Leita í fréttum mbl.is

Vanþroskað stjórnarsamstarf??

 Á fundi í Eyjum í kvöld sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, að eftir allan þennan tíma (3 ár), þá væri frumvarpið um stjón fiskveiða (kvótafrumvarpið) ,,vanþroska". 

Líklegast hefur Steingrímur þarna, líkt og honum er sjaldnast sjálfrátt með, ætlað að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra eða í þessu tilfelli á kostnað  annars manns, Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávaútvegsráðherra.   

 Kynni menn sér sögu þessa málaflokks hjá hinni tæru vinstristjórn, þá sjá menn að meint þrumuskot Steingríms á félaga sinn í þingflokki Vinstri grænna, misheppnast þó svo herfilega, að hægt er að tala um sjálfsmark.

 Þegar ,,Stóra kvótafrumvarpið" var lagt fram síðasta vor, þá stóð í greinargerð með frumvarpinu, að frumvarpið væri afrakstur mikillar vinnu stjórnarflokkanna við málaflokkinn.  Vinnu sem vart ætti sér hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu. 

 Menn vita nú hvaða dóm ,,Stóra kvótafrumvarpið" hefur fengið frá mörgum þeirra er unnu að gerð þess.

 Það er því vart hægt að túlka orð Steingríms á annan hátt, en að hann telji stjórnarflokkana, vart hafa burði til eða þroska, til þess að ljúka vinnu við þennan málaflokk, svo vel sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alltaf skarpur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2012 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1648

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband