Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegar batafréttir af lánasafni Íslandsbanka........ og kannski fleiri banka?

Eftir að rúmlega 8.000 manna mótmæli á Austurvelli í októberbyrjun síðastliðið haust, vakti velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur af værum blundi, hófust hér miklar leik og flugeldasýningar, sem flestar ef ekki allar höfðu yfirskriftina:,,Víðtækt samráð við lausn á skuldavanda heimilana".   Var boðað til hvers fundarins á fætur öðrum með, bönkum, lífeyrissjóðum, Hagsmunasamtökum heimilana, stjórnarandstöðunni og fleirum.  Einnig var teymi reiknimeistara ríkisstjórnarinnar komið á laggirnar og sat það teymi við útreikninga, vel á annan mánuð, ef rétt er munað.

 Að þessum uppákomum öllum loknum var svo boðað til lokasýningar í nóvemberlok eða desemberbyrjun, þar sem ný úrræði ríkisstjórnar og fjármálastofnana til lausnar skuldavanda heimilana voru kynnt.  

 Þar tóku bankarnir allir, þar með talinn Íslandsbanki, skýrt fram að allt rými til afskrifta væri fullnýtt og lítið væri frekar að sækja til bankanna.

 Í ljósi þess að nú berast þær fréttir af því að helming hagnaðar Íslandsbanka, megi rekja til endurmats á afslætti þeim er bankinn fékk við endurreisn bankanna, sumarið 2009, hljóta tvær spurningar, hið minnsta að vakna: ,, Hvað var til þess að lánasafn Íslandsbanka batnaði svona gríðarlega á ekki lengri tíma en á þremur til fjórum mánuðum?  Er við því að búast að lánasöfn hinna bankanna tveggja, hafi hlotið jafnskjótan ofurbata og lánasafn Íslandsbanka?"


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Búast við að sama eigi við um Arion. Annað mál með Landsbankann, sem er að renna saman við aðra baneitraða fjármálastofnun: SpKef. Í NBI er líka 300 milljarða skuldabréf við skilanefnd gamla bankans, sem er beintengt við endurheimtuvirði stórs hluta lánasafnsins sem nýji bankinn yfirtók. Bættar heimtur skila sér því líklega ekki í hagnaði þessa eina ríkisbanka, heldur ganga að stóru leyti upp í IceSave kröfuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband