Leita í fréttum mbl.is

Sagan endalausa. - Nú er mál að linni!!!

Í hinni norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, er það vinsælt að tala um samráð, um alla mögulega og ómögulega hluti.  Var sá hátturinn hafður á, sumarið eða haustið 2009, þegar vinna við nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða hófst.  Samráðið fólst í því, að stofnaður var vinnuhópur hagsmunaaðilia í sjávarútvegi og fulltrúa þingflokkanna, svokölluð Sáttanefnd.

Reyndar hefur það einkennt öll svokölluð samráðferli, er velferðarstjórnin stendur fyrir að samráðið er í rauninni ekkert annað en leiktjöld, sett upp í því leikriti, er ætlað er að beina sjónum fólks, frá ráða og getuleysi velferðarstjórnarinnar í þessu máli, sem og flestum þeirra mála, er á borð stjórnarinnar rata.

Var vinnuhópnum ætlað að skila sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra niðurstöðu, er nýtt frumvarp skildi byggja á.

Sáttanefndin vann að málinu í eitt ár og leitaði álita víða.  Sáttanefndin skilaði svo ráðherra niðurstöðu, haustið 2010.  Undir þá niðurstöðu skrifuðu allir, nema tveir nefndarmenn, þar á meðal fulltrúar stjórnarflokkanna.

Bjuggust flestir við því, í ljósi allrar þeirra vinnu sem Sáttanefndin hafði lagt í verkið, að varla tæki margar vikur að taka niðurstöðu nefndarinnar saman í frumvarp, sem víðtæk sátt væri um.  En það var öðru nær.

 Það var engu líkara að fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni hafi ekki haft umboð félaga sinna, til þess að skrifa undir niðurstöðu nefndarinnar, því ekki var sátt um niðurstöðuna innan stjórnarflokkanna.

Tók þá við átta mánaða reipitog stjórnarflokkanna og hrossakaup um málið, þar sem 4 ráðherrrar og 6-7 aðrir stjórnarþingmenn  komu að.

Niðurstaðan varð svo að lokum frumvarp er hent var inn í þingið á síðustu dögum vorþings 2011. Fljótlega varð ljóst að frumvarp það sem lagt var fram, hafði afar litla skýrskotun, til vinnu sáttanefndarinnar, nema kannski að því leiti að margt sem var inni í vinnu Sáttanefndarinnar, var orðið útþynnt og skrumskælt og á vart þekkjanlegt lengur.

Enda kom það á daginn, að allir þeir aðilar er sæti áttu í sáttanefndinni, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.  Bæði hagsmunaaðliar og þingmenn stórnar og stjórnarandstæðu.

Málíð koðnaði svo niður í þinginu, bæði vegna málþófs en ekki síst vegna þess að ekki var, þrátt fyrir að hér sé við völd það sem kallað er meirihlutastjórn, meirihluti fyrir málinu í þinginu.

Þó vissulega eigi ekki að hespa frumvarpi sem þessu af á nokkrum dögum, heldur eigi að vanda til vinnu. Þá hljóta að vera einhver takmörk fyrir því, hvað mál sem þetta getur eða ætti að vera í smíðum.  Slíkir eru hagsmunir þjóðarinnar allrar, ekki bara þeirra sem fiskinn veiða og starfa í greininni. 

Það er engum bjóðandi, hvort um sé að ræða sjómenn útgerðarmenn, starfsfólk í fiskvinnslu, eða þjóðinni allri, að þeitta mál hafi nú þegar þetta er skrifað, verið meira en tvö ár í vinnslu, án merkjanlegs árangurs. 

Stjórnvöld sem ekki skila betri árangri er þetta, eru ekki á vetur setjandi. Nú er mál að linni. 


mbl.is Óvíst hvenær kvótafrumvarp kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband