Leita í fréttum mbl.is

Rannsaka þarf einkavæðingu bankanna, "hina nýrri" strax!!

Fyrir um það bil ári, bárust okkur landsmönnum fréttir af því, að lokið væri einkavæðingu tveggja banka af þremur, sem ríkið hefði tekið að sér í kjölfar bankahrunsins, hér á landi í okt 2008.  Þótti þessi einkavæðing hafa tekist með þvílíkum "bravör" , að hún hefði í rauninni kostað Ríkissjóð mun minna en áætlað var í upphafi og skipti sú upphæð mlljarðatugum.

 Samningar þessir fólu meðal annars í sér að lánasöfn föllnu bankanna, voru færð yfir í hina nýeinkuvæddu banka, með afslætti (afföllum).  Átti það við um, myntkörfulán, verðtryggð og óverðtryggð lán.  Voru myntkörfulánin, færð yfir þrátt fyrir að uppi væri mikill efi um lögmæti þeirra.  Efi sem að í raun hafði búið í Viðskiptaráðuneytinu frá árinu 2001, sé eitthvað að marka orð Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi Viðskiptaráðherra. Hvort sem að marka sé orð Valgerðar eða ekki, þá er það ljóst að sá efi sem hún lýsti, gufaði ekkert upp, þó að nokkur ráðherraskipti hafi verið í Viðskiptaráðuneytinu.  Einnig má benda á að Samtök fjármálastofnanna (lánveitendur), vildu í burt úr lögunum frá 2001, þau ákvæði, sem settu myntkörfulánin á grátt svæði, þar sem þau töldu þau ekki standast lög, þó svo að samtökin hafi þó síðar veitt þessi lán sem þau, efuðust um lögmæti á.

 Í kjölfar dóms Hæstaréttar, þar sem gengistrygging, tveggja myntkörfulánasamninga, var dæmt ólögleg, heyrðust þær raddir úr ranni stjórnvalda, að ef að það sama gilti um önnur myntkörfulán, þá gæti það kostað Ríkissjóð, allt að 200 milljarða króna.  Var einnig reynt að höfða til réttlætissjónarmiða, með því að segja, að þeir sem tekið hefðu myntkörfulánin, stæðu eftir dóminn mun betur, en þeir sem tóku verðtryggðu lánin og í því væri fólgið óréttlæti.  Hvert sem réttlætið eða óréttlætið, kann að vera, þá er það alveg ljóst, að myntkörfulánin, buðust öllum sem að þau vildu þiggja og gat fólk meira að segja tekið myntkörfulán, til uppgreiðslu eldri verðtryggðra lána.

 Í kjölfarið á öllu þessu, fóru að koma upp "kenningar" um það að stjórnvöld hefðu gert, "leynilegan" baksamning, vegna myntkörfulánana.  Samning sem í sér fól, að sama hver örlög myntkörfulánana, yrðu fyrir dómi, þá myndu íslensk stjórnvöld (ríkissjóður) taka á sig skellinn, ef einhver yrði.  Með öðrum orðum, hafa stjórnvöld með slíkum samningi, gefið óutfylltan víxil sem ríkisábyrgð vegna þessara myntkörfulána.  Samkvæmt lögum um Fjárreiður ríkisins, er óheimilt, með öllu, að veita ríkisábyrgð, án undangenginnar, efnislegrar umræðu Alþingis og samþykkis þess fyrir ábyrgðinni.  Gerð baksamninga á borð við þessa, sem getið er hér að ofan, brýtur líka í bága við 91. grein Hegningarlaga, en þar segir: " Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."

 Í ljósi þess að stjórnvöld gáfu út þá yfirlýsingu, eftir dóm Hæstaréttar að þau ætluðu ekkert að aðhafast vegna dómsins og að stjórnarflokkarnir stóðu í vegi fyrir því að frumvarp um flýtimeðferð Hæstaréttar á málum tengdum, yrði að lögum á síðasta degi þingsins, fyrir sumarleyfi, er ekki annað hægt að segja, að sú aðgerð, þegar föllnu bankarnir, voru einkavæddir að nýju, sé afar vafasöm, þó ekki sé dýpra í árina tekið.

 Á meðan stjórnvöld voru að "aðhafast ekkert", varðandi dóm Hæstaréttar og "leikritið", þar sem stjórnvöld vísuðu á fjármálafyrirtækin og svo öfugt, sátu fulltrúar stjórnvalda fundi með fulltrúum fjármálafyrirtækja.  Á þeim fundum, sé horft til tilmæla Seðlabankans og FME, vegna myntkörfulánana, var rætt um hvernig hægt væri að mæta ýtrustu kröfum fjármálafyrirtækjanna og þá um leið kröfuhöfum föllnu bankanna.

 Nýtilkomnar hótanir, kröfuhafa föllnu bankanna, um skaðabótamál gegn ríkinu (skattgreiðendum), vegna myntkörfulánana, gera ekkert annað en að ýta undir þann grun, að við einkavæðingu "hina nýrri" á föllnu bönkunum tveim, hafi stjórnvöld farið langt út fyrir lagalegt umboð sitt, til samnigsgerðar fyrir þjóðina og í raun brotið lög.  Rannsaka þarf því einkavæðingu bankanna "hina nýrri" strax!!! Meðfram þeirri rannsókn væri svo nauðsynlegt að rannsaka afdrif Icesavedeilunnar, frá okt 2008 til dagsins í dag, með tilliti til aðgerða stjórnvalda, gagnvart því máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er sannarlega full þörf á að rannsaka einkavinavæðingu bankanna hina síðari.

Vegna leyndarhjúpsins í kringum þá hefur maður á tilfinningunni að maður sé að berjast við vindmyllur, í baráttunni gegn fjárplógsstarfsemi bankanna.

Theódór Norðkvist, 4.7.2010 kl. 16:56

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat og mikið er ég sammála þér. Þetta hljómaði strax á bjöllum á þessum tíma vegna þessa orða  ..einkavæðingu lokið .. hjá Steingrími sem var búinn að tala gegn einkavæðingu Bankanna. Það á að gera þetta strax og sérstaklega þarf að skoða Landsbankann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.7.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þótt fyrr hefði verið, Guðmundur minn.

Ragnhildur Kolka, 4.7.2010 kl. 18:21

4 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Það er rétt sem þú segir - þetta er graf alvarlegt mál sem þarf að renna í - STRAX -

Það þarf að - KÆRA - samkvæmt 91. grein Hegningarlaga.

En hver gerir það ?

Það þarf að losna við þessa ríkisstjórn - hún er þjóðinni - HÆTTULEG -.

ORÐ duga ekki lengur "Guðmundur minn "..................

Benedikta E, 4.7.2010 kl. 21:26

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Væri búinn að kæra, væri það hægt.  Er ekki með þennan samning milli stjórnvalda og kröfuhafa í höndunum, þannig að ég hef ekkert kærunni til stuðnings. 

 Fari hins vegar þessi skaðabótamál í gang og ríkið tapar þeim, þá er kominn grundvöllur fyrir kærunni.  En á meðan stjórnin lafir, þá mun hún berjast til síðasta manns gegn því að þessi einkavæðing verði rannsökuð.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.7.2010 kl. 22:04

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverjir kusu þennan Gylfa Magnússon í hreppsnefndina?

Árni Gunnarsson, 4.7.2010 kl. 22:51

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það kaus hann enginn í hreppsnefndina Árni. Hann er þarna í umboði og á ábyrgð Forsætisráðherra.  Líklegast fær hann að vera þarna áfram, til þess að sinna þessum "skítverkum" sem hann stundar af alúð og natni á ábyrgð forsætisráðherra. 

 Honum verður svo grýtt úr hreppsnefndinni, þegar stjórnvöld meta það sem svo að "óþægilegum" skítverkum sé lokið í þeirri von að fólk átti sig ekki á því að skítverkin voru unninn í umboði stjórnarflokkanna og sér í lagi í umboði forsætisráðherra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.7.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband