Leita í fréttum mbl.is

Þess vegna vildi Jóhanna frávísun.

Jóhanna Sigurðardóttir var á móti öllum tillögum um ákærur í landsdómsmálinu.  Þegar hún flutti ræðu í þinginu, þar sem hún skýrði þá afstöðu sína, varð uppi mikill óróleiki í þingliði Vg.  Gekk það meira að segja svo langt að einhverjir hótuðu stjórnarslitum, færi svo afstaða Jóhönnu yrði ofan í í þinginu, þ.e. að enginn yrði ákærður.

Þá voru góð ráð ,,rándýr".  Ekki vildi Samfylkingin að einhver fyrrverandi ráðherra úr sínum röðum, yrði stefnt fyrir landsdóm.  

Var þá fjórum þingmönnum Samfylkingarinnar att í út í forina og atkvæði þeirra látin tryggja það, að minnsta kosti einum yrði stefnt fyrir landsdóm.  Eins og raunin reyndar varð.

Einhverjir þessara fjórmenninga, tala nú um að verið sé að grafa undan ráðherraábyrgð.  Eins sannfærandi og það hljómar úr munni þingmanns er vildi hlífa fyrrverandi ráðherra úr eigin flokki við málsókn.  En það er önnur saga.............

Eins og stendur hér að ofan, þá var Jóhanna andvíg því að þessum fyrrverandi ráðherrum er kosið var um, yrði stefnt fyrir landsdóm.  Ætla má að hún sé sama sinnis ennþá og hljóti því að greiða atkvæði með tillögu Bjarna Benediktssonar, þegar hún kemur til afgreiðslu í þinginu.  Í það minnsta þyrftu að vera sterk rök fyrir öðru.  

Öll rök Jóhönnu fyrir því að tillaga Bjarna, sé ekki þingtæk eru marklaus með öllu og ótrúverðug. Ástæða samþykktar hennar á frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri þingmanna, var einfaldlega sú, að hún treystir sér ekki, af ótta við að stjórnin falli, að kjósa með því að málið gegn Geir verði fellt niður.  Eins og sannfæring hennar hlýtur að bjóða henni að gera. Enda var hún frá upphafi ósammála því, að þessi  landsdómsleið yrði farin. 


mbl.is „Stórkostlega misráðið“ af Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband