Leita í fréttum mbl.is

Bjarnfreðarson og starfsmaður á plani.

Eftir að hafa séð fréttir á RÚV og Kastljós í kjölfarið þar sem nýr meirihluti í Reykjavík, var áberandi á báðum stöðum, þá hafa ýmsar "pælingar" skotið rótum, í minn annars "ágæta" heila.

 Í Kastljósinu sagð Jón Gnarr að hann hafi verið hræddur um að Samfylkingin hefði fengið paranojukast, hefði hann rætt við fulltrúa annara flokka, þrátt fyrir loforð í kosningabaráttunni um að gera slíkt.  Með öðrum orðum, þá óttaðist Jón það, að ef hann myndi dirfast til að tala við aðra, þá sæi hann undir iljarnar á Samfylkingunni. 

Líklegt er að Jón hafi einnig metið stöðuna sem svo, að hlypi Samfylkingin frá viðræðunum, þá hefði það skert mjög möguleika Besta flokksins að stjórna myndun meirihluta í borginni, þar sem honum finnst Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa nógu líka stefnuskrá og markmið.  Jón Gnarr er enginn asni og veit, að líklegra er ná saman við flokk, sem hefur innanborðs örvæntingarfullan oddvita, á "skilorði.

Vegna orða Jóns, má einnig leiða að því líkum, að samstarf allra borgarfulltrúana fimmtán, verði lítið sem ekkert við stjórn borgarinnar.  Slíkt myndi ala á óöryggi innan Samfylkingarinnar, að vita til þess að Besti flokkurinn, gæti leitað þá stuðnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, með sín mál, væri andstaða við þau innan Samfylkingar.  Einnig ætti Samfylkingin erfitt með að standa í skugga Sjálfstæðisflokksins í slíku samstarfi.

  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Þórhalls, sem var spyrill í Kastljósinu, um að fá svör við því hvað flokkarnir hyggðust gera á kjörtímabilinu, var fátt um svör.  Reyndar var engu líkara að viðtalið við þá hefði verið tekið, daginn sem þeir byrjuðu að ræða saman, en ekki eftir 4-5 daga viðræður þeirra á milli.   Eina sem að virtist vera á hreinu eftir allar þessar viðræður, var hver yrði Borgarstjóri og hver yrði Formaður Borgarráðs.  Önnur mál voru "túlkuð", með orðunum "skoða" og "kanna" með einskis nýtum "bjánalegum" orðskrúð, umhverfis þessi tvö orð, ásamt "venjulegri" froðu úr munni Dags.  Þar var ekki að finna eitt einasta orð um hvað þeir ætluðu að gera, vildu gera eða þyrftu að gera.

  Ég hef svo þessa klukkutíma verið að fylgjast með viðbrögðum fólks við þessu Kastljós viðtali og tekið eftir því, að meðal Samfylkingarfólks, fær "spyrillinn" Þórhallur Gunnarsson, falleinkunn.  Fyrir hvað get ég ekki skilið, enda reyndi Þórhallur að sækja svör, en ekki froðu, við sínum spurningum. Þórhalli var meira að segja, legið það á hálsi, að hafa gerst svo "djarfur" að þráspyrja þá kumpána, alvöru spurninga og enga þeirra um bandarísku seríuna "Wire" eða um ísbirni og tollahlið.

 Reyndar fannst mér þetta viðtal ólíkt þeim "drottningarviðtölum" sem að fulltrúar stjórnarflokkanna hafa fengið í trekk í trekk í Kastljósinu.  Einu alvöru viðtölin núorðið, eru þegar Helgi Seljan reynir að "hakka" í sig einhvern fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Flest önnur pólitísk viðtöl Kastljósins, hafa meira líkst, vinaspjalli, heldur en heldur en viðtölum í fjölmiðli, sem að ber lagaleg skilda, til að sýna hlutleysi í fréttafluttningi og umfjöllun.   Spyrja má hvort Þórhallur, hafi frekar viljað sjá sóma sinn í því að hætta sem ritstjóri Kastljósins, frekar en að mæta "kröfunni" um "roluleg og innihaldslaus" viðtöl?


mbl.is Ætlar að vera skemmtilegur borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvað sem annars má segja um Jón Gnarr, þá er maðurinn ákaflega stirður í öllum viðtölum og kemur vægast sagt kauðalega fyrir sig orði og verst gengur honum, þegar hann reynir að vera alvarlegur.  Í starfi borgarstjóra verður hann að hafa í sinni þjónustu góða ræðuskrifara, enda vanastur að leika eftir handriti.

Um Dag þarf ekki að ræða, hann segir aldrei neitt bitastætt, þó hann noti alltaf mörg orð.

Venjulega er málefnasamningur kynntur fyrst, svo hverjir eigi að gegna hvaða embætti.  Þessi aðferð, að tilkynna eingöngu um tvö embætti, en segja ekkert um stefnu eða verkefni nýs meirihluta, er líklega atriði í "nýju" pólitíkinni, sem Dagur er farinn að boða.

Líklegra er þó, að enginn stefna liggi fyrir, hvað þá verkefnalisti fyrir næstu mánuði og ár.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 12:08

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að þeir hafi sagt satt og rétt frá í Kastljósviðtalinu, þá er meginniðurstaðan sú, að þessir flokkar hafa gert með sér samkomulag, um að vinna saman, næstu fjögur árin, án þess að vera búnir að ákveða á hverju það samstarf á að byggjast.  Það er því hægt að segja að þessir flokkar hafi fyrir framan sig, samningsblað, sem ekkert stendur á nema undirskriftir, fulltrúa flokkanna, auk þess hver verði Borgarstjóri og hver verði Formaður Borgarráðs.  Síðan eigi eftir að skrifa og koma sér saman um eiginlegt innihald samningsins.

 Ég veit ekki hvort að þetta séu þær "breytingar" sem að menn vilja meina að úrslit kosninganna hafi "hrópað" á.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.6.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Skrítnar breytingar svo ekki sé meira sagt. Ég vorkenni Reykvíkingum í þessari stöðu..Þeim sem ekki kusu þessi ósköp yfir sig.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.6.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1692

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband