Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Það var nú svo............

.... á sínum tíma, að í öllu leikritinu síðasta haust, vegna skuldavanda íslenskra heimila, þá stóð aldrei til að gera betur en sú fjármálastofnun er stóð verst, gat boðið.

 Við það, losnuðu einkabankarnir og Landsbankinn undan því,  að ganga eins  langt og þeir gátu.

Síðan birta bankarnir ársreikninga sína, þar sem í ljós kemur að stærstur hluti hagnaðarins er að tekjur urðu meiri af lánasöfnum, en búist var við.  Meðal annars vegna þess, sem hér að ofan stendur.

Til þess að það yrði ekki of áberandi í umræðunni, þá var settur af stað ,,spuni" um laun bankastjóra einkabankana og alls kyns hugmyndum skotið á loft um ofurskatta á bankastjóra og alla þá er hefðu rúmlega milljón á mánuði.

Gekki spuninn og skrumið meira að segja svo langt, að skrumdrottningin, Ólína Þorvarðardóttir, sá sig tilneydda til þess að tilkynna alþjóð það, að hún hefði flutt launareikning sinn úr ARION banka yfir í Landsbankann.............


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ,,slagorð kommana?

Lengi vel þrömmuðu íslenskir kommar frá Keflavík til Reykjavíkur, hrópandi: ,,Ísland úr NATO herinn burt.

Nú er herinn farinn, en Ísland enn í NATO.  Það sem meira er, halda mætti að kommarnir vildu í ESB, enda styðja þeir umsóknar/aðlögunnarferlið að ESB.  Varla leggur fólk í stuðning við slíkt, nema það vilji þangað inn.

Það má því alveg ímynda sér það, að nýtt slagorð hafi fæðst hjá kommunum: ,,Ísland úr NATO og í ESB!!"


mbl.is Einhugur í VG um úrsögn úr NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisviðurkenning launuð með stuðningi við fullveldisafsal?

 Eins og eflaust alþjóð veit, þá voru Íslendingar fyrstir þjóða, eða minnsta kosti með þeim allra fyrstu, til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháens.

 Hins vegar virðist forseta Litháens telja það besta sem hún geti gert fyrir íslenska þjóð,  á tuttugu ára afmæli sjálfstæðisstuðningsins, að lofa henni því að hún styðji inngöngu Íslands í ESB (sem nota bene aðeins rúmlega 30 % þjóðarinnar getur hugsað sér) og þar með fullveldisafsal Íslands..............

 Úr því að setja þarf í stjórnarskrá að stjórnvöldum sé heimilt að afsala fullveldi þjóðarinnar til alþjóðastofnana, til þess að innganga í ESB, verði möguleg, þá er það alger óþarfi að koma með einhverjar meldingar um að innganga í ESB, sé ekki fullveldisafsal í einhverri mynd. Og þá töluvert stærri mynd en vera í NATO og að vera aðili að EES-samningnum.


mbl.is Ísland gangi í ESB árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ætti Vg. að líta sér nær?

Krafan um rannsókn á Sp-Kef er kannski það eina eða með því fáu sem kemur af viti frá þessum flokksráðsfundi.  En hvað hin tvö atriðin sem tiltekin eru, ættu Vg-liðar kannski að líta sér nær.

Salan á Hs-Orku eða langstærstur hluti hennar fór fram á vakt Vg. í ríkisstjórn og hafði flokkurinn í raun heilan vetur til þess að krefjast lagabreytinga er hnekkt hefðu sölunni.  Eflaust hefur þeim skort kjark til þess að styggja samstarfsflokkinn í ríkisstjórn með slíku og eflaust líka ESB aðlögunnarferlið.

Viðskiptin voru jú möguleg vegna ákvæða EES-samningsins og varla hefði það þótt gæfulegt í miðju aðildarferli að ESB, að krefjast frekari undanþága frá EES-samningnum. 

Þess í stað er í rauninni lögð til sú leið að ríkið taki til sín HS- Orku með ómældum kostnaði fyrir tóman ríkissjóð.  M.ö.o. taka lán fyrir kaupunum/upptökunni.

 Hvað Landhelgisgæsluna varðar, þá eru málefni hennar á hendi Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra, sem er ef ég man rétt, einmitt þingmaður Vg. 

Nema auðvitað að ráðherrann og þingmaðurinn séu ekki sami maðurinn.


mbl.is Rannsaki Sparisjóð Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er örugglega rétt..........

.. hafi stefnan verið að drepa alla framtakssemi og sjálfsbjargarviðleitni, einkaaðila í landinu. Ofanjarðar hið minnsta.

  Hins vegar blómstra þessir eiginleikar, sem aldrei fyrr í neðanjarðarhagkerfinu.........  Til þess benda tölur um aukið reiðufé í umferð.  Aukningin er það mikil að ekki er hægt að rekja hana nema að litlum hluta til vantrausts almennings á bönkunum. 

Meginskýringin er, að fólk er farið í gríðarlega auknum mæli að stunda viðskipti með vörur og þjónustu ,,svart" til þess að komast hjá lamandi háum skattgreiðslum.

Af þeim sökum er tap Rískissjóðs margfallt meira, en umtalaður ábati af skattastefnu Steingríms & félaga.


mbl.is „Ótvíræður árangur“ í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun eða?..........

 Það er öruggt að sá kínverski hafi kynnt sér íslensk lög hvað þessi viðskipti varðar og þegar og ef að kaupunum verður, þá verður það íslenskt félag sem að þeim stendur, eða þá EES-skúffa.

 Það hljómar reyndar líkt og annað mál, sem olli deilum innan ríkisstjórnarinnar, Magma-málið. 

Það vekur athygli, að báðir þessir aðilar, Kínverjinn og Magma-menn, leita í ,,rangt" ráðuneyti eftir ráðgjöf um hvernig best væri að standa að viðskiptunum.

 Í tilfellli Magma, þá var leitað til Iðnaðarráðuneytisins, þó svo að Viðskiptaráðuneytið hafi í rauninni með málið að gera.

 Kínverjinn leitar hins vegar til Utanríkisráðuneytisins, þó svo að það virðist vera Innanríkisráðuneytið sem hafi með málið að gera.

Ætli það sé tilviljun, að í báðum þessum ,,röngu" ráðuneytum, heitir æðsti maður þar Össur Skarphéðinsson?


mbl.is Þarf að fara vandlega yfir kauptilboð Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklegast bara eðlilegasti hlutur í heimi.

Hvað sem fólki finnst rétt, eðlilegt og þar fram eftir götunum, hlýtur sú krafa að standa á Alþingi, að það fari eftir þeirri stjórnarskrá er það starfar eftir.

Þessi málsmeðferð Alþingis á drögum stjórnlagaráðsins, er líklegast bara eðlilegasti hlutur í heimi. Að Alþingi ákveði hvaða og hvernig málsmeðferðin á drögum stjórnlagaráðsins, kemur til með að verða. Það er jú Alþingi, fyrst og fremst, sem ber ábyrgð á því, hvernig ný stjórnarskrá kemur til með að líta út.  Í því efni er ábyrgð stjórnlagaráðsins engin.

Stjórnlagaráðið er í rauninni bara verktakahópur sem ráðinn af Alþingi, ekki þjóðinni, til þess að skrifa þessi drög að nýrri stjórnarskrá.  Sú aðferð að láta þjóðina velja verktakana mistókst hrapalega, þar sem Hæstiréttur dæmdi hana ólögmæta.  Skipan Alþingis á þessum verktakahópi, var því bara ,,skítaredding".

Það að setja þessi drög í ráðgefandi þjóðaratkvæði, gefur hvorki þjóðinni né Alþingi neitt.  Samkvæmt 48gr. núverandi stjórnarskrár, eru þingmenn eingöngu bundnir eigin sannfæringu, en ekki reglum kjósenda sinna.

Það er því ekki þjóðin sem ákveður sannfæringu þingmanna, heldur þeir sjálfir.  Þjóðin hins vegar kýs sér þá þingmenn, eða flokkana þeirra, sem henni þykir hafa þá sannfæringu fyrir mönnum og málefnum, sem henni falla í geð, hverju sinni.

Alþingi er hinn raunverulegi lög og stjórnarskrárgjafi þjóðarinnar, með einni undantekningu þó, þegar forsetinn synjar lögum staðfestingar, þá fer þjóðin með löggjafarvaldið, ásamt Alþingi. 

 Það er því fyrst og fremst Alþingis, eða meirihluta þess að ákveða, hvaða málsmeðferð drög stjórnlagaráðsins, fá í þinginu, en ekki stjórnlagaráðsins sem er bara valdalaus verktakahópur.


mbl.is Skýrsla um stjórnlagaráð rædd í einn dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eflaust nauðsynlegt. En hvað svo?

Að binda í lög að fjárlagahalli ríkis megi ekki fara yfir ákveðið hlutfall af landsframleiðslu, er án efa lofsverð og nauðsynleg framkvæmd.

En á Spáni og reyndar í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum, er það nokkuð ljóst, að útgjöld til velferðarmála muni hækka stórlega á komandi árum og áratugum.  Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, að öldruðum, sem njóta þjónustu velferðarkerfisins mun fjölga á kostnað þeirra, sem halda velferðarkerfinu uppi með skatti af tekjum sínum og neyslu.

Ef að framtíðarmúsík þeirra ríkja sem binda í lög, þetta ákvæði um fjárlagahalla, á ekki að vera aukinn blóðugur niðurskurður og skattahækkanir. Ríkin hljóta  að þurfa samhliða því sem þetta er ákveðið, aðvinna og leggja til áætlun um, hvernig auka eigi landsframleiðslu í réttu hlutfalli við aukin útgjöld til velferðarmála.


mbl.is Hallinn verði bundinn í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nítjándu aldar speki Vg. í ríkisfjármálum.

Skattar á fólk og fyrirtæki, eru fyrir lifandis löngu komnir yfir öll velsæmismörk.  Vanti ríkissjóði fjármagn, þá þarf fyrir það fyrsta að stækka  skattstofna, tekju og neysluskatta.  Ein leið til þess er skapa hér aðstæður, sem vinna með aukinni atvinnu og verðmætasköpun, en ekki aðstæður sem vinna gegn þessum atriðum. Líkt og gert hefur verið þá mánuði sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur setið að völdum.

Þó svo að það virðist sem að eitthvað dragi hér úr atvinnuleysi, þá er það ekki svo, að verðmætaskapandi störfum hér hafi fjölgað, í réttu hlutfalli við minna atvinnuleysi.  Væri svo, þá myndi hagur ríkissjóðs  hafa batnað um að minnsta kosti 3 milljónir, fyrir hvern þann sem færi af atvinnuleysisskrá, fyrir utan auðvitað að viðkomandi myndi leggja meira til samfélagsins í formi þess að neysla hans myndi aukast. Tekjur verslunar og þjónustu aukast, sem og atvinna í greininni og skattstofn neysluskatta stækkar, sem leiðir svo af sér hærri tekjur ríkissjóðs, án frekari hækkana á skatthlutfalli.

Meðfram aukinni atvinnu og verðmætasköpun, ætti svo að fara í það, að skera alla fitu af stjórnsýslunni, hætta þessari gengdarlausu áráttu að stofna starfshópa og nefndir um alla skapaða hluti, taka upp nútíma samskiptatækni, sem dregið gæti úr ferða og fundarkostnaði, svo dæmi sé tekið. 

Eins þyrfti að endurskoða og endurskipuleggja, með niðurskurð í huga, utanríkisþjónustuna.  Samræma störf sendiráða, með það fyrir augum að fækka þeim.

Að lokum gætu þessir ágætu flokksráðsfulltrúar, lagt til að fjáráustri vegna ESB-umsóknar verði hætt, enda telur flokkurinn að Ísland sé betur borgið utan ESB.  Það er því í besta falli mótsagnakennt, að flokkurinn bakki upp umsóknina.

 Umsóknina mætti leggja til hliðar og kjósa um, samhliða næstu þingkosningum, hvort halda ætti umsóknar/aðlögunnarferlinu áfram.  Tímann þangað til mætti svo nota til þess að kynna þjóðinni á hreinskiptinn og málefnalegan hátt, án allra undanbragða og flækjustigsmálalegginga, hvað í rauninni fellst í þessari aðlögun.


mbl.is Betra að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vg fordæmir eigin ,,stefnu".

Ef að fulltrúar á flokksráðfundi hafa ekki áttað sig á því, þá er Vg. aðili að ríkisstjórn ríkis sem er aðili að NATO. Sú ríkisstjórn gerði hvorki athugasemdir né beitti neitunnarvaldi sínu innan NATO, gegn þessum loftárásum.

Hvort sem fulltrúum á flokksráðsfundi Vg. , líkar það betur eða verr, þá er flokkurinn með veru sinni í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, aðili að þessum loftárásum og ber því ábyrgð á þeim sem annar stjórnarflokkurinn. 

Að halda öðru fram, er bull og vitleysa, nema auðvitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafi enga stefnu í utanríkismálum, sem og öðrum málum og ráðherra hvers málaflokks sé heimilt haga sér með sinn málaflokk, eins og honum sýnist. 

 Landinu er því ,,stjórnað" at tíu litlum einræðisherrum...


mbl.is Fordæma aðgerðir NATO í Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband