Leita í fréttum mbl.is

Brýn stefnumál og drengskaparheit við stjórnarskrá....

,,Það væri sannast sagna með ólíkindum ef minnihluti þingsins héldi áfram málþófi til þess að koma í veg fyrir framgang þessa máls í trássi við vilja meirihluta þingsins og þriggja fjórðu hluta kjósenda,“ segir Jóhanna."

Það er ,,sannast sagna" þingmeirihlutinn eða öllu heldur meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem heldur stjórnarskrármálinu í gíslingu. 

Sá meirihluti hefur þvertekið fyrir það að ræða og vinna efnislega tillögur stjórnlagaráðs og annarra aðila.  Vinna úr þeim heilstætt frumvarp, er kalla mætti frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga.

Það brýtur í bága við núgildandi stjórnarskrá, að senda tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði, sé það tilgangur þingsins hlýta þeirri niðurstöðu í einu og öllu.  Að teknu tilliti til fyrirvara er lúta að lögum og alþjóðasamningum.

 Skiptir þar engu máli þó Alþingi hafi ekki tekist á undanförnum áratugum að breyta stjórnarskránni eða endurskoða hana heildstætt, sökum óeiningar innan þingsins.

  Á meðan núgildandi stjórnarskrá er í gildi, þá er ákveðið verklag í gildi um það hvernig stjórnarskránni skuli breytt. Það er stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja því verklagi í einu og öllu.

 Breyta þarf núgildandi stjórnarskra´, með tilliti til þeirra ákvæða.  Eigi að breyta stjórnarskrá á annan hátt, en núgildandi stjórnarskrá kveður á um.

Þær breytingar sem hingað til hafa verið gerðar á stjórnarskránni, hafa verið gerðar í sátt, svo til allra ef ekki allra lýðræðislega kjörna fulltrúa þjóðarinnar, hverju sinni.

Hversu afgerandi afstöðu telur þingmeirihlutinn sig þurfa að fá í þjóðaratkvæðinu, til þess að hunsa ákvæði núgildandi stjórnarskrár?  Dugir 51% , 60%, 75%, eða meira?

 Dugir naumur meirihluti verði kosningaþátttakan á pari við þátttökuna í stjórnlagaþingskosningunum ógildu?

Er ekki eitt af brýnustu stefnumálum eða öllu heldur prinsippum þingheims að virða og fara eftir núgildandi stjórnarskrá? Eða treystir meirihluti þingheims sér ekki til þess?

 En þingmanni sem opinberar með þeim hætti vantraust á sjálfan sig, gagnvart því að fara eftir stjórnarskrá þeirri,  er hann sjálfur ritar drengskaparheiti, virkilega sætt á Alþingi?  Er slíkur söfnuður á vetur setjandi?


mbl.is Eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband