Leita í fréttum mbl.is

Eru Vinstri grænir viljandi að misskilja þau mismunandi ferli, er leiða til inngöngu í ESB?

Í ályktun flokksráðsfundar Vg., segir meðal annars:

,,Segir í ályktuninni að flokksráð ítreki einnig mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú standi yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar."

Nú er það svo, ef að Vinstri grænir hafa ekki fattað það, að svokölluðu umsóknarferli er lokið. Því lauk er framkvæmdastjórn ESB og ráðherraráð, samþykkti umsóknina og lagði íslenskum stjórnvöldum línurnar, varðandi breytingar á stjórnsýslu og á þeim lögum, er breyta þarf, svo samningar um inngöngu og síðar innganga sé möguleg.

Núna er í gangi svokallaða aðlögunarferli, þar sem íslenskum stjórnvöldum ber að aðlaga íslenska stjórnsýslu að ESB-stjórnsýslunni og íslensk lög, að lögum ESB. Siðan eru gerð samningsdrög um hvern kafla ESB-regluverksins, uns allir kaflarnir hafa verið kláraðir.  Að því loknu verður þessu öllu sama dengt í aðildarsamning. Aðildarsamning sem Alþingi mun hafa lokaorð um, með samþykkt eða synjun á stjórnarfrumvarpi, um samninginn, að undangengnu ráðgefandi þjóðaratkvæði, sem er í raun ekkert annað en fokdýr skoðannakönnun ( 200-250 milljónir), með ca. 200.000 manna úrtaki.

Menn geta svo ímyndað sér líkurnar á því að stjórnarþingmenn úr röðum Vinstri grænna, felli stjórnarfrumvarp um aðildarsamninginn.

Ætli hins vegar Vinstri grænir að vera sjálfum sér samkvæmir og fylgja eigin ályktum, þá ber þeim að krefjast þess, að ferlinu verði slegið á frest á meðan kröfur ESB um stjórnsýslubreytingar og lagabreytingar eru kynntar þjóðinni og þjóðin fær að því loknu að kjósa um í bindandi þjóðaratkvæði, hvort áfram skuli haldið, eða hætt við.

  Allur annar málflutningur Vinstri grænna eða gjörðir,eru ekkert annað en svik forystu flokksins við meginþorra flokksmanna og kjósendur flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband