Leita í fréttum mbl.is

Hvernig greiddu fulltrúar ríkisins í bankaráðunum atkvæði þegar laun bankastjóra voru ákveðin?

 Þó svo að bæði Arionbanki og Íslandsbanki séu í meirihlutaeigu erlendra kröfuhafa, sem enginn reyndar virðist vita hverjir eru, þá er það nú svo að íslenska ríkið á yfir 10% hlut í báðum bönkunum.  Hlutur ríkisins í bönkunum tveimur, tryggir ríkinu fulltrúa í bankaráðum bankanna.

 Það er í sjálfu sér engin frétt að Jóhönnu, líkt og meirihluta þjóðarinnar,  bjóði við launastefnu bankanna. Stóra fréttin hlýtur að vera sú, að stjórnvöld virðast ekkert ætla að gera til þess að komast að því, hver afstaða fulltrúa ríkisins í bankaráðunum er, til launamála bankastjórana og eflaust fleiri stjórnenda bankanna.   Fylgja fulltrúar ríkisins stefnu stjórnvalda í þessum málum?  Greiddu þeir atkvæði gegn þessum hækkunum?  Sé svarið við þessum tveimur spurningum ,,nei", til hvaða aðgerða ætla þá stjórnvöld að grípa?

 Í umræðunni eftir hrun, er oftar en einu sinni talað um að ,,læra af sögunn".  Hvað segir sagan okkur um launastefnu bankanna, árin fyrir hrun?  Einn kafli þeirrar sögu, segir okkur frá því, að á árunum fyrir hrun varð launaskrið í bönkunum, líkt og virðist vera í gangi nú.  Það launaskrið, leiddi svo m.a. það af sér, að bankarnir nörruðu til sín hæfasta fólkið úr þeim stofnunum er gæta áttu þess að bankarnir héldu sér innan raunhæfra og löglegra marka.   

 Afleiðing þeirrar þróunnar, ásamt öðrum þáttum sem að lesa má um Rannsóknarskýrslu Alþingis, leiddi svo til þess hruns bankanna og efnahags þjóðarinnar,  haustið 2008.


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1626

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband