Leita í fréttum mbl.is

Ætli Samtök atvinnulífsins og Davíð, fari í hár saman á landfundinum.

Fram að þessari ályktun SA, hefur það verið útbreidd skoðun sumra aðildarsinna, að andstaða Davíðs Oddsonar við ESB- aðild, stýri stefnu Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu varðandi ESB.

Það er því spaugilegt að sjá núna þessa sömu aðildarsinna, sjá það fyrir sér að landsfundurinn taki U-beygju frá fyrri afstöðu sinni, bara af því SA vill það. 

Það er nú ekki svo, hvað sem hver kann að segja, að SA panti landsfundarályktanir af Sjálfstæðisflokknum. Síðast landsfundur, ályktaði gegn því að gengist yrði við löglausum kröfum, Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni.  Það gerði fundurinn, þó svo að SA hafi krafist þess, að Icesave I II yrðu samþykktir, þó svo það kostaði ríkissjóð og þar með skattgreiðendur, hundruðir milljarða. 

Þó einhverjum hafi fyrir einhverjum misserum, fundist það vel til fundið, að sækja um aðild að ESB, þá er ekki þar með sagt, þó sá sami vilji nú hætta aðildarferlinu eða setja það á ís, að viðkomandi eigi erfitt með að ákveða sig. 

Það er frekar merki um sterkan einstakling, er slíkt gerir.  Einstakling, sem tilbúinn er í ljósi breyttra aðstæðna og forsendna að endurskoða ákvörðun sína.

Það eru samt ekki mín orð, að sá sé veiklundaður, sem halda vill áfram, eins og ekkert hafi í skorist og allar fréttir af kreppunni í ESB og í Evrulandi, séu hreinn og klár uppspuni.  

Þau orð verða aðrir að eiga.


mbl.is SA vill halda áfram aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband