Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Einræðistilburðir forsætisráðherra á "You Tube".

Stjórnarliðar og meðhlauparar þeirra mega alveg hafa sínar skoðanir á málþófi stjórnarandstöðunar og segja málþófið ljótan blett á störf þingsins. Ljótasta blettinn eiga þó í sameiningu forseti  þingsins Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir.  Eins og sést í myndbandinu, hér að neðan.

Ég minnist þess þó að aðspurður hafi Davíð Oddsson sagt þegar Jóanna, sem á nota bene Íslandsmetið í málþófi, Steingrímur og fleiri núverandi stjórnarliðar héldu uppi málþófi, að það væri lýðræðislegur réttur þingmanna að tjá sig í þingsal.

Það stendur hins vegar hvergi í stjórnarskrá eða þingsköpum að forsætisráðherra hafi það hlutverk og eða rétt til þess að stjórna þingfundi eða atkvæðagreiðlum á Alþingi.

Hvað þá að það sé hlutverk forsætisráðherra að æða um gólf þingsalarins og brýna menn til hlýðni við sig.

Forsætisráðherra hefur þó leyft sér þann munað, nokkrum sinnum á kjörtímabilinu að taka stjórnskipun landsins í sínar hendur með þessum hætti.

Það er í rauninni hreint og klárt stjórnarskrárbrot, hvort sem litið er til núgildandi stjórnarskrár, sem forsætisráðherra og meðhlauparar hans vilja með góðu eða illu skipta út fyrir tillögur stjórnlagaráðs eða áðurnefndra tillagna stjórnlagaráðs.

Hjá því verður heldur ekki komist að minnast á þátt þingforseta, sem að mörgu leyti hefur staðið sig vel á kjörtímabilinu. Enda brást forseti Alþingis þarna algerlega skyldum sínum og sýndi að hún er í rauninni þjónn framkvæmdavaldsins en ekki þingsins eins og stjórnskipan landsins býður þessu embætti að vera.

En hér kemur linkurinn á myndbandið:  http://www.youtube.com/watch?v=bjJlDqOyQas


Sem betur fer er til önnur leið, en leið Jóhönnu & co.

"Þá leggur hún áherslu á að stjórnarskrármálið hafi verið rætt nær allt kjörtímabilið og að ítarlega hafi verið farið yfir stóru málin eins og varðandi auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur. "

 

Það er að vísu rétt hjá Jóhönnu að stjórnarskrármálið hafi mikið verið í umræðunni á kjörtímabilinu. Sú umræða hefur hins vegar að mestu verið um aðferðir en ekki efnsleg um tillögur að nýrri stjórnarskrá.
 Það núna fyrst undanfarnar vikur, sem þingmönnum hefur gefist kostur á því að ræða tillögur stjórnlagaráðs efnislega, án þess að vera sakaðir um málþóf.

Hvað auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur varðar, þá eru þau tvö atriði meðal þeirra atriða, asamt fleirum, sem hægt væri að ná sátt um í þinginu. Þó tillögum stjórnlagaráðs um sömu atrið yrði eflaust breytt með einhverjum hætti.

Samþykkt breytingartillögur Péturs H. Blöndal  á 79. grein stjórnarskrárinnar, með þeim hætti að ekki þurfi tvö þing með kosningum á milli til breytinga á stjórnarskrá. Heldur þurfi eingöngu þingmeirihluta og meirihluta í þjóðaratkvæði, gæti svo orðið til þess að vinnu við endurskoðun stjórnarskrár ljúki svo á næsta kjörtímabili. Án þess að til nýrra kosninga kæmi fyrir lok þess kjörtímabils.

Slíkt verklag myndi auka líkurnar á því að endanleg niðurstaða á endurskoðuninni, yrði með þeim hætti að almenn þverpólitísk sátt næðist um hana.

 


mbl.is Fyrsta málið eftir jólaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af sykurskatti, öðrum sköttum og svokölluðum aðgerðum stjórnvalda fyrir heimilin í landinu.

Til þess að tala niður vísitöluáhrif sykurskattsins er sagt að skattar á svokallaðar hollustuvörur lækki.

Það þýðir samt ekki endilega að slík lækkun dragi úr vísitöluáhrifum sykurskattsins.

Í fljótu bragði má benda á tvennt sem ýtir undir þá fullyrðingu.

Það fyrra er að skattalækkunin á hollustuvörurnar er aðeins 300 milljónir en hækkunin vegna sykurskattsins er hins vegar áætluð ca. 800 milljónir.

Auk þess að það er engin trygging fyrir því að þrátt fyrir lækkun skatta á hollustuvörur að þær vörur lækki í verði sem að skattalækkuninni nemur.

Hvað manneldissjónarmið varðar, er varla hægt að tala um að slíkt sjónarmið sé uppi, þó slíku sé haldið fram. Enda miðast sykurskatturinn, sem á jú í orði að minnka sykurneyslu þjóðarinnar, við sömu sykurneyslu og fyrir sykurskatt.

Það er því nokkuð ljóst að hækkunin á lánum heimilana við þennan sykurskatt verður 1,3 milljarður sem bætist við þá 3 milljarði sem hækkun neftóbaksgjalds veldur,  verðhækkun á innanlandsflugi, vegna aukinnar skattheimtu stjórnvalda, sem einnig mun flæða út í vísitöluna. Að ógleymdri milljarðahækkun vegna nýrrar byggingareglugerðar sem hækka mun byggingarkostnað í landinu um 15 % og þar með vísitöluna um rúm 3 %,  þar sem hækkun byggingakostnaðar  vegur rúmlega einn fimmta  við útreikning vísitölu lána.

Það er því eins fjarri lagi og hugsast má, að stjórnvöld séu vakin og sofin yfir því að bæta hag heimilana í landinu.  Jafnvel þó til komi einhverjar hækkanir á barna og vaxtabótum.   Þær bætur eru jú greiddar af Ríkissjóði og ef að hann er ekki rekinn með hagnaði, þá þarf að hækka skatta eða taka lán fyrir öllum nýjum kostnaði.  

 Skattahækkanirnar fara beint út í verðlagið og hækka lán heimilana og reyndar atvinnulífsins líka.  En lántökurnar til þess að mæta auknum kostnaði Ríkissjóðs, eru ávísun á skattahækkanir í framtíðinni,  sem flæða út í verðlagið og valda hækkun lána.  Því síðar mun vanta fjármagn til þess að greiða niður lánin.

Meintar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar skulda heimilana eru því besta falli ekkert annað en nafnbreyting og tilfærsla á kostnaði lántakenda og annara í landinu. 

Fólk er því að borga það sama eða meira, í flestum tilfellum, en það gerði fyrir allar „björgunaraðgerðir“ stjórnarflokkanna vegna skulda heimilana. 


Bílaleigubíllinn og Nubo.

Einhverjum mánuðum áður en áhugi Nubos á Grímsstöðum varð opinber var frétt í DV af ferðalagi  mágs Össurar utanríkis og Kínverja nokkurs að nafni Huang Nubo.

Alla jafna birtast nú ekki fréttir af því í blöðum, þó Íslendingur taki það að sér að aka Kínverja um landið okkar. Jafnvel þó svo kínverski heiti Nubo og sá íslenski sé ekki bara mágur utanríkisráðherra, heldur einnig maki Ingibjargar Sólrúnar.

Hins vegar vakti það athygli blaðamanna DV að bifreið sú sem þeir félagar óku saman á um landið, var bílaleigubíll sem Utanríkisráðuneytið tók á leigu og greiddi fyrir.  

Hvort sem að sú saga sé sönn , eða ekki, sem sögð var þegar upp komst um bílaleigubílinn, að Hjörleifur Sveinbjarnarson mágur Össurar hafi boðið Nubo hingað til lands, vegna þess að þeir væru gamlir skólabræður frá námsárum Hjörleifs í Kína.   Þá breytir það því ekki að skoðunarferðinn norður á Grímsstaði var í boði íslenskra stjórnvalda eða öllu heldur í boði íslenskra skattgreiðenda. Sem borga jú bílaleigubílinn á endanum.


mbl.is Huang: „Reiður og pirraður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaveiklun í tímahraki.

Gjörningur þeirra Björns Vals og Lúðvíks á Alþingi í gærkvöldi, hefur í rauninni ekkert með málþóf að gera.

Gjörningurinn er afsprengi árlegs tímahraks og taugaveiklunar stjórnarflokkanna við það að koma sínum stefnumálum á dagskrá þingsins og ljúka efnislegri meðferð þeirra.

Tímahrakið er svo heimatilbúinn vandi stjórnarflokkanna, sem skýrist fyrst og fremst af innbyrðis samstöðuleysi og ákvörðunarfælni þeirra sem ábyrgð bera á viðkomandi málaflokkum.


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í formannskjöri Samfó eru tveir kostir. Annar slæmur hinn vondur.

Auðvitað styður Sigríður Guðbjart. Enda þau bæði úr svoköllum "Jóhönnuarmi" Samfylkingarinnar og því glapræði að tveir einstaklingar úr sama armi flokksins bjóði sig fram. Eingöngu til þess að tryggja sigur þess frambjóðanda, sem leitt gæti fram einhverjar breytingar í flokknum og horfið frá einstrengngislegri og ómálefnalegri frekju og yfirgangi í öllum þeim málatilbúnaði sem flokkurinn hefur fram að færa.

Hins vegar má alveg spyrja að því, hvort að, heilt yfir, sé hinn valkosturinn skárri?

Hvort sem þeirri spurningu er svarað játandi eða neitandi, er það alveg ljóst að mannaval Samfykingarinnar er ekki betra en þetta og alls ekki þjóðinni bjóðandi. Þó svo að hún hafi á endanum lokaákvörðunarréttinn hvort hún kjósi yfir sig annað kjörtímabil skattahækkanna, úrræðaleysis til handa heimilum og fyrirtækjum í landinu og áframhaldandi fjárfestingafrosts.

í vor gefst þjóðinni tækifæri til þess að hafna stefnu sameiginlegrar eymdar vinstri flokkanna og kjósa framtíð uppbyggingar, fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Sameiginleg eymd tryggir ekki sterkar stoðir velferðar, heldur er  það verðmæta og atvinnusköpun sem slíku skilar.


mbl.is Styður Guðbjart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband