Leita í fréttum mbl.is

,,Heppileg" tímasetning.

Það er nánast hægt að slá því föstu, að tímasetning þessarar skoðannakönnunnar er Samstöðu Lilju Mós mjög í hag.

Ég held að Samstaða Lilju Mós græði fyrst og fremst á því að vera nýjasta stjórnmálaaflið sem kynnt var til sögunnar. BF hefði t.d. tekið eitthvað fylgi frá Samstöðu, ef að flokkarnir hefðu verið kynntir sömu vikuna.


Svo held ég nú að þegar s
kattheimtuást Lilju verður lýðnum  ljós, en Steingrímru J. er varla hálfdrættingur á við hana hvað skattheimtuþráhyggju varðar, þá fari nú að renna á menn, fleiri en tvær eða þrjár grímur.

Einnig eru allt eins líkur á því, að upp komist um ,,dulargervið". Það er að Samstaða sé kynnt sem hvorki hægri, vinstri né miðjuafl, heldur bara eitthvað af öllu með einhverjum frá öllum stefnum heimsins.

Þessi flokkur ber líklegast hugmyndafræði formannsins vitni. Hugmyndafræði formannsins er langt til vinstri og því varla hægt að búast við öðru, en ,,vinstri-boðskap".  Þó svokölluð stefna flokksins verði látin heita eitthvað annað.

Reyndar er það svo, sé tekið tillit til þess hversu víða fólk kemur að hvað stefnur varðar, að nafn þessa flokks, verði áður en langt um líður rangnefni. 


mbl.is Samstaða með 21% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband