Leita í fréttum mbl.is

Forsetaembættið, breytingar í þátíð, nútíð og framtíð.

Það er mál fræðimanna, álitsgjafa og sumra stjórnmálamanna að núverandi forseti hafi breytt forsetaembættinu varanlega.  Gert það pólitískt og þar fram eftir götunum.

 Það væri í rauninni óðs manns æði að hafna þeirri fullyrðingu.  Samt sem áður er það svo að þessari fullyrðingu fylgir sjaldnast, einhver skýring önnur á þessum breytingum, en að breytingarnar megi fyrst og fremst rekja til karektereinkenna forsetans. 

 Einnig er samanburður við fyrri forseta ofarlega á baugi í umræðunum um breytingar á embætti forseta Íslands.  Fyrri forsetum hefði ekki dottið, þetta eða eitthvað annað í hug.  Enda voru þetta öðruvísi forsetar, en sá sem nú situr. Auðvitað voru fyrri forsetar öðruvísi en sá sem nú situr, enda þeir flestir með annan bakgrunn en sá sem nú situr.

Engum ofantaldra virðist hafa tekist að koma auga á það, að þann tíma sem Ólafur Ragnar hefur verið forseti, hafa orðið gríðarlegar breytingar, hvort sem litið sé til þjóðfélagsgerðar, viðskiptalífs og alþjóðasamskipta.

Stærsti faktorinn í öllum þessum þjóðfélagslegu breytingum, EES- samningurinn var undirritaður og samþykktur  á Alþingi, áður en að núverandi forseti tók við embætti.   Reyndar hefur forveri Ólafs í embætti, Vigdís Finnbogadóttir sagt, að sér hafi borist í hendur sú krafa að synja þeim samningi staðfestingar og senda hann í þjóðaratkvæði.  Hún hafi hins vegar ákveðið að gera það ekki, því hún hafi ekki viljað valda óróa í þjóðfélaginu með því að synja samningnum staðfestingar. 

Það er alveg hægt að halda því fram, að EES- samninginn hefði átt að setja í þjóðaratkvæði.  Sér í lagi, hafandi atburðarásina frá undirritun hans til dagsins í dag fyrir framan sig.   Slíkt væri þó varla neitt annað en eftiráspeki, sem að mörgum fulltrúum hópana þriggja er ég nefni, er þó afar tamt að stunda, máli sínu til stuðnings.

Fyrir tíma útrásarinnar, sem varð jú m.a. til vegna EES-samningsins, þá var forsetanum helst það legið á hálsi að gagnrýna vegakerfið á Vestfjörðum eða eitthvað þess háttar,sem kannski spilaði ekki stóra rullu í heildarsamhenginu.

Í öllum látunum sem urðu vegna Fjölmiðlafrumvarpsins árið 2004, má segja að forsetaembættinu hafi verið att út í það, að verða ,,pólitískt“, meðal annars af þeim aðilum, er áttu stóran þátt í því, að koma Ólafi í embætti forseta Íslands.   Auk þess sem einn stjórnarandstöðuflokkur á þeim tíma, Samfylkingin betti sér á bakvið tjöldin, leynt og ljóst.

 Þáverandi formaður Samfylkingarinnar lýsti síðar afstöðu flokksins í málinu,með þeim hætti, að flokkurinn hafi ákveðið að veita einni viðskiptablokk (Baugi) pólitískan stuðning sinn, til mótvægis við stuðning annarra flokka við aðrar viðskiptablokkir.

Í útrásinni var svo hin íslenska viðskiptasnilld rómuð fjölmiðlum, sem voru í eigu þeirra er léku stórt hlutverk í þeim ,,svikavef“ sem í ljós hefur komið, að þessi svokallaða viðskiptasnilld var í raun og veru.   Fjölmiðlalögunum var m.a.  ætlað að koma í veg fyrir, að auðmenn/útrásarvíkingar gætu notað fjölmiðla, í krafti eignarhalds síns á þeim, til þess að ,,stjórna“ nánast þjóðarsálinni með umfjöllun sinni.   Sem að þeir gerðu svo sannarlega fyrir hrun og hafa einnig gert það eftir hrun.

Það að hafa viljað hjálpa til við útflutning hinnar íslensku viðskiptasnilldar á þeim tímapunkti, við þær aðstæður er uppi voru og áður en ,,svikin“ urðu ljós, getur vart talist ámælisvert. Eins og flestir fulltrúar þeirra þriggja hópa, er ég nefni í upphafi pistilsins halda statt og stöðugt fram.  Í það minnsta hefði varla þótt það forseta vorum sæmandi að sitja með hendur í skauti á Bessastöðum, skjótast einstaka sinnum eitthvað út í náttúruna til þess að planta trjám, ásamt því að tjá sig nær engöngu um liðinn og fornan tíma í menningarsögu okkar og sérstöðu tungumáls okkar.  Þá er hætt við að heyrst hefði hljóð úr horni, svo mikð er víst.

Fram að hruni var Ólafur Ragnar því vel liðinn á meðal vinstri flokkanna, í það minnsta Samfylkingarinnar, enda var synjun hans á Fjölmiðlalögunum, stórsigur þess flokks í þeirri orustu sem flokkurinn háði fyrir pólitískan skjólstæðing sinn úr viðskiptalífinu, Baug og allt sem því fyrirtæki fylgdi.

Núverandi stjórnarflokkum, var því varla nokkuð í nöp við forsetann, þó svo að Vinstri grænum hafi eflaust mislíkað, svokallað ,,auðmannadekur“ forsetans á útrásarárunum.   Þær breytingar sem urðu á embættinu, fram að hruni, hafa því ekki verið þessum flokkum svo mjög á móti skapi.

Á því varð þó veruleg breyting, þegar forsetinn synjaði lögum núverandi stjórnarflokka vegna Icesave staðfestingar.  Ákvörðun sem átti sér í rauninni fordæmi, frá dögum fjölmiðlafrumvarpsins, sem forsetinn synjaði staðfestingar á grundvelli undirskriftasöfnunar, líkt og raunin var með Icesave.

Höfðu menn þá reyndar uppi stór orð, við synjunina.  Að valið stæði á milli ríkisstjórnarinnar eða forsetans.  Reyndar reyndust þau orð marklaus, enda situr ríkisstjórnin enn, þrátt fyrir að hafa tapað tveimur þjóðaratkvæðum, vegna Icesave.

Það er að mínu mati fjarstæða að halda því fram, að forsetaembættið, sem og önnur embætti eigi ekki að taka neinum breytingum, þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Heldur eigi það að vera niðurnjörvað í helsi einhverra gamalla hefða.  Þjóðkjörinn forseti, hlytur og á að beita sér fyrir því sem hann telur þjóð sinni fyrir bestu hverju sinni.

 Hvort að þær breytingar sem að gera á á embættinu samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs, séu til batnaðar eða ekki skal ósagt látið.  Eitt er hins vegar á tæru hvað mig varðar.  Þar sem ekki mun nást að samþykkja nýja stjórnarskrá, þar sem slíkar breytingar kæmu fram, fyrir forsetakosningar í sumar,  þá eigi að bæta því við tillögurnar að þær taki ekki gildi, fyrr en árið 2016, þegar þar næsta kjörtímabil forseta Íslands hefst.

   Enda varla boðlegt að breyta eðli embættisins á miðju kjörtímabili, sem að raunin yrði, verði tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá samþykkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1648

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband