Leita í fréttum mbl.is

"Gylfa-mál", yfirklór No. 549.

Nýjasti kaflinn í yfirklóri og stuðningsyfirlýsingu við Gylfa Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra, má nú lesa á DV.is.  Þar bendir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra á, að Gylfi hafi bara ekki skilið þau hugtök, sem spurt var um.  En þau hugtök sem spurning Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, snerist um, voru: "Krónulán með erlendu viðmiði" og "myntkörfulán".

Það þarf engan "sérfræðing" til þess að átta sig á því, að efnahags og viðskiptaráðherra, sem ekki skilur, ofangreind hugtök, er langt frá því, hæfur til að gegna embætti sínu.  Það er líka alveg ljóst að þeir þingmenn og ráðherrar, er styðja slíkan ráðherra og gera sér ekki grein fyrir, þeirri ábyrgð sem þeir axla, með því að styðja slíkan mann, til áframhaldandi veru í embætti, ættu að leita sér að annarri vinnu.

P.s Geri vart ráð fyrir því að Háskóli Íslands, taki Gylfa aftur, eftir slíka afhjúpun og hér kemur fram að ofan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Á lágkúran sér engin takmörk hjá þessu auma fólki - þetta er bara botnfallið - allt kompaníið.

Benedikta E, 14.8.2010 kl. 23:37

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Með ómældri virðingu fyrir öllum öðrum ráðherrum má telja vitsmuni Gylfa líklega framar hinum. Auðvitað skilur Gylfi málavöxtu og skilur öll þessi hugtök. Hann bara ákvað að taka stöðu með fjármálastofnunum í málinu og gerði þau mistök að segja ósatt svo notað sé orðalag sem ekki er svívirðilegt. Fyrir það á hann að segja af sér. Geri hann það ekki er ekki hægt að ætlast til þess að framtíðar ráðherrar þessa lands sem verða uppvísir að því sama segi af sér. Hann er því að móta "skemmtilegt" fordæmi hér.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 18:38

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er alveg meðvitaður um það, að auðvitað skildi Gylfi spurninguna og öll þau hugtök, sem að í henni voru.  Ég er kannski öðru fremur að benda á hversu lágt menn leggjast í meðvirkninni, með Gylfa.

 Gylfi er í rauninni ekkert annað en, starfsmaður annars ráðuneytis Jóhönnu Sigurðardóttur.  Reyndar var meintur "tilgangur" ráðningar hans og Rögnu, sá að skapa traust í þeim málaflokkum, sem að þau eru yfir.  

 Spurningin er hins vegar, hvort sé meira traustvekjandi og trúverðugra, lygi "fagmanns" eða kunnátta hans eða kunnáttuleysi í eigin fagi.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.8.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1685

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband