fárra einstaklinga keyrt málið áfram af  fáséðu vanhæfi og frekju.

Það er eflaust bæði satt og rétt að stjórnarskrármálið hafi fengið gríðarlega mikla umræðu og umfjöllun.  En slíkt skilar hins vegar aldrei tilætluðum árangri, eðli máls samkvæmt, nema tekið sé tillit til mismunandi sjónarmiða og faglegra athugasemda.

Ógöngur málsins í heild, skrifast því engan vegin á þá sem ötullega hafa bent á ýmsa vankanta, bæði á stjórnarskrártillögunum sem slíkum  og málsmeðferðinni á þeim.  Heldur eru þær ógöngur skuldlaus eign þeirra sem á verkstjorn málsins hafa haldið.


Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband