Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin reynir að ,,múta" þingmanni sínum til þess að ,,taka" sér lengra frí frá störfum.

http://ordid.eyjan.is/2012/01/21/atok-innan-samfylkingarinnar/#comments

Á Eyjunni birtist í gær pistill, sem linkurinn hér að ofan vísar til, segir frá þeim eldum sem loga stafna á milli í Samfylkingunni, vegna afstöðu nokkurra þingmanna flokksins til þingsályktunar Bjarna Benediktssonar, um að draga til baka ákæru á hendur Geirs H. Haarde fyrir landsdómi.  

Í upphaflegri útgáfu pistilsins kom fram að Mörður Árnason, hafi hótað því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina, yrði tillagan um frávísun á tillögu Bjarna, felld með tilstuðningi þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar:

,,*Uppfært, kl. 13.59: Mörður Árnason hafnar því alfarið að hann hafi hótað því að hætta að styðja ríkisstjórnina færi svo að dagskrártillagan fengist ekki samþykkt, eins og kom fram hér að ofan og var haft eftir heimildum innan Samfylkingarinnar. Hefur sá hluti nú verið fjarlægður og Mörður beðinn velvirðingar á rangherminu."

Athyglisvert er þó að höfundur pistilsins, sem líklegast er fráfarandi ritstjóri Eyjunnar, Karl Th. Birgisson, fjarlægi ummæli heimildarmanns síns og kalli þau ,,ranghermi".  Nær hefði verið að hafa pistilinn óbreyttan, en birta athugasemd Marðar fyrir neðan pistilinn.  

 Heimildarmaðurinn, hafi hann verið einhver annar en höfundur pistilsins hlýtur að hafa eitthvað til síns máls.  Það er einnig alveg öruggt, að hvort sem heimildin sé sönn eður ei, þá hefði Mörður hafnað henni alfarið.  Hins vegar er sá möguleiki ekki ólíklegri að svokölluð ,,heimild" um hótun Marðar, hafi verið hugarburður þess er pistilinn ritar og af þeim sökum hafi þeim hluta pistilsins verið kippt í burtu.

Annarri heimild sem í pistlinum birtist, virðist þó vera erfiðara að hafna, úr því að hún er þar enn:

‎,,Forysta flokksins lagði mikla áherslu á að kallaður yrði inn varamaður fyrir Sigmund Erni. Gekk það svo langt að Sigmundi var lofað að flokkurinn myndi bæta honum hálfs mánaðar tekjutap sem hann yrði fyrir með því að varamaður tæki sæti hans."

Ekki veit ég hversu lengi Sigmundur Ernir verður í Búrkína Fasó. En líklegast er það þó skemur en þær tvær vikur, sem eru lágmarks fjarvist frá þingstörfum, svo kalla megi/skuli  inn varamann fyrir sig.
Það er hins vegar athyglisvert, svo afar vægt sé til orða tekið, að stjórnmálaflokkur bjóði þingmanni sínum peninga fyrir það að taka sér lengra frí en til stóð að taka, svo niðurstaða einhvers máls verði flokknum hagfelld.  Svo ekki sé talað um þann ásetning að ,,sniðganga" þingsköp, sem segja til um, hvenær kalla skuli inn varamann vegna fjarvista.

Einhver myndi eflaust kalla slíkt ,,mútur", væru persónur og leikendur þessa ,,farsa" einhverjar aðrar en þær sem um getur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúleg vinnubrögð svo ekki sé meira sagt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.1.2012 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta fólk er komið út fyrir allt velsæmi.  Ekki er betra ástandið í VG nú vill Álfheiður reka Ögmund og Björn Valur Guðfríði Lilju, fólk má sem sagt ekki hafa skoðanir á málum, það er bara skoðun foringjans sem á að ráða.  Viljum viðhafa svona forsvarsmenn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 13:23

3 identicon

Nei Ásthildur, en fer þessi ríkisstjórn ekki að liðast í sundur? Það hlýtur að vera farið trosna verulega límið sem heldur henni saman.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 13:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég held að hún sé á síðust metrunum, og það er algjörlega á hennar eigin verkum sem hún fellur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 13:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil reyndar taka undir orð Birgittu Jónsdóttur að nú eigi að setja á utanþingsstjórn til að vinna að brýnustu verkefnum, og vinna fram að næstu kosningum. Þá á ég við sérfræðinga ekki pólitíkusa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband