Leita í fréttum mbl.is

Útkall í Bretavinnunni.

Núna eru "Bretavinnu-spunaliðar" byrjaðir að spinna á fullu.  Tala um þá "tálsýn" sem meintur "sigur" vegna synjunar forsetans var.

Þessir spunaliðar og stuðningslið þeirrar landráðaklíku, er myndar "Bretavinnugengið", láta það hins vegar alveg ógert, að minnast á það, að þegar "byr kom í seglin", þá rifu stjórnvöld þau niður, hið snarasta.  

 Fyrstu viðbrögð "verkstjórana" í Bretavinnunni ( Jóhönnu og Steingríms) í kjölfar synjunar forseta á Icesave, var að lýsa yfir á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu, fyrir blaðamönnum, íslenskum jafnt sem erlendum, að hér væri yfirvofandi þjóðargjaldþrot og heimsendir, ef að þjóðin sameinaðist ekki á bak við landráðin.  

 Síðan var allsherjarútkall í Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar, en sú lúðrasveit, er undirdeild í áróðursdeild "Bretavinnunnar".  Skömmu síðar var svo útkall í Háskólaarmi Bretavinnunnar þar sem fræðimenn óhikað, gengisfelldu eigin fræðigrein og menntastofnanir í nafni Bretavinnunnar.  Urðu þar til frasar líkt og "Kúba norðursins" og var þá átt við að synjun þjóðarinnar á Icesaveklafanum, myndi setja íslensku þjóðina og efnahag í sömu deild og Kúba er í.

 Lágkúran í baráttu Bretavinnuflokksins, voru svo níðskrif Hrannars B. Arnarsonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, í garð Evu Jolie. En Evu hafði "orðið" það á að skrifa greinar í erlend blöð, Íslendingum til stuðnings í Icesavedeilunni.

 Bretavinnuflokkurinn kallaði svo , nauðbeygður stjórnarandstöðuna að samningsborðinu.  Voru þá uppi fögur fyrirheit um samstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu gegn ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga.  Sú samvinna og samstaða, varð hins vegar skammlíf.  Bretavinnuflokkurinn, kastaði sér auðmjúkur í fang Breta og Hollendinga, í kjölfar þess að nýlenduveldin gömlu, höfnuðu nýju tilboði Íslendinga í deilunni og endurtóku fyrri kröfur, nú með málamyndaafslætti.

 Í kjölfar þessa viðsnúnings Bretavinnuflokksins, tók forsætisráðherra þjóðarinnar upp á því að uppnefna stjórnarskrárbundinn rétt þjóðarinnar, sem er að þjóðin fái að taka afstöðu til þeirra mála er forsetinn vísar til hennar, með synjun á lögum, er samþykkt eru á Alþingi.   Lagðist forsætisráðherra, jafnvel í lægri lægðir, er nokkrum manni hafði tekist fyrr og kallaði þennan stjórnarskrárbundna rétt þjóðarinnar, "marklausan skrípaleik". 

 Rúmur helmingur þjóðarinnar ákvað hins vegar, að sinna ekki boðum forsætisráðherra, um heimasetu á kjördag og var Icesaveklafanum hafnað með 93% greiddra atkvæða.  Enda íslensku þjóðinni ekki það tamt að hlýða boðum málsvara erlendra ríkja.

 Staðan hefur ekkert breyst, hvað varðar umboð Bretavinnuflokksins, til lausnar deilunni.  Þjóðin vil ekki þessa pólitísku lausn, sem Bretavinnuflokkurinn vinnur að.  Pólitísk lausn er þjónar pólitískum hagsmunum ESB-vegferðar Samfylkingar, með dyggum stuðningi "hækjunar", sem í daglegu tali er kölluð Vinstri grænir.

  Þjóðin vill réttláta og sanngjarna lausn Icesavedeilunnar, ekki uppgjöf og undirlægjuhátt stjórnvalda og þeirra sem meldað sig hafa í Bretavinnuna.  Náist slík lausn ekki með samningum, eins og reyndar ætla má að fullreynt sé, þá er þjóðin þess albúin að taka afleiðingum þess að fara dómstólaleiðina, þó svo að sú leið komi í veg fyrir óumbeðið aðildarferli og innlimum í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona þarf að taka til máls- á skiljanlegri íslensku.

Mig er sjálfan farið að bresta orð til að lýsa andstyggð minni á vinnu Steingríms J. Sigfússonar í þessu máli og þeim viðbrögðum sem hann leyfði sér.

Þáttur Hrannars B. sá sem þú bendir á er snautlegur að ekki sé meira gert úr því, enda er mannbjálfinn ekki sá bógur að á hann sé miklu púðri eyðandi.

En ég man viðhorf fleiri manna en hans í garð Evu Joly og þau voru af öðrum toga og komu ekki frá þessu svokallaða vinsti í pólitíkinn.

Þau tengdust greinilega einhverjum ótta við að henni tækist að upplýsa eitthvað sem kyrrt átti að liggja.

Ég trúi því andsk. ekki að hér á Íslandi sé hvergi að finna fólk sem treystandi er fyrir stjórnsýslunni.

Við áttum þess konar fólk og varla hefur pólitísk úrkynjun orðið alger á þriðjungi aldar eða svo.

Árni Gunnarsson, 22.8.2010 kl. 06:41

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Takk fyrir innlitið Árni og skrif þín.  Hrannar skrifaði sín níð, sem aðstoðarmaður forsætisráðherra.  Þessi skrif hefðu aldrei birst nema með vilja og/eða vitundar forsætisráðherra.  Hafi svo ekki verið, þá væri forsætisráðherra með annan aðstoðarmann í dag og þá vonandi einhvern, sem hefur ekki "fetish" fyrir því að troða Hrafnseyri inn í Dýrafjörð. 

 Vissulega hafa margir aðrir hugsað Evu, þegjandi þörfina.   Samt standa þó þessi skrif Hrannars upp úr þeirri illgresisflóru, ásamt ritstjórnargrein í Fréttablaði Jóns Ásgeirs, eftir Jón Kaldal fyrrv. ritstjóra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.8.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta eru einhver mestu þvæluskrif sem fyrirfinnast á ísl. nú um stundir og jú jú, væri réttlætanlegt að veitia þeim einhver vitleysisverðlaun sem slíkum.  Það má alveg ræða það.

Svo er moggi að flagga svona þvaðursþvælu!  Haha.  Ekki hægt annað en brosa í aðra röndina yfir þjóðernisofstæki og hálfvitagangi sumra íslendinga.

Ps. það hefur allta legið fyrir að fíflagangur ykkar landsskaðamanna munduað sjálfsögðu skaða land og þjóð.  Segir sig sjálft og nafnið bendir nú til þess.  Skaðinn sem þið hafið valdið mun leggjast af fullum þunga á herðar almennings og framtíðarkynslóða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef þú getur bent mér á eitthvað í þessu bloggi Ómar, sem ekki gerðist, þá yrði ég þér ævinlega þakklátur.

 Annars kærar kveðjur til þín og þinna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.8.2010 kl. 13:38

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Kristin Karl ágæta samantekt og kannski verður VG = Vinstri Grænir, að VGBV = Vinstri Grænir Breta Vinnir.   En svo er það spurningin hversu þetta Græningja nafn er þeim heilagt og ekki er að sjá að Vinstri sé þeim ofar í huga en stólsetan. 

Gefum okkur að svo sé sem hér er lagt út,  enda eingin goðgá að ætla, þar sem stefna þeirra liggur útflött undir hjólum SAMFÓ og þar liggur stefnuleysi þeirra líka smurt í götuna.   

Þá væri hægt að hjálpa þeim með aðeins styttri  skammstöfun = SLF = Stefnu Lausi Flokkurinn.  

En það gæti líka verið FGS = Flokkur Glataðrar Stefnu, og það líst mér vel að verði sett á skjöld til minningar um Fláræðis Gaspur Sauða.     

Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband