Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem garga hvað hæst nú, þögðu þá...

Tveimur til þremur vikum áður en Hæstiréttur kvað upp sinn úrskurð vegna stjórnlagaþingskosningana, sendi rétturinn út bréf til allra þeirra er málið varða.  Á lista viðtakanda voru þeir 25 sem náðu kjöri í þeirri kosningu sem var svo úrskurðuð ógild.  Einnig má fastlega búast við því að stjórnvöldum, Innanríkisráðuneytinu í það minnsta og þeim sem kærðu kosningarnar hafi fengið þetta bréf.

 Í bréfi þessu stóð, hverjir myndu úrskurða í málinu og var öllum hlutaðeigandi boðið að gera athugasemdir, töldu þeir einhvern vafa leika á hæfi þeirra dómara, er úrskurða skildu í málinu. Engin athugasemd barst. Sem sagt, að mati allra þeirra er málið varðaði, þá voru allir þeir sex er úrskurðuðu í málinu, hæfir allir sem einn í janúarbyrjun.

 Hins vegar ber svo við, nú viku eftir úrskurð Hæstaréttar, að varla eru þögnuð þau hróp sumra þeirra er kosningu hlutu á stjórnlagaþingið, eða þeirra fulltrúa stjórnvalda er tjáð sig hafa um málið, um vanhæfi dómarana.

 Af því tilefni, hlýtur að mega spyrja: ,,Hvað gerðist þessar tvær til þrjár vikur sem olli meintu óhæfi þessara dómenda?"
  Varð einn þeirra ættleiddur og varð með því bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur?
Varð einn þeirra á þessum tíma vinur Davíðs Oddssonar?
 Varð einn þeirra á þessum tíma ráðuneytistjori í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu?

 Auðvitað er sama svarið við öllum þessum spurningum, það sama.  ,,NEI".

 En það hlýtur samt að vekja upp þá sanngjörnu spurningu, hvort þeir sem gagnrýnt hafa skipun Hæstaréttar, þrátt fyrir að hafa fyrirfram getað gert athugasemdir við hana, valdi nokkuð því verkefni að skrifa nýja stjórnarskrá og/eða að leggja línurnar um það, hvernig það verkefni skuli fara fram?


mbl.is Enginn veit um áhrif ágalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þeir sem kjósa skal á stjórnlaga fá upp í hendurnar beinagrind að stjórnarskrá og þurfa að fylla í eyðurnar. Það var búið að lofa Evrópusambandinu því að stjórnlagaþingið og Alþingi mundu meðal annars setja ákvæði inn í stjórnarskrána sem heimiluðu almennt fullveldisafsal til alþjóðlegra stofnana. Hlutverkið er svofellt:

 3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Flosi Kristjánsson, 1.2.2011 kl. 22:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2011 kl. 00:06

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Já, Flosi, þetta var svívirðilegt agenda frá Jóhönnuliðinu.

Svo létu sumir ESB-snatar kjósa sig án þess að minnast á það einu orði í kynningu sinni í kosningabaráttunni, að þeir þrá einmitt þetta: að æðsta löggjafarvaldi og fleiri fullveldisréttindum verði afsalað til ESB-báknsins!

Kristinn Karl, frábær ertu sem oftar.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 2.2.2011 kl. 10:02

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpps. Þarna var ég rangt innskráður; bið þig að taka það út, Kristinn Karl, en svo er það hér aftur:

Já, Flosi, þetta var svívirðilegt agenda frá Jóhönnuliðinu.

Svo létu sumir ESB-snatar kjósa sig án þess að minnast á það einu orði í kynningu sinni í kosningabaráttunni, að þeir þrá einmitt þetta: að æðsta löggjafarvaldi og fleiri fullveldisréttindum verði afsalað til ESB-báknsins!

Kristinn Karl, frábær ertu sem oftar.

Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 10:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er stór spurning og raunar áhyggjuefni, hvort fólk sem ekki ber meiri virðingu fyrir dómstólum landsins, ekki síst Hæstarétti, sé fært um að endurskoða stjórnarskrána, sem einmitt á að treysta stöðu þessara sömu dómstóla.

Liður nr. 7. í athugasemd Flosa segir raunar allt sem segja þarf um tilgang þessa Stjórnlagaþings.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2011 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband