Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Sanngjarnir og eðlilegir viðskiptahættir?

Núna þegar þetta er skrifað, hefur Ísland leikið fimm leiki á HM.  Eins og alþjóð veit, þá keyptu 365miðlar sýningarréttinn á keppnni.  

Kaup á dagskrárefni sjónvarpsstöðva eru að stórum hluta fjármögnuð með sölu áskrifta að viðkomandi sjónvarpsstöð.  Sama var upp á teningnum varðandi kaupin á sýningarréttinum frá HM.

Samkvæmt mínum heimildum, hafa þrír leikir af þessum fimm verið í opinni dagskrá, sem sagt ókeypis öllum þeim sem ná viðkomandi stöð á sjónvarpið sitt.

Það geta því varla talist sanngjarnir eða eðlilegir viðskiptahættir, að sýningarréttur á sjónvarpsefni sé að stórum hluta fjármagnaður með þessum hætti, ef að þeir sem áskriftina kaupa eru að borga fyrir eitthvað sem þeir hefðu svo getað  fengið að stórum hluta ókeypis á sama stað. 

Eða þætti það sanngjarnt og eðlilegt ef að leik og kvikmyndahús tækju upp á því að selja í forsölu miða á sýningar sem að síðan yrði ókeypis aðgangur að, til þess að fjármagna sýningarrétt og uppsetningu þess sem sýnt er? 


mbl.is Léku í sömu höll á ÓL 1992
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli bæta ekki það sem betur má fara.

Það skiptir í rauninni engu máli, hvort það séu tugir,hundruðir eða þúsundir manna sem krefjast þess  á Austurvelli, að tillögur stjórnlagaráðs verði óbreyttar að lögum.  Tillögurnar hvorki skána né versna við slíka uppákomu.

Eins og allir vita, hafa fjölmargar efnislegar athugasemdir komið fram vegna tillagnanna.  Það er í rauninni skylda þingsins að taka þær til athugunnar og breyta þar sem breytinga er þörf.  Skiptir þar engu hvort að athugasemdirnar komi fram seint, að mati sumra. 

 Eðlilegast hlýtur þó að vera að athugasemdir komi fram, eftir að Alþingi tekur tillögurnar til efnislegar meðferðar, frekar en áður.  Enda ekki fyrr ljóst, hver texti frumvarpsins sem lagt er fram til efnislegrar meðferðar í þinginu verður.

 Auk þess sem að flestar athugasemdir sem framkomu fyrir þjóðaratkvæðið, voru litnar hornauga og sá sem þær bar fram gjarnan sakaður um að vilja ræna þjóðinni því tækifæri að kjósa um nýja stjórnarskrá, sem að var í rauninni ekkert annað en ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá.  Líkt og margar efnislegar athugasemdir sem borist hafa benda til.

Eins sést glöggt hversu ófullburða þessar tillögur eru og að þær standist vart nákvæma skoðun, að efnislegum athugasemdum um tillögurnar, hefur nær öllum, verið svarað með skætingi og útúrsnúningi af höfundum tillagnanna og meðhlaupurum þeirra.

Gagnrýniverðast í ferlinu hlýtur að teljast seinagangur stjórnskipunnar og eftirlitsnefndar þingsins við meðferð málsins.  Nefndin tók sér heilan vetur við að búa málið til atkvæðagreiðslu, án þess þó að gæta að því að lögfræðiteymið sem nefndin skipaði til yfirferðar á tillögunum, næði að skila af sér í tæka tíð fyrir atkvæðagreiðsluna.  Svo bregðast mætti við athugasemdum lögfræðihópsins yrðu þær einhverjar.

Að sama skapi má segja að  stjórnskipunar og eftirlitsnefnin hafi klúðrar ferlinu með því að óska ekki eftir almennum umsögnum um tillögurnar fyrr en rúmu ári eftir að þær bárust þinginu.  Eins að nefndin hafi ekki óskað eftir umsögnum annarra nefnda þingsins fyrr en þá.  Að ekki sé talað um álit Feneyjarnefndarinnar.

Sífelldar frestanir á skiladegi ofangreindra umsagna, segja allt sem segja þarf um það hversu nefndin hefur staðið illa að meðferð málsins. 

Til þess að auka enn á fúskið við verkið, hyggst formaður nefndarinnar Valgerður Bjarnadóttir, byggja á einhverju sem hún heyrt útundan sér af umræðum annarra nefnda, nái þær ekki að skila af sér fullgerðu áliti, áður en eftirlits og stjórnsýslunefndinn skilar málinu formlega til annarrar umræðu í þinginu. 

Eins er engu líkara en að aðkoma Feneyjarnefndarinnar að málinu, sé fremur hugsuð sem einhvers konar „show“, frekar en að hún eigi að gagnast málsmeðferðinni að einhverju gagni.  Enda óskir um umsagnir hennar jafn seint á ferðinni og óskir um aðrar umsagnir.

Það er því svo, að enginn er beinlínis að ganga gegn einhverjum þjóðarvilja, með því að vilja breyta í einhverju, vanbúnum tillögum sem kosið var um síðastliðið haust.

Heldur má segja að sleifarlag meirihluta stjórnskipunnar og eftirlitsnefndar þingsins, hafi kostað það að þjóðin fengi að kjósa um fullburða tillögur, sem að nær fengju að standa óbreyttar í nýrri stjórnarskrá.

Í ljósi þess hversu vanbúnar tillögurnar voru, var settur fyrirvari neðst á kjörseðilinn, sem allir þeir sem kusu gengust við með þátttöku sinni.

Í þeim fyrirvara segir að verði drögin samþykkt, þá fari þau til efnislegrar meðferðar í þinginu og geti tekið efnislegum  breytingum þar.

Fólk sem amast við breytingum og fullyrðir að enginn hafi rétt til þess að breyta einu né neinu er því að ganga á bak þess se það samþykkti með þátttöku sinni í kosningunum.

Mest um vert hlýtur því að vera, úr því sem komið er, standi einhver vilji til breytinga á stjórnarskrá, að einangraður verður sá hluti tillagnanna sem ná má breiðri sátt um og sá hluti unnin og honum breytt.

Að loknum kosningum í vor, kemur svo nýtt þing saman og staðfestir þær breytingar sem gerðar verða og heldur svo áfram efnislegri vinnu sinni við þær tillögur sem út af standa, verði vilji til þess í þinginu. 


mbl.is Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Guð"Björt framtíð vel upplýst............ og allir hressir.

Guðmundur Steingrímsson formaður "Guð"Bjartrar framtíðar fór mikinn í Kastljósi kvöldsins og hélt því fram að Íslendingar héldu öllu sínu varðandi sjávarútveginn þó þeir gengju í ESB.

Rök Guðmundar fyrir þessari fullyrðingu voru þau að Ísland væri eina eyríkið í Norðurhöfum með 200 mílna landhelgi og að 70% sjávarafla væri úr staðbundnum stofnum.

Ætli það sé einmitt þess vegna sem sagt er að sjávarútvegskaflinn sé hvað erfiðastur í aðildarferlinu? 


Af fundinum sem aldrei var haldinn.

Á bloggsíðu Vinstri vaktarinnar hér á Moggabloggi segir:

‎"Líklega er það einsdæmi í þingsögunni að þingmaður sé rekinn úr þingnefnd til að hindra á seinustu stundu að mál sem nefndin hefur samþykkt en hefur enn ekki sent formlega frá sér komist út úr nefndinni og til atkvæða í þinginu."

Ef að einhver er ekki með á því hvaða mál er átt við, er rétt að geta þess að hér um að ræða tillögu í utanríkismálanefnd um að hætta aðildarviðræðum að ESB og hefja þær ekki að nýju, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Tillaga sem samþykkt var með atkvæðum stjórnarandstæðinga í nefndinni ásamt atkvæði Jóns Bjarnasonar.

Til sögulegrar upprifjunar á því máli sem hér um ræðir er nauðsynlegt að haldið verði til haga, að búið var að ákveða að málið yrði afgreitt út úr nefndinni á næsta fundi sem boðaður var næsta dag.

 Þessi „næsti fundur“ fór hins vegar aldrei fram, þar sem  formaður nefndarinnar , Árni Þór Sigurðsson frestaði  fundinum án skýringa.

Segja má að ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur  í fréttum RÚV í kvöld hafi loksins komið með skýringuna á frestun fundarins.  En þar sagði Jóhanna að ríkisstjórnin hefði ekki lifað af framlagningu tillögunnar í þinginu.

Það er því meira en líklegt að þrýst hafi verið á, Árna , af forsætisráðherra og jafnvel fleiri ráðherrum um að fresta fundinum.   Því ekki hefði gengið að hrókera í nefndum þingsins þennan sólarhring sem átti að vera á milli funda og án efa hefur Jón þvertekið fyrir það að mæta ekki á fundinn og láta varamann sinn sitja hann í staðinn.

Það er því alveg orðið ljóst að framkvæmdavaldið svífst einskis í því að hafa frekleg áhrif að eðlilegan framgang mála hjá löggjafanum, til þess eins að halda sinni eigin öndunarvél gangandi.  Með því háttalagi er framkvæmdavaldið að brjóta gróflega gegn stjórnskipan landsins.


mbl.is VG spáði aldrei hraðferð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í stuttu máli sagt.

‎"Skoðanir Jóns á ESB-aðild væru öllum kunnar og það væri enginn að fara fram á að hann skipti um skoðun í því máli."

Með öðrum orðum þá má Jón alveg hafa sínar skoðanir og sannfæringu. Hann má bara ekki starfa samkvæmt skoðunum sínum og sannfæringu. Líkt og þingsköp og stjórnarskrá bjóða honum að gera.

 


mbl.is Jóni var boðið sæti í nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að grafa sér gröf á vígvelli umræðunnar....

Um það er nú deilt í netheimum, hvort ummæli Björns Vals í garð forsetans séu viðeigandi eða ekki og sýnist sitt hverjum.

Sumir vilja meina, að þar sem forsetinn skiptir sér meira af pólitík en hæstvirtur forsætisráðherra, þá sé það í fínasta lagi að hann sé kallaður bjáni eða eitthvað annað sem getur verið niðrandi.

Einhvers staðar sá ég þá skýringu að í USA væru einhver lög sem leyfðu þarlendum þegnum að segja hvað sem því byggi í brjósti um forsetann.

Einhverjum finnst forsetinn hreinlega vera bjáni eða skoffín og því sé það í besta lagi að kalla hann bjána eða skoffín....

Eflaust eru þetta allt saman rök sem staðist geta skoðun. Og ekki ætla ég að banna fólki að niðurlægja sjálft sig með því að kalla þann aðila sem það er ósammála, einhverjum niðrandi nöfnum í stað þess að halda sig við efnislegan ágreining við viðkomandi.

En hafa ber þó í huga að sá sem beitir þannig umræðutækni, að uppnefningar og niðraðndi ummæli eru "nauðsynlegt" til þess að lyfta sér sjálfum á "æðra plan".  Er einn og óstuddur að grafa sína gröf í umræðunni..........


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig skyldi nú standa á því.....?

Stuðningsmenn tillagna stjórnlagaráðs, halda því sjónarmiði sífellt lofti að andstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, við tillögurnar í heild sinni, megi rekja til þess að þeim sé lítt um það gefið að í stjórnarskrá sé auðlindaákvæði.

Það sjónarmið gæti varla verið vitlausara. Enda er ákvæði um auðlindir í þjóðareign, að öllum líkindum, það ákvæði sem auðveldast væri að ná víðtækri sátt um í þinginu, fyrir vorið.

Einnig gæti sátt ekki verið fjarri um ákvæði um beint lýðræði, hlutverk forsetans  ásamt breyttum ákvæðum um Hæstarétt.  Svo eitthvað sé nefnt.

Hins vegar fer það líklegast fjarri, að víðtæk sátt náist um ný ákvæði í stjórnarskrá er lúta að fullveldisframsali, á einn eða annan hátt, nema þá það takmörkuðu að varla tæki því að minnast á það.

Stjórnlagaráðssinnar hafa ekki svo ég best fái séð,minnst á það einu orði að líklegast standi fullveldisframsal, hvað helst í andstæðingum tillagna stjórnlagaráðs.

Hvenig skyldi nú standa á því? 


Yðar einlægur gagnrýnir einnig gagnrýni Sigríðar!!

Yðar einlægur trúði, satt best að segja, ekki eigin eyrum þegar hann heyrði óm af gagnrýni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, í gegnum skvaldrið í kaffistofunni, á söfnun þjóðkirkjunar vegna tækjakaupa Landspítalans. 

Satt best að segja, þá vonaði ég það svo innilega að líklegast hafi ég bara heyrt þetta eitthvað óskýrt sökum skvaldurs og annars hávaða á kaffistofunni, þegar frétt RÚV um málið ómaði í útvarpi sem í kaffistofunni er.

En nú er yðar einlægur búinn að kynna sér málið og komist að því að hann heyrði rétt í hádeginu.  Yðar einlægur stóð nú í þeirri meiningu að hver sá sem fagnaði ekki slíku frumkvæði og því sem þjóðkirkjan er að ráðast í, væri með öllu, sálarlaus, samviksulaus og hjartalaus.  

Varla vill "Velferðarkrónprinsessan" skipa flokk slíkra manna. 

Yðar einlægur hélt  að Sigríður Ingibjörg, hafi nú áttað sig á því, að kirkjan ætlaði ekki að greiða sjálf fyrir ný tæki á spítalann. Heldur safna fé til tækjakaupanna  á meðal þjóðarinnar.   Semsagt ráðast í þjóðarátak.

Yðar einlægur hélt einnig að Sigríði Ingibjörgu væri sökum þess að hún var formaður fjárlaganefndar í eitt ár eða svo, að í gildi væru samningar á milli ríkis á kirkju.

 

"Um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju gilda samningar og lög, sem m.a. hvíla á þeim gerningi að ríkið tók yfir allar kirkjujarðir gegn ákveðnum skuldbindingum. Kirkjan hefur undanfarin ár samþykkt að taka á sig skerðingar á kirkjujarðasamkomulaginu og á sóknargjöldum umfram það sem stofnunum hefur verið gert að sæta. Það er á engan hátt hægt að ræða um kirkjuna eins og hverja aðra stofnun sem ríkið rekur."

 Það mætti því ætla að óskir kirkjunar um aukin fjárframlög úr ríkissjóði, hvíldu á samkomulagi þessu. Ekki síst vegna stóraukinnar aðstoðar kirkjunar og einstaklinga og fjölskyldur í landinu sökum bágra aðstæðna þeirra, í kjölfar hrunsins.  

Auk þess sem að ætla má að yfirlýsingar stjórnarsinna um að nú værum við komin í gegnum stærsta skaflinn vegna hrunsins, þá væri von til þess að hægt væri að efna samkomulagið betur, en raunin hefur verið á undanfarin ár.  

Það er því með öllu ótrúleg staðreynd að manneskja sem hyggst leiða  lista Samfylkingarinnar, flokks velferðar og jafnréttis, í öðru Reykjavíkurkjördæminu skuli tjá sig með þessum hætti um þennan glæsilega ásetning og frumkvæði þjóðkirjunar.  

  En kannski ríkir bara frost og vetur í "velferðarhjarta" Samfylkingarinnar, eða í það minnsta í "velferðarhjarta" Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.


mbl.is Gagnrýnir gagnrýni á Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1618

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband