Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll fundinn!

Jæja þá er Árni Páll fundinn. Ég hélt að hann hefði kannski horfið með rúmum helmingi kjósenda flokksins sem ætla ekki að kjósa hann aftur.

Formaðurinn birtist eða í honum heyrðist í hádegisfréttum RÚV. Núna rétt áðan.  Þar lýsti formaðurinn nýfundni yfir því að ekki tækist að afgreiða allar tillögur stjórnlagaráðs fyrir lok þessa kjörtímabils.

Finna eigi leiðir til þess að ná víðtækri sátt um atriði eins og nýtt auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur.  Það hljómar nú líkt og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað fyrir allan vetur. Það er að taka fyrir kafla sem einhver sátt er möguleg um og vinna hina betur.  Svo möguleiki á sátt um þá geti verið fyrir hendi.

Einhverjir tala nú um svik við lýðræðið úr því að ekki mun málið klárast að fullu. Eða á þann hátt að hægt verði að afgreiða nýja stjórnarskrá í upphafi næsta kjörtímabils. 

Svikabrigslin byggja á því að þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. okt. sl. hafi átt að skera úr um efnislegar og endanlegar lyktir málsins.  

Hafi fólki hins vegar lesið og skilið kjörseðilinn, sést glöggt að slíkar óskir eða kröfur eru byggðar á valkvæðum misskilningi eða hreinræktaðri frekju og yfirgangi.

Lýðræðislegar kosningar snúast um þá valkosti sem á kjörseðlinum eru hverju sinni.  En ekki á rangtúlkunum eða valkvæðum túlkunum á texta kjörseðilsins.

Fyrsta spurningin á kjörseðlinum þann 20 okt. snerist um hvort Alþingi ætti að vinna upp úr tillögum stjórnlagaráðs, nýja stjórnarskrá.  Taka málið til þinglegrar meðferðar og ljúka því á þann hátt að um afgreiðsluna ríkti sátt.  Bæði í þinginu og út í þjóðfélaginu.   En ekki að þingið ætti að afgreiða þær nánast ósnertar og óbreyttar.

Hinar spurningarnar snerust svo um, hvort að þau atriði sem þar var um spurt, ættu að vera með einhverjum hætti í nýrri eða breyttri stjórnarskrá.  En ekki hvort að tillögur stjórnlagaráðs um þau atriði ættu að standa óbreyttar í nýrri eða breyttri stjórnarskrá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrsta spurningin á kjörseðlinum 20. okt. var hvort leggja ætti frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Punktur. Það er hreinn spuni hjá þér um að staðið hafi á kjörseðlinum að taka ætti málið til þinglegrarar meðferðar og ljúka því á þann hátt að um afgreiðsluna ríkti sátt, bæði í þingiinu og úti í þjóðfélaginu.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2013 kl. 21:10

2 Smámynd: Elle_

En hvaða leyfi þjóðarinnar höfðu alþingismenn Jóhönnu, Steingríms og Þórs fyrir að ætla að skrifa nýja stjórnarská?  Og með ruglandi skoðanakönnun sem um 1/3 kjósenda vildi vera með í og hinir kærðu sig ekkert um eða skildu ekki. 

Þetta var ekki alvöru þjóðaratkvæði og þjóðin bað aldrei nokkurn tíma um nýja stjórnarskrá.  Þjóðin fer með valdið, ekki Eiríkur Bergmann, Jóhanna Sig og Þorvaldur Gylfason. 

Elle_, 2.3.2013 kl. 22:07

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ómar. Fyrsta spurningin á kjörseðlinum var hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá. Ekki að "frumvarp stjórnlagaráðs ætti að leggja til grundvallar nýrri stjórnarskra".

Ég get alveg tekið það á mig að hafa tekið full djúpt í árinni með 'fyrirvarann' neðst á kjörseðlinum. En hann lýsti þó því ferli sem málið færi í yrði fyrsta spurningin samþykkt. Síðan væri það auðvitað eðlilegast að sem mest sátt væri í þinginu og meðal þjóðarinnar um niðurstöðuna.

Hér getur þú Ómar minn og aðrir lesendur þessarar síðu rifjað upp kjörseðilinn á þessum hlekk hér að neðan.

http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/kjosendur/kjorsedill/

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.3.2013 kl. 00:45

4 identicon

Það var bara ein skýr spurning í þessari skoðanakönnun og það var um þjóðkirkjuna

Grímur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 08:09

5 identicon

Hefur nokkurt mál fengið jafnmikla umfjöllun núna á síðari tímum og þetta.Allar spurningar voru skýrar og gáfu uppá möguleikana já/nei eða svara ekki,og hvernig sem ég leita finn ég ekki fleiri möguleika.Allir þeir sem hafa reynt að tefja eða hindra framgang málsins hafa orðið sér til ævarandi skammar og gera best í því að láta ekki sjá sig opinberlega meir

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband