Leita í fréttum mbl.is

Eitt og annað um Steingrím, Icesave og landsdóm.

Allar götur síðan að Steingrímur J. fór að leita allra leiða til þess að troða Icesaveklafanum á þjóð sína, þá hefur hann staglast á því að hann beri ábyrgð og ætli að axla hana.  Hann sagðist bera ábyrgð á þeim samningi er Félagi Svavar hespaði af, því hann nennti ekki að hafa hann hangandi yfir sér.  Það var á ábyrgð Steingríms, að lög um ríkisábyrgð, vegna Icesavesamnings no. 1 voru lögð fram.  Í það skiptið var gerð tilraun til þess, að fá ríkisábyrgðina í gegn, án þess að þingheimur fengi að sjá, þann samning, er ríkisábyrgðin vegna.  Var borið heiti um trúnað við viðsemjendurna, þegar spurt var, af hverju fólk fengi ekki að sjá samninginn.  Samningurinn fékkst þó birtur á endanum, eftir mikið stapp og læti.  Ég persónulega, hefði ég sett nafn mitt við þá samningshörmung sem Svavarssamingurinn var, þá hefði ég líka reynt að halda því leyndu sem lengst, því slíkur var afleikur Svavarsnefndarinnar er Steingrímur bar ábyrgð á, að líklega hefði ómálga barn gert betri samning, með bundið fyrir augun.

 Frumvarpið vegna Svararssamningsins, fór svo sína leið í þinginu, með öllum þeim fyrirvörum er við þá voru settir.  Bretar og Hollendingar, höfnuðu hins vegar fyrirvörunum og var þá sest að samningaborðinu aftur.  Nú var Indriði H. Þorláksson, formaður samningsnefndar og enn bar Steingrímur ábyrgð og sagðist axla.  Þó svo að Indriðasamningurinn hafi verið lítt skárri en Svavarssamningurinn, þá bar og axlaði Steingrímur enn ábyrgð.  Fannst Steingrími sá samningur meira að segja svo góður, að hann lofaði, eða hótaði því að hætta, ef hægt yrði gera betri samning, en þá lá fyrir. 

Þeir samningar voru svo samþykktir í þinginu 30. des 2009 og forsetinn synjaði lögum nr. 1/2010, er vörðuðu þann samning. Þjóðin hafnaði svo lögunum og samingnum í þjóðaratkvæði 6. mars 2010.   En í atkvæðagreiðslunni 30. des. gerði Steingrímur grein fyrir atkvæði sínu á þennan hátt:

,,Ég greiði þessu frumvarpi atkvæði og ég mæli með því að það verði samþykkt vegna þess að það er bjargföst sannfæring mín að það sé betri kostur fyrir Ísland og það firri meira tjóni en að gera það ekki. Í krafti þessarar sannfæringar minnar greiði ég atkvæði með góðri samvisku þótt ég viðurkenni um leið að því fylgir þung ábyrgð. Undan þeirri ábyrgð víkst ég ekki. Ég hef ekki eytt tæpum 27 árum ævi minnar hér til að víkjast undan ábyrgð eða flýja það (Gripið fram í: Snýst ekki um þig.) að taka erfiðar ákvarðanir þegar þær eru óumflýjanlegar. Ég hef engan mann beðið og mun engan mann biðja að taka neitt af mínum herðum í þessum efnum. Ég trúi því (Gripið fram í.) að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt, að endurreisn Íslands, sjálfstæðs og velmegandi í samfélagi þjóðanna, muni verða sönnunin. Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að svo verði (Forseti hringir.) meðan lífsandinn höktir í nösum mér og ég má vinna Íslandi nokkurt gagn. [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.)"

 Lárus Blöndal samninganefndarmaður í síðustu Icesavenefnd, nú undir forystu Lee Buchheit, sagði svo í viðtali í gær, að sá samningur sem þá hafði verið nýlokið við, hefði í rauninni nánast verið klár í fyrir ca. þremur mánuðum, eða í september sl. Það hafi bara verið eftir að hnýta örfáa lausa enda.  Það er því alveg ljóst, að Steingrímur sá, sem ber og axlar ábyrgð á öllu heila klabbinu, vissi nákvæmlega hver staðan var í málinu þá.  Hins vegar sagði Lárus að því hefði verið frestað að klára samninginn í september, vegna ólgu í þjóðfélaginu. Landsdómur og aðgerðaleysi stjórnvalda vegna skuldavanda heimilana. 

 Þegar Alþingi hafði nýlokið við að samþykkja að ákæra Geir H. Haarde fyrrv. forsætisráðherra fyrir landsdómi, sagði Steingrímur að sér hafi ekki fundist þessi ,,skylda" sín ljúf að ákæra Geir, enda væru það aðrir í hans huga sem ættu heima fyrir landsdómi.  Síðustu þrjá mánuði hefur fólk haldið að hann hafi átt við þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.   En það skildi þó ekki vera, að með hliðsjón af því sem hann vissi þá um væntanlega lendingu í Icesavemálinu, að Steingrímur hafi átt við sig sjálfan og sína dyggustu þjóna í Bretavinnunni, þegar hann sagði að réttara hefði verið að ákæra aðra, en Geir.


mbl.is „Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband