Leita í fréttum mbl.is

Af málatilbúningi Samfylkingar og annarra andstæðinga herra Ólafs Ragnars Grímssonar.

Andstæðingar herra Ólafs Ragnars Grímssonar, nefna það gjarnan honum til vansa að hann hafi staðfest Svavarssamninginn.

Þessir sömu andstæðingar forsetans, láta þess hins vegar ógert, að nefna til sögunar lykilatriði þeirrar staðfestingar. Fyrirvara Alþingis við þá samninga, sem forsetinn vísaði til með staðfestingu sinni.

Þeim fyrirvörum höfnuðu hins vegar bæði Bretar og Hollendingar alfarið og voru ekki til viðræðu um neitt annað, en samning sem var efnislega á sömu lund og áðurnefndur Svavarssamningur, án allra fyrirvara, þó orðalag hans hafi eflaust verið eitthvað annað.

Það var svo með ,,atkvæðahönnun" þingflokks Vg. að samningur númer tvö var samþykktur í þinginu. Auk þess sem áðurnefnd ,,atkvæðahönnun" kom í veg fyrir það, að Alþingi leyfði þjóðinni að hafa eitthvað um þann samning að segja.

Það voru því eðlileg viðbrögð herra Ólafs, að synja þeim samningi staðfestingar. Enda var efnislega um að ræða samskonar samning og Svavarssamninginn, en án allra fyrirvara.

Andstæðingar herra Ólafs nefna það einnig, honum til vansa, að hann hafi gengið gegn vilja 70% þingheims, er hann synjaði síðasta samningi staðfestingar og leyfði þjóðinni að taka afstöðu til hans.

Það er fyrir það fyrsta rangt að Ólafur hafi gengið gegn vilja 70% þingheims. Naumur meirihluti þingsins, felldi líkt og í fyrra skiptið, tillögu þess efnis að þjóðin fengi að kjósa um samninginn. 

Það er því ekki annað hægt að segja, en að hann gengið gegn naumum meirihluta þingmanna, með því að vísa samningnum til þjóðarinnar.

Auk þess láta andstæðingar Ólafs það algerlega ógert, að geta þess með hvaða rökum, Ólafur synjaði Icesavesamningum staðfestingar öðru sinni. 

Rök Ólafs voru þau, að vegna þess að þjóðin hafi fengið að kjósa um samninginn í fyrra skiptið, þá hafi hún orðið hluti af löggjafarvaldinu, hvað það mál varðar, sem og reyndar önnur mál varðar, er síðar kann að verða vísað til þjóðarinnar samkvæmt málskotsrétti forsetans.

Alþingi hafi því ekki haft óskorað umboð þjóðarinnar til þess að leiða málið til lykta, án aðkomu þjóðarinnar. Þar sem úrslit fyrra þjóðaratkvæðisins hafði ekki þær eðlilegu afleiðingar, að boðað hefði verið til nýrra kosninga til Alþingis.

Enda hafði það þing sem þá sat og situr reyndar enn, ekki eitt löggjafarvald í málinu, sökum höfnunar þjóðarinnar á fyrri samningi.


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrét hjá þér. Svo má ekki gleyma að Ólafur, eins og þjóðin, er búin að sjá hversu miklir aumingjar eru þarna niðrið á þingi og nagar sig ábyggilega í handarbakið að hafa veitt þessari svokölluðu "Vinstri stjórn" að verða til. Heðfi betur skipað utanþingsstjórn eins og staðan var þá.

M.b.kv

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1623

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband