Leita í fréttum mbl.is

Er ráðuneytið hæft til endurskoðunnar á eigin klúðri?

Mál þetta sem um ræðir, varð til vegna ónógrar vinnu Félagsmálaráðuneytis vegna þess frumvarps sem ráðuneytið ætlar núna sjálft að endurskoða.  Furmvarpið er svo í röð ótal handahófs og fálmkenndra viðbragða stjórnvalda, til að taka á þeim vanda sem að hér ríkir.  Fumið og fátið við flestar þessar lagasetningar er hvílíkt, að þinginu gefst vart tími til að fjalla um þau mál sem frá ríkisstjórninni koma, heldur eru þessi mál keyrð í gegn af offorsi, með von um að fyrir allan vafa hafi verið girt.  Án þess þó að kanna það á einn eða annan hátt.

Fjármálastofnanir hafa eflaust séð þessa glufu, eða öllu heldur þá alvarlegu handvömm sem á þessum lögum er.  Þeim er í sjálfu sér slétt sama, þó þau felli niður skuldir skuldara, sem hafa ábyrgðarmenn á sínum lánum, því veðin á bak við ábyrgðinar bæti þeim hugsanlegt tap.

Athyglisverðust eru þó kannski orð ráðherrans, að ef lögin verði gerð afturvirk, þá verði að greiða bætur fyrir þann veðrétt sem tapast.  Kemur ráðherranum ekki til hugar að greiða þeim bætur, sem ábyrgðust öll þessi lán, á allt öðrum forsendum sem nú eru ekki.  Forsendur sem að voru, við lántöku, engan vegin fyrirséðar?    Er það kannski ekki stíll stjórnvalda, að heiðarlegu fólki sé bættur skaðinn af klúðurslegum vinnubrögðum stjórnvalda?   

Ef að einhver á að endurskoða þessi lög, þá er það hæpið að það sé gert í því ráðuneyti, er handvömmina á, og í raun af  sömu starfsmönum og hana hönnuðu.


mbl.is Ráðherra endurskoðar lög um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband