Leita í fréttum mbl.is

Spurningar, sem enginn spyr, þó svörin við þeim vanti.

Þrátt fyrir mikla umræðu um málefni Magma undanfarið, þá hefur engum fréttamanni dottið í hug að spyrja:  

  "Fyrst málið er ekki á forræði Iðnaðarraðuneytis, afhverju voru þá haldnir fundir þar og lög um erlenda fjárfestingu rædd þar?  Afhverju var fulltrúum Magma ekki vísað á Efnahags og viðskiptaráðuneytið, það ráðuneyti sem að málið heyrir undir?"

 Svo má spyrja í framhaldinu:  "Hafði Iðnaðarráðuneytið, samráð við það ráðuneyti, sem málið heyrir undir, áður en umræður í Iðnaðarráðuneytinu hófust um lög erlenda fjárfestingu?"

 Nú er það haft eftir Margréti Tryggvadóttur, þingmanni Hreyfingarinnar að aðili innan Efnahags og viðskiptaráðuneytisins, hafi tjáð henni að endurskoðun á lögum um erlenda fjárfestingu, hafi verið komin langt á veg, fyrir hrun.  Þá má spyrja:

 "Voru uppi einhverjar vísbendingar, þegar ákveðið var að endurskoða lögin, um það að eitthvað líkt "Magma-ævintýrinu", væri í uppsiglingu?"  Hvers vegna var þráðurinn ekki tekinn upp í endurskoðuninni, þegar að vera mátti ljóst, að Magma hyggðist fara þessa "krókaleið" að uppkaupum á HS-Orku? Þótti Iðnaðarráðuneytinu kannski enga ástæðu vera til þess að upplýsa Efnahags og viðskiptaráðherra, um þessa fundi með fulltrúum Magma, þó svo að ráðuneytið, væri í raun að "þjónusta" Magma-menn í málaflokki, sem heyrir undir Efnahags og viðskiptaráðherra?

 Nú hefur andstaða Vinstri grænna á þessum viðskiptum Magma hér á landi verið ljós.  Einnig hefur komið fram í fréttum að þingflokkur Vinstri grænna, hafi falið formanni flokksins, að taka málið upp í ríkisstjórn og beita sér fyrir því að lögum yrði breytt, þannig að þessi "smuga" sem Magma smeigði sér í gegnum yrði lokað.   Í ljósi þess, þá mætti spyrja að lokum:

 Var málið tekið upp í ríkisstjórn? Ef svarið er "já", hvað var ákveðið að gera, eða gera ekki? Hver voru svör Efnahags og viðskiptaráðherra, við þeirri áleitan Steingríms J. um að lögum um erlenda fjárfestingu yrði breytt? Fékk málið efnislega meðferð í ríkisstjórn og var andstað við þessar lagabreytingar? Ef uppi var andstaða, frá hverjum var hún? 


mbl.is Ekki boðlegir stjórnsýsluhættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Umræðan um sölu auðlindanna er makalaus en það er sorglegt að verða vitni að því að menn á borð við Egil Helgason skulu reyna að drepa á dreif umræðu um sölu á orkuauðlindum þjóðarinnar til skúffufyrirtækis, á þeim forsendum að umræðan fari fram á röngum tíma.

Sigurjón Þórðarson, 13.7.2010 kl. 11:20

2 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Þörf færsla hjá þé og mjög markviss - takk fyrir þetta.

Benedikta E, 13.7.2010 kl. 11:26

3 identicon

Góðar spurningar hjá þér, en ein spurning vaknar, hefur Umhverfisráðherra eitthvað með máliðað gera?

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1632

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband