Leita í fréttum mbl.is

Velferðarráðherra ,,verðlaunar" flokksbróðir sinn fyrir að eyðinleggja faglegt ráðningarferli forvera síns.

 

Það má vel vera að Jóhann Ársælsson sé hinn mætasti maður og vel þess verður að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs.

 En það nú samt varla hægt að segja að sé beint, ,,snilld“ að verðlauna stjórnarmann, sem tók þátt í því í samvinnu við þann ráðherra er pólitíska ábyrgð ber á sjóðnum, að eyðinleggja  fyrra ráðningarferlið, þegar nýr framkvæmdastjóri  var ráðinn.

Fyrir um það bil tveimur árum, í félagsmálaráðherratíð Árna Páls Árnasonar, var staða framkvæmdastjórna Íbúðalánasjóðs, auglýst laus til umsóknar.

Allnokkrir sóttu um stöðuna og var viðhaft, svokallað ,,faglegt ferli“ við ráðninguna, þ.e. einhver ráðningastofa út í bæ, látin meta hæfi umsækjenda.

Að loknu því ferli þóttu tveir umsækjendur vænlegur kostur í starfið.  Ásta H. Bragadóttir, þáverandi aðstoðarframkvæmdastjóri ÍLS og settur, tímabundið  framkvæmdastjóri sjóðins og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrum lykilstjórnandi Landsbankans og altmuligmaður Félagsmálaráðuneyti Árna Páls.

Vitað var af sérstökum áhuga Árna Páls á því að Yngvi Örn fengi starfið, enda var orðið fátt um verkefni fyrir hann í Félagsmálaráðuneytinu.

  Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað hins vegar með atkvæðum fjörgurra stjórnarmanna af fimm að ráða Astu H. Bragadóttur í starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.

 Jóhann Ársællsson, fulltrui Samfylkingar í stjórn sjóðsins, sá er greiddi ráðningu Astu ekki atkvæði sitt, bað stjórnina um viku frest, áður en greint yrði frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra ÍLS. 

Jóhann hafði svo í kjölfarið samband við Árna Pál og greindi honum frá niðurstöðu fudnarins og í gang fór leikrit, þar sem sett var á laggirnar sérstök valnefnd, vegna meints ósættis um ráðninguna í stjórn ÍLS.   

 Fólk getur svo vegið og metið með sjálfu sér, hversu mikið ósætti fellst í því þegar einn umsækjandi hefur stuðning 80% stjórnarinnar.

Lyktir málsins urðu svo þær að auglýsa þurfti aftur í stöðuna, þar sem þeir umsækjendur sem hæfir þóttu í starfið í fyrra umsóknarferlinu, drógu umsókn sína til baka.  Af skiljanlegum ástæðum.

 


mbl.is Jóhann stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki eru þetta fagleg vinnubrögð, pólitísk ráðning og ekkert annað.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 16:41

2 identicon

Eyðileggja*

Karl (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband