Leita í fréttum mbl.is

Lee Buchheit á villigötum.

Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar sagði meðal annars í Kastljósinu í kvöld að það hafi ekki verið markmiðið, að ná efnislega betri samningi, heldur lækka upphæðina.  Nú er það svo, að upphæðin sem slík, var ekki deilumálið hérlendis, varðandi fyrri samninga, heldur ólögvarin greiðsluskylda íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.

Það hentar hins vegar ekki pólitískum hagsmunum stjórnvalda, að hafna greiðsluskyldunni alfarið vegna ESB-drauma Samfylkingar.

Lee Buchheit sagði einnig að nóg ætti að vera að Alþingi samþykkti ,,nýjan" samning, þar sem hann væri svo mikið betri en sá, sem forsetinn synaði og fór í þjóðaratkvæði.  Vel má verða að samingur þessi, sé að einhverju leiti betri en sá gamli.  En þessi samningur tekur samt ekki á þeim þáttum sem þjóðin kaus gegn, ólögvarinni greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.  

 Á meðan greiðsluskyldan stendur óbreytt, þá er ekki annað í boði en að þjóðin greiði atkvæði um samninginn. Það var þjóðin sem vildi ekki sjá þessa greiðsluskyldu, þó svo að Alþingi hefði samþykkt hana.

 Sér Bessastaðabóndinn enn, gjá milli þings og þjóðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þjóðin yrði spurð myndi niðurstaðan vera sú að sleppa við skuldina.  Ég ég væri spurður hvort ég vildi greiða skatta myndi ég kjósa að gera það ekki.  Mín spurning er þessi; ef þjóðin myndi neita að greiða skuldina ... hvert er þá næsta skrefið?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sori borgunarsinna kemur víða niður.

Aumkum bretavinnumenn, þeir seldu þjóð sína fyrir 3 silfurpeninga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband