Leita í fréttum mbl.is

Af frændsemi og tilviljunum.

Nú reynir á hvort sé meira virði.  Norræn samvinna og frændsemi eða ESB-aðild. Enda nær öruggt að kjör þau sem Írar fengu hjá Svíum og Dönum, skýrist að stórum hluta af því að þessar þjóðir allar eru í ESB.

Hins vegar má alveg benda á að stórum hluta þessara lána, eða lána frá AGS, hefur verið skilað aftur, þar sem engin þörf var fyrir þau, þegar uppi var staðið.

Kannski er það bara tilviljun að sú upphæð sem skilað hefur verið, er ekki svo fjarri þeirri upphæð sem við værum búin að greiða í vexti af Icesave, samkvæmt Svavarssamningnum.  

Hver veit? 


mbl.is Norðurlöndin bjóða Íslandi lakari kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norræn samvinna og frændsemi eða ESB-aðild hefur lítið með það að gera að Írland er að vinna sig hraðar út úr hruninu en Íslendingar og eru öruggari lántaki, þeir greiða sínar skuldir þó illa ári ólíkt Íslendingum. 

Í mars 2012 fyrirframgreiddi Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands 116 ma.kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum. Fyrirframgreiðslan nær til gjalddaga sem falla á árinu 2013 í tilfelli AGS-lána og 2014, 2015 og að hluta árið 2016 í tilfelli lána Norðurlandanna. Engum lánum hefur verið skilað aftur til AGS.

Kannski er það bara tilviljun að sú upphæð sem við erum nú þegar búin að greiða af Icesave var heildarupphæðin samkvæmt Svavarssamningnum en er um helmingur skuldarinnar án Svavarssamningsins og gæti tvöfaldast ef við töpum jafnræðismálinu.

Hver veit?

sigkja (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 00:33

2 identicon

"þeir greiða sínar skuldir þó illa ári ólíkt Íslendingum"

hmm... hefur íslenska ríkið nokkurn tímann ekki borgað til baka lán?

"sú upphæð sem við erum nú þegar búin að greiða af Icesave"

Hefur íslenska ríkið borgað krónu til baka af Icesave?

"gæti tvöfaldast ef við töpum jafnræðismálinu"

Hvaða mál er það? (og ef átt er við málið sem er nú fyrir EFTA dómstólnum, hvernig getur það leitt til greiðsluskyldu ríkisins?)

kv.

ls.

ls (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 01:55

3 identicon

ls, á þeim tíma sem nær allar fjármálastofnanir landsins voru í eigu ríkisins og ríkið fór með alla fjármálastjórn var ákveðið, af ríkinu, að greiða ekki öllum kröfuhöfum. Írar ákváðu að greiða öllum.

Sem eigandi gömlu bankana hefur ríkið greitt yfir 600 milljarða til baka af icesave. Icesave samningarnir voru um ríkisábyrgð, upphæð kröfunar, lánstíma og vexti. Án samnings er skuldin bara öll upphæðin, gjaldfallin en án ríkisábyrgðar.

Tapist jafnræðismálið er ríkið, sem þá braut jafnræðisregluna með því að ábyrgjast aðeins innistæður á reikningum í eigu íslendinga, skuldbundið til að láta ábyrgðin ná yfir allar innistæður í íslenskum bönkum hvar sem þeir voru staðsettir. Það eru sennilega um 1200 milljarðar umfram það sem skuldin stendur í.

sigkja (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 09:04

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Lánunum hefur ekki verið skilað.

Tekin hafa verið ný.

Hið fyrsta hefur verið aðeins í fjölmiðlunum sökum þess að það þótti óheyrilega hátt og mikil áhætta að taka 118 milljarða lán með 6,15% vöxtum N.B. í UST til 10 ára og kúkulán ofan á alltsaman.

Leyfi er á umleitun um tvö önnur viðlíka eru á fjárlögum nú, alls um 400 milljarða.

Óskar Guðmundsson, 4.10.2012 kl. 09:32

5 identicon

1. Íslenska ríkið átti aldrei föllnu bankana, þeir voru einfaldlega gjaldþrota fyrirtæki og fóru í slitameðferð. Íslenska ríkið ákvað þess vegna aldrei að greiða ekki sumum kröfuhöfum. Íslenska ríkið hefur því ekki greitt krónu til Þeirra sem áttu Icesave reikninga, frekar en þeirra sem áttu t.d. Edge frá Kaupþingi, allar þær greiðslur hafa komið frá þrotabúum gömlu bankana.

2. Írska ríkið ákvað að taka á sig skuldbindingar vegna allra innlána til írskra banka, ólíkt því íslenska sem taldi sig engan veginn hafa burði til þess. Íslenska ríkið setti hins vegar neyðarlög til að koma í veg fyrir algert hrun í landinu og hluti af þeim var að ábyrgjast innlán í landinu. Það er rétt að taka fram að þjóðerni þeirra sem áttu innleggin koma málinu ekkert við.

Samkvæmt öllum venjulegum viðskiptalögmálum ætti það að gefa íslenska ríkinu betri kjör en því írska þar sem það írska tók á sig meira.

3. EFTA dómstóllinn getur ekki dæmt íslenska ríkið til að greiða eitt eða neitt. Hann getur úrskurðað að innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið rétt sett upp og þá þurfi að bæta úr því. Hann gæti líka úrskurðað að neyðarlögin hafi mismunað aðilum á óeðlilegan hátt. Ætli menn svo að sækja einhverja peninga á grundvelli þeirra dóma þarf það að gerast fyrir íslenskum dómstólum.

ls

ls (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband