Leita í fréttum mbl.is

Faglegar ráðningar hins opinbera á ,,gráu svæði"?

Á Rúv.is er frétt http://ruv.is/frett/radningin-ologleg sem lætur lítið yfir sér.  Þessi frétt gæti þó markað ákveðin tímamót í mannaráðningum hins opinbera.

Í fréttinni segir meðal annars:

,,Megin athugasemd ráðuneytisins er sú að bæjarfélögin hafi í raun framselt ráðninguna og allt mat á umsækjendum til ráðningarþjónustu, sem fengin var til að meta hæfi umsækjenda.  Síðan hafi ráðningarþjónustan lagt til hver skyldi ráðinn. Sú tillaga hafi verið samþykkt í bæjarstjórn og bæjarráði.  Með þessu hafi bæjarstjórn afsalað sér þeirri ábyrgð sem á hana er lögð samkvæmt stjórnsýslulögum; að afla sér fullnægjandi gagna, áður en ráðið var í starfið. Ráðningin var því úrskurðuð ólögmæt."

Nú er það svo að ráðningarferli hjá hinu opinbera, sem nú til dags eru kölluð ,,fagleg" er flest ef ekki öll með þessum hætti, sé auglýst í þá stöðu sem losnar, eða stofnuð er hjá hinu opinbera.

 Ég man í svipinn eftir þremur ráðningum hins opinbera, sem voru með áþekkum hætti og urðu allar umdeildar.  Þar á ég við ráðningu skrifstofustjóra í Forsætisráðuneyti, umboðsmanns skuldara og forstjóra Bankasýslu ríkisins.  

Tvær síðast töldu ráðningarnar, gengu hins vegar til baka.  Ráðninging umboðsmanns skuldara var dregin til baka, þar sem sá ráðherra er bar á henni ábyrgð, treysti sér ekki til þess að verja hana ,,pólitískt".  Ráðning forstjóra bankasýslunar gekk svo til baka, eftir að stjórn bankasýslunnar sagði af sér og sá sem ráðinn var, afþakkaði stöðuna.

Ráðning skrifstofustjórans var hins vegar úrskurðuð sem brot á jafnréttislöggjöfinni, af Úrskurðunarnefnd jafnréttislaga, sem sett var á laggirnar við gildistöku svo til nýlegrar jafnréttislöggjafar.

Allir þeir sem ábyrgð báru á ofantöldum ráðningum, töldu sig ekkert rangt hafa gert, enda ráðningarnar allar ,,faglegar" og mat það sem lá að baki ráðningu, unnið af ráðningarþjónustu út í bæ.  

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins segir hins vegar, að þeir aðilar sem standa að ráðningum hjá hinu opinbera, megi ekki varpa ábyrgð þeirri sem fylgir því að meta hæfni fólks til starfa hjá hinu opinbera, á einhverjar ráðningarþjónustur út í bæ.  Heldur eigi sú vinna að fara fram hjá þeirri stofnun er í stöðuna ræður. Enda ber sú stofnun ábyrgð á ráðningunni.  En ekki einhver ráðningarþjónusta út i bæ.

Þessi úrskurður hlýtur að verða til þess, að þessi svokölluðu ,,faglegu" ráðningarferli hins opinbera, verði tekin til alvarlegrar endurskoðunnar.  Jafnvel þó svo að þau hafi þótt það ,,fagleg" að brjóta mætti jafnréttislöggjöfina, vegna þeirrar ,,fagmennsku" sem þar bjó að baki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband