Leita í fréttum mbl.is

Órólega deild Vinstri grænna og atkvæðagreiðslur á Alþingi.

Eins og alþjóð ætti að vera orðið ljóst, þá er stærstur hluti almennra flokksmanna Vg. lítið sáttur við þá stefnu er forysta flokksins praktiserar í ríkisstjórn og á Alþingi.  Málsvarar þessa óánæguhóps, ganga undir nafninu ,,Órólega deild Vg.".

Í hvert skipti sem að upp koma mál, er grasrót flokksins mislíkar, eða er hreinlega á móti, þá er órólegu deildinni sleppt lausri og hún fær að þruma yfir landi óg þjóð, sínum skoðunum í undanfara þess sem þessi umdeildu mál, koma til afgreiðslu Alþingis.

 Í atkvæðagreiðslunni sjálfri, er svo gætt þess, að halda grasrótinni góðri, með því að ,,leyfa" ákveðnum hluta órólegu deildarinnar, að greiða atkvæði, gegn stefnu forystu flokksins.  Hins vegar er gætt að því að ekki séu á þingi, það margir úr órólegu deildinni, þegar atkvæðagreiðslan fer fram.  Hafa menn t.d. farið í frí til skrifborðstiltektar, til þess að þurfa ekki að greiða atkvæði gegn forystu flokksins og fella þar með þau mál sem ríkisstjórnin leggur fyrir þingið.

 Lúmskasta trixið var þó líklega þegar greidd voru atkvæði um Icesave 2, lögin sem forsetinn synjaði síðan staðfestingar.  Þá var staðan sú, að hefðu þeir meðlimir órólegu deildarinnar, er staddir voru í þingsalnum, greitt atkvæði eins og þeir vildu helst, þá hefðu þeir fellt frumvarpið. Enda hefðu þá 33 af 63 þingmönnum verið á móti frumvarpinu.

 Það sem að varð órólegu deildinni og í raun ríkisstjórninni til ,,bjargar" var tillaga stjórnarandstöðunnar, um að Icesavelögin færu í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Vegna þeirrar tillögu, gátu tveir meðlimir órólegu deildarinnar, greitt atkvæði, gegn sinni samvisku, með samningunum með þeirri réttlætingu að þeir ætluðu að greiða með þjóðaratkvæðinu. Hinir tveir af þeim fjórum meðlimum órólegu deildarinnar, greiddu hins vegar atkvæði gegn samningunum og þjóðaratkvæðinu.  Þar með var það tryggt að Icesavesamningurinn var samþykktur með 32 atkvæðum gegn 31, en þjóðaratkvæðið fellt með 31 atkvæði gegn 32.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband