Leita í fréttum mbl.is

Bjarnargreiðar Norrænu velferðarstjórnarinnar við skuldug fyrirtæki og heimili.

Ef að ég man rétt, þá er uppboðsfrestunarúrræðið, sem nú er að renna út, frá tíma ríkisstjórnar Geirs Haarde, eða þá eitt af fyrstu verkum minnihlutastjórnar Vg og Samfylkingar, veturinn 2009.  Var fresturinn hugsaður, sem tímabundið ástand á meðan ráðin yrði bót á vanda skuldsettra heimila.  

Stærstur hluti heimila og reyndar fyrirtækja líka, tóku sín lán í allt öðru árferði en nú er.  Flest fyrirtækjana standa undir, þeim skuldbindingum sem gert var ráð fyrir að yrðu á láninu á lanstímanum.  Svo kom bankahrun og stjórnvöld og fjármálafyrirtæki hrópa í kór, að þessi fyrirtæki séu illa rekin því þau stóðu ekki af sér bankahrunið.  Svipaða sögu má segja af flestum þeirra fjölskyldna sem að farnar eru að telja dagana sem þær eiga eftir að dvelja í því húsnæði sem þær hafa velflestar eytt ævisparnði sínum, blóð, svita og tárum í að eignast.

 Á þessu rúmlega einu og hálfu ári sem liðið er síðan, hafa stjórnvöld, nánast staðið stjörf gagnvart vandanum og ekkert aðhafst, nema skellt einhverjum smáplástrum á svöðusárin og stundað aðrar smáskammtalækningar.  Jafnframt hefur þjóðinni verið tilkynnt það, við hverja aðgerð stjórnvalda, að í pípunum sé allsherjarlausn og í raun verði henni varpað fram á næstu dögum.  

 Fréttir og umfjöllun Kastljósins undanfarna daga hafa svo bent klárlega á þá miklu handvömm og gagnleysi þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar, gagnvart heimilum í vanda.  

 Í umfjöllun Kastljóssins um vanda Magnúsar Magnússonar kvikmyndagerðarmann, kom fram að "snilldin" við að bjóða þeim sem missa húsnæði sitt á uppboði að leigja sama húsnæði í allt að eitt ár, var í rauninni ekki hönnuð til að koma til móts við þann sem húsnæðið missir, heldur þann sem húsnæðið kaupir á uppboði.  Að miða leiguna við fasteignamat í stað, greiðslugetu þess sem missir húsnæðið, er gersamlega út í hött og stjórnvöldum til háborinnar skammar.  Sú aðferð þýðir að við hverjar 10 milljónir, sem eignin er metin samkvæmt fasteignamati skuli greidd leiga að upphæð ca. 45.000 kr.  Það skýrir líklega, hvers vegna einungis 47 fjölskyldur af einhverjum hundruðum, hafi séð þann kost vænstan að taka leiguboðinu.

 Fréttir af nýgengnum dómi þar sem fjármálafyritæki var heimilt að ganga að eigum ábyrgðarmanns, aðila er hafði gert greiðsluaðlöðunarsamning við fjármálafyrirtækið.  Það þýðir í rauninni það, að fjármálafyrirtæki er ekki að ákveða að ganga til samninga við fólk um greiðsluaðlöðun, eða niðurfellingar skulda, heldur eru fjármálafyrirtæki í raun, að flytja greiðslubyrði þess er fékk hana minnkaða, yfir á þann sem gerðist ábyrgðarmaður lánsins.  Það skýrir kannski afhverju fjármálafyrirtækin, voru nánast þögul á meðan þessi lagasetning gekk í gegn. 

 Yfirvofandi lagasetning sem að Árni Páll boðaði í kjölfar dóms Hæstaréttar um daginn í kjölfar gengislánadómsins, verður svo til þess að saga konunnar í Kastljósi gærkvöldsins, verður saga hundruða ef ekki þúsunda fyrirtækja.

 Talað er um að hveitbrauðsdagar, borgarstjórnarmeirihluta, Besta flokks og Samfylkingar, hafi verið 100 og þeim lokið um daginn.  Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ætlaði sér ekki mikið fleiri hveitibrauðsdaga, en borgarstjórnarmeirihlutinn fékk.  Ef mig misminnir ekki þá hóf Norræna velferðarstjórnin störf með því að henda fram 100 daga áætlun, eða svo til lausnar þeim vandamálum sem  getið er, hér að ofan.


mbl.is Fjöldi heimila á uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki má heldur gleima því að Árni Páll sagði að frumvarpið hefði verið lagt fram jafnvel þó hæstiréttur hefði dæmt lánþegum í hag!

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Óskiljanlegt hvernig þessar fjármálastofnanir sem allar eru eða voru tæknilega gjaldþrota geta sagst eiga allan rétt og heimili og fyrirtæki hafi verið illa rekin. Það hlýtur að verða að finna eitthvað jafnvægi þannig að fjármagnseigendur njóti alltaf alls vafa og engra áhættu. Það má ekki vera þannig kerfi að það borgi sig fyrir stofnanirnar að setja fólk á hausinn því hægt er að elta það í tugi ára og selja húsnæðið seinna í betra árferði fyrir margfalt það sem það fór á uppboði. Breyta lögum þannig að einungis veðsett eign er að veði takk.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.9.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

"Það hlýtur  að verða að finna eitthvað jafnvægi þannig að fjármagnseigendur njóti ekki alltaf alls vafa og engrar áhættu..." átti þetta að vera.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.9.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já Gunnar og eins og Agnes, viðmælandi Kastljóssins í gær, talaði um, þá benda líkur til þess að hennar lán sé ekki löglegt, samkvæmt dómi Hæstaréttar, eða sé tekin hliðsjón af þeim dómi.  Eins eru þessi gölluðu, eða gangslausu lög, er ég tek dæmi af, unnin í Félagsmálaráðuneytinu, þegar Árni Páll stóð vaktina þar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Adda. Varðandi mál Magnúsar og eflaust fleiri, þá þarf aðgerðin að miðast við þarfir og getu þeirra sem aðgerðin á að gagnast.

 Hvað varðar ábyrgðarmenn lántaka í greiðsluaðlöðun eða afskriftum skulda, þarf eflaust að fara í stórtækari aðgerðir.  Á meðan eignarréttur veðsins er stjórnarskrárbundinn, þá flækir það málið.  Fullreynt er að höfða til siðferðis fjármálafyrirtækja, þar virðist sama siðblindan, ríkja enn og var fyrir hrun.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband