Leita í fréttum mbl.is

Þegar öllu er á botninn hvolft......

  Þá tryggir sú staðreynd, að Ísland er fullvalda þjóð, eign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.  Það er svo hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma, að setja þau lög er gilda um afnotarétt auðlindinni. 

 Í kjölfar svartrar skýrslu um yfirvofandi hrun fiskistofnana, var í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, undir forsæti Steingríms Hermannssonar, sett lög um stjórn fiskveiða (kvótakerfið).  Á örfáum árum, þrátt fyrir kvótakerfið og verndarstefnu Hafró, þá drógust aflaheimildir það mikið saman, að allar þær útgerðir, er kvóta fengu úthlutað í upphafi, gátu ekki lengur rekið sig með minnkandi aflaheimildum, ár eftir ár.

 Þegar hér var komið við sögu, þá var hér við völd ríkisstjórn, Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Borgaraflokks.  Lagði sú stjórn fram frumvarp er varð að lögum árið 1990, um framsal aflaheimilda milli útgerða, svo þær útgerðir sem engan grundvöll höfðu lengur vegna aflasamdráttar, gætu ,,selt" sig út úr greininni.  Einnig gátu þá þær útgerðir er enn höfðu rekstrargrundvöll, losað sig við aflaheimildir í þeim tegundum, sem verr félliu að rekstri sínum, í skiptum fyrir þær tegundir sem hentuðu rekstrinum betur.

 Kannski eru núverandi stjórnvöld, Mistakastjórnin, í þeim sporum að þurfa að breyta lögum um stjórn fiskveiða.  Hins vegar benda orð Björns Vals ekki til þess, að það takist, svo sátt verði um í landinu, frekar en flest annað sem að þessi stjórn hefur reynt að hrinda í framkvæmd, vegna þeirra elda er loga á milli og innan stjórnarflokkana. 

 Þó svo að LÍÚ sé kannski lítill hluti af SA og sjómannafélögin eflaust lítill hluti af ASÍ, þá er afkoma félagsmanna, bæði ASÍ og SA víðsvegar um landið háð því, að sjávarútvegurinn gangi sem best hringinn í kringum landið.  Það er því með ólíkindum að að ASÍ skuli standa í ,,garginu með Samfó, um gíslatöku SA á kjaraviðræðum.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband