Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Síðasti séns fyrir Alþingi að taka ábyrga afstöðu, án hungurs í pólitískt uppgjör í dómsal?

Líklega verður gert hlé á umræðum á þingi, seinni partinn á morgun.  Það mun vera gert svo nefndin geti ráðið ráðum sínum varðandi Landsdóminn t.d. Umræður um Landsdóminn hefjast svo á föstudaginn.  Með þessu fyrirkomulagi þá fær nefndin tækifæri til þess að  draga tillögunar um Landsdóm til baka of/eða koma með tillögu um Landsdóm, sem tæki þá á ábyrgð allra þeirra sem að hugsanlega gætu átt þar heima líka. 

 Ég rakst á umræðu um Landsdóminn á Facebook og hnaut um ummæli Benedikts Sigurðssonar, samfylkingarmanns frá Akureyri:

- "Ég hef fulla staðfestingu á því að mjög margir úr hópi almennra flokksmanna í SF eru algerlega rasandi yfir afar illa grundaðri afstöðu Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar G. Harðardóttur - og því hvernig "spuni Össurar" í óstaðfestum vitnisburði fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis - er bakgrunnur fyrir því að Ingibjörgu Sólrúnu er "fórnað" - en Björgvin G "dreginn í land" á þeim forsendum að hann sé bæði flón og afglapi . . .
 Fyrir þá sem ekki muna að Ingbjörg SÓLRÚN var í USA Hrundagana og að mestu leyti utan þjónustusvæðis vikum saman - fram í nóvember 2008 - en Össur stýrði verkum á vettvangi í samráði við Geir og Davíð með Björgvin G sem "blaðafulltrúa" . . þar sem ´Jón Þór Sturluson og Jón Sigurðsson voru sérlegir trúnaðarmenn viðskiptaráðherrans allt árið 2008 og í gegn um Hrunið og til loka stjórnarsamstarfs SF og Sjálfstæðisflokksins . . . - og enn er hlaðið undir þessa "jóna" . .
. . þessi spuni Össurar verður flokknum að líkindum enn þá dýrkeyptari en nokkurt "næturblogg" (sem nú hefur verið skrúfað fyrir um skeið) . . ."

 Það má mikið vera að í Samfylkingunni, séu mál svona og að þessi Landsdómsálit verði flutt óbreytt á Alþingi.  Auðvitað á Össur að vera á lista sakborninga og líklegast Jóhanna líka.  Hún gæti þá orðið sömu ánægju aðnjótandi og hún ætlaði Björgvini, yfir því að fá að hreinsa sig af ásökunum fyrir dómi.

Best væri samt að tillagan um Landsdóm yrði dregin til baka og Alþingi ályktaði í stað þess,  að  það fordæmdi þau vinnubrögð  löggjafans og framkvæmdavaldsins árin fyrir hrun ásamt því sem að Alþingi færi, eins fljótt og auðið er í þá vinnu að breyta lögum um Landsdóm og þá jafnvel fella þau bara inní löggjöf um almenn sakamál.

P.s Jón Þór Sturluson var aðstoðarmaður Björgvins og reyndar líka efnahagsráðgjafi Ingibjargar.  Jón Sigurðsson var svo stjórnarformaður FME í hruninu en svo virðist sem að jörðin hafi gleypt hann eftir hrun....................
mbl.is Umræðu líklega frestað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun Samfylkingar á Landsdómi.

Það má bera virðingu fyrir málflutningi þeirra er mæla með og gegn Landsdómi, sé slíkt ekki gert í pólitískum tilgangi.

Tillaga Vinstri grænna, Framsóknar og Hreyfingarinnar um Landsdóm, tekur tillit til skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og gerir reyndar enn betur, með því að kalla einnig Ingibjörgu Sólrúnu, fyrir Landsdóm, vegna ábyrgðar hennar sem oddvita annars stjórnarflokksins.  Í rauninni er það eina sem að gera má athugasemd við þá tillögu er, hvort að ekki megi þá einnig kalla fyrir dóminn, staðgengil hennar í því embætti, Össur Skarphéðinsson.  En við skulum hins vegar láta það liggja milli hluta að sinni, í það minnsta.

 Tillaga Samfylkingar um Landsdóm, ber hins vegar vott um pólitískan loddaraskap og hræsni og á í rauninni ekkert skylt við réttlæti.  Tillagan ber öðru fremur með sér vott um pólitíska misnotkun á þeim dómstóli sem að Landsdómur er.   Þau rök Samfylkingarinnar fyrir því að vilja hlífa Björgvini, vegna þess að hann hafi ekki fengið að vita neitt og hann hafi hvergi verið, eru á skjön við álit RNA um ábyrgð hans á málaflokknum.  Sú ábyrgð hverfur ekkert þó svo að hann hafi ekki, eða segist ekki hafa verið upplýstur.  Aðrir sakborningar, gætu þá jafnvel borið því sama við, því fráleitt er að telja að menn hafi verið upplýstir um allt sem var í gangi.  Í niðurstöðu RNA, segir hins vegar að ekki sé tilefni til eða ástæða til þess að kalla Ingibjörgu eða Össur fyrir Landsdóm, þar sem ráðuneyti þeirra báru ekki ábyrgð á bankamálum, líkt og ráðuneyti Björgvins.  

Það er í rauninni sú niðurstaða sem að Samfylkingin ætlast til að fá frá Landsdómi, Ingibjörg sýknuð og Björgvin með syndaaflausn Alþingis.  Í lögum um Landsdóm, segir svo að ekki megi fjalla um annað en Alþingi setji dómnum fyrir.  Það þýðir með öðrum orðum, að allar þær upplýsingar er fram kunna að koma, eftir að Alþingi samþykkir ályktun um Landsdóm,  breyta þar engu um.  Upplýsingar sem leiða til sektar annarra en þeirra er fyrir dómnum eru, geta ekki bætt við við nöfnum á lista sakborninga.  Til þess þarf Alþingi að samþykkja aðra ályktun þess efnis að fleiri verði kallaðir fyrir dóminn.  

 Telja má í ljósi sögunnar að Samfylkingin berji það í gegn að sín tillaga verði samþykkt, frekar en tillaga flokkana þriggja.  Mun Samfylkingin í þeirri viðleitni sinn, jafnvel  hóta stjórnarslitum í þeirri viðleitni sinni að skrumskæla réttlætið í sínum pólitíska tilgangi.

 Þetta plott Samfylkingarinnar að bjóða frekar einstakling, fyrir landsdóm er meiri líkur eru á að sleppi við dóm, frekar en sá sem Samfylkingin vill sleppa við Landsdóminn, er því ekkert annað en pólitísk misnotkun flokksins á Landsdómsúrræðinu og í raun grimm atlaga að íslensku réttarfari.   Slíkar aðfarir hafa þann eina tilgang að hvítþvo þátt flokksins í ríkisstjórn Geirs Haarde og endurrita  þær staðreyndir sögunnar, er benda á sök flokksins og ráðherra hans.

Verði Samfylkingartillagan ofan á í afgreiðslu þingsins varðandi Landsdóm, þá verður það sorglegur atburður í sögu Alþingis Íslendinga sem jafnast alveg við atburðina 6. október 2008 og þann dag er Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út.  Þess dags verður einnig minnst í sögunni sem dagsins er Alþingi Íslendinga, ákvað að hverfa af braut þess réttlætis og réttarreglna er þekkjast í hinum vestræna heim og hefja pólitísk réttarhöld í anda einræðis og ráðstjórnarríkja og endurvekja nornaveiðar og nornabrennur miðalda.  Þeim þingmönnum er slíkt samþykkja munu sjálfur úthrópa með samþykkt sinni vanhæfni sína til starfa á Löggjafarþingi Íslendinga.   

Telji meirihluti Alþingis slíka afgreiðslu, þeirri þjóð er hann starfar í umboði fyrir bjóðandi, þá eiga þeir þingmenn í rauninni engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku, strax og þeir hafa stutt á "já-hnappinn" á borði sínu.   Þjóðin er reið, en þjóðin þarfnast ekki þess að hafa í þjónustu sinni, hræsnisfulla málsvara pólitískra aftaka og nornaveiða.  


Sefar pólitískt uppgjör í réttarsal, reiði almennings?

Takmarkanir Landsdóms eru t.d. þær að hann getur aðeins dæmt í því sem honum er sett fyrir af Alþingi.  Komi eitthvað fram við dómhaldið, sem bendir til sakar, hjá öðrum en hefur stöðu sakbornings fyrir dómnum, þá er hvorki dómnum sjálfum né saksóknara Alþingis, heimilt að kalla þann einstakling fyrir dóminn og dæma í máli hans. Til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að flytja aðra þingsályktunartillögu og samþykkja hana.

 Verði t.d. Ingibjörg sakfelld, þá liggur það alveg ljóst fyrir að Össur Skarphéðinsson hafi gerst brotlegur í sömu atriðum og Ingibjörg mun hljóta sinn dóm fyrir, þar sem hann var staðgengill hennar.  Þrátt fyrir það, mun Össur að öllum líkindum sitja á þingi út þetta kjörtímabil og væntanlega þá sem ráðherra.

Komi eitthvað fram í Landsdómnum, sem bent gæti á vanrækslusakir Jóhönnu, vegna setu hennar í fjármálahópi ríkisstjórnarinnar, þá breytir það engu með það, að hún getur setið á þingi út þetta kjörtímabil, sem forsætisráðherra, ef hún kýs svo.

Rök Samfylkingarparsins í nefndinni, fyrir því að sleppa Björgvini við Landsdómi, eru líka afar hæpin.  Að ekki beri að kæra hann vegna þess að hann var hvergi og fékk engar eða rangar upplýsingar um stöðu mála.  Björgvin er sá eini þeirra er RNA lagði til að yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, sem hefur hreinlega beðið um verða kallaður fyrir Landsdóm.   Hvert er þá plottið að kalla hann ekki fyrir Landsdóm?  Verði dómur Landsdóms byggður á þeim rökum eða lögum sem RNA, lagði til  að þrír ráðherrar, Geir, Árni Matt og Björgvin G.  yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, þá sleppur Ingibjörg við dóm.  Eins og fólk kannski man, þá taldi RNA ekki grundvöll fyrir því að kalla Ingibjörgu og Össur fyrir Landsdóm, þar sem embættisskyldur þeirra, höfðu ekkert með bankana að gera.  

Björgvin mun svo sleppa, vegna þess að þegar Alþingi hefur afgreitt ákæruskjalið, þá verður ekki fleiri nöfnum bætt á það skjal.  Þá er allt eins líklegt að Björgvin mæti aftur til þingstarfa í byrjun október, með syndaaflausn frá Alþingi upp á vasann.

 Hvort sem að það hafi eitthvað eða ekkert með refsigleði að gera, þá eru pólitísk réttarhöld, afar slæmur kostur og í rauninni algjört tabú.   Að telja þessi réttarhöld nauðsynlegan þátt í uppgjöri við stefnu eins og markaðshyggju er hvílík firra og vitleysa og háttvirtum þingmanni Lilju Mósesdóttur, vart til sóma. 

Uppgjör við pólitískar stefnur á ekki að fara fram í dómsölum.  Það eru kosningar á fjörgurra ára fresti, alla jafna, sem framkvæma slíkt uppgjör.


mbl.is Ólga og hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennar tillögur um Landsdóm og ummæli forsætisráðherra, "gengisfella" dóminn.

það ber örugglega einhver ábyrgð.  Þannig er það bara með öll mannana verk að einhver ber á þeim ábyrgð.

 Ég var í rauninni fylgjandi Landsdómi, þangað til þær fréttir bárust af því að þingmenn utan nefndarinnar, væru jafnvel að reyna að hafa áhrif á hverjir yrðu dregnir fyrir Landsdóm, yrði Landsdómur kallaður saman.

 Síðan tók nánast steininn endanlega úr, þegar að niðurstaða þingnefndarinnar birtist.  Eitt álit um engan Landsdóm, annað álit um Landsdóm og fjórir ráðherrar kallaðir fyrir hann og svo álit um Landsdóm en bara þrír ráðherrar kallaðir fyrir dóminn.

 Það eru meiri líkur en minni að engin þessara tillagna hafi þingmeirihluta.  Tillagan um engan Landsdóm verður klárlega felld.  En þá komum við að hinum tillögunum tveimur.

 Að vísu þarf tillagan um fjóra fyrir landsdóm, bara samþykki fimm þingmanna úr öðrum flokkum en þeim er að henni stóðu.  Hverjar eru líkurnar á því að fimm þingmenn t.d. Samfylkingar dragi sig út úr samþykkt eigin flokks til þess að greiða þeirri tillögu atkvæði sitt? 

Til þess að tillaga Samfylkingar nái fram að ganga þarf að minnsta kosti atkvæði tólf þingmanna utan Samfylkingar.  Það er nánast allur þingflokkur Vinstri grænna.   Verður þá kannski Landsdómur samþykktur fyrir rest af stjórnarflokkunum í kjölfar t.d. hótana um stjórnarslit?  Verður eitthvað að marka dóm sem kallaður er saman af þeim ástæðum? 

Verði tillaga Samfylkingar ofan á, þá er ekkert því til fyrirstöðu að Björgvin G. Sigurðsson taki aftur sæti á þingi þegar það kemur saman aftur þann 1. október.  Þrátt fyrir allt sem skýrsla RNA greinir frá.

Ofan á allt þetta bætast svo ummæli forsætisráðherra, að niðurstöður nefndarinnar, gætu orðið til þess að sefa almenning.  Gæti það þá orðið niðurstaðan að saman verði kokkað eitthvað pólitíkst plott um Landsdóm í þeim tilgangi meðal annars, að sefa almenning?   Værum við eitthvað bættari með því?


mbl.is Landsdómur er sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Landsdómur bara hálfkák og tilviljanakennt krafs yfir ábyrgð ráðherra í hruninu?

Samkvæmt fréttum, þá hafa tvær þingsályktunartillögur komið fram varðandi Landsdóm.  Ein sameiginleg frá fulltrúum, Vg, Framsóknar og Hreyfingu, þess efnis að fjórir fyrrverandi ráðherrar, verði dregnir fyrir Landsdóm. Þar er talað um þá þrjá ráðherra, er skýrsluhöfundar RNA, töldu hafa sýnt vanrækslu í starfi og jafnvel bortið lög um ráðherraábyrgð.  Þá Geir Haarde, Árna Matthiesen og Björgvin G. Sigurðsson, auk þess sem að fulltrúar þessara flokka vilja kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrv. formann Samfylkingar fyrir dóminn einnig, sjálfsagt með þeim rökum að hún hafi borið ábyrgð sem formaður annars stjórnarflokksins.

 Hin tillagan kemur frá Samfylkingu og í henni er gert ráð fyrir að allir ofantaldir, að undanskildum Björgvini G. verði kallaðir fyrir dóminn.  Sjálfstæðisflokkurinn lagði hins vegar ekki fram aðra tillögu en að Landsdómur yrði ekki kallaður saman og er því væntanlega andvígur báðum tillögunum.

 Í fljótu bragði, í ljósi frétta af því að Samfylkingin hafi viljað semja um það við Sjálfstæðisflokkinn að ef að Björgvin G. slyppi við Landsdóm, þá myndi Árni Matt gera það einnig, er ekki laust við að spurningin: Afhverju er Björgvin ekki í tillögu Samfylkingar, en bara Árni?  Er það nokkurs konar hefnd, fyrir að hafa ekki viljað semja um áðurgreind fangaskipti?

 Það er alveg ljóst að tillaga flokkana þriggja, verður ekki samþykkt nema einhverjir þingmenn Samfylkingar ljái henni sitt atkvæði.  Ekki er hægt að reikna með atkvæðum sjálfstæðismanna, sem leggjast gegn Landsdómi.  Þá er eini möguleikinn sá að Vg. fallist á tillögu Samfylkingar, þ.e. þrír fyrir Landsdóm í stað fjögurra.  Ég geri ekki ráð fyrir því að Framsókn eða Hreyfingin standi með tillögu Samfylkingar, vegna sinnar eigin tillögu.

Þá má spyrja sig að því, hvort að Samfylkingin, fái enn eitt þvingaða samkomulagið frá Vinstri grænum með því að hóta þeim stjórnarslitum?  Í framhaldinu má svo spyrja sig á því hvort að réttlætið sé á réttum forsendum, búi hótun um stjórnarslit að baki þess?  Eða eru stólarnir það kærir Vinstri grænum, að gefa megi afslátt á réttlætinu?

 Ef að þingið samþykkir Landsdóm, þá er algjör lágmarksfjöldi þeirra ráðherra er kalla á fyrir dóminn, fjórir. Allt annað er bara hálfkák og þá betur heima setið en að leggja upp í þá vegferð. Eða viljum við að réttlæti það sem hér ríkir verði "pólitísk skiptimynt" þeirra flokka sem nú skipa ríkisstjórn?


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáviska í bloggheimum, eða meðvirkni með fórnarlambinu.

Í fréttum tengdum störfum þingmannanefndarinnar, hafa birst fréttir af ýmsum væringum, þingmanna flokkana er voru í stjórn í hruninu og jafnvel af afskiptum, tveggja ráðherra er voru í hrunstjórninni og eru af einhverjum óskiljanlegum ástæðum í núverandi ríkisstjórn, þó svo staðreyndir þær sem koma fram í skýrslunni góðu, ættu að gera slíkt ómögulegt.

Þeir tveir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn, af "hrunráðherrunum", eiga svo sannarlega pólitískt líf sitt og æru, undir því að nöfn þeirra verði sem fjærst þeirri umræðu um þá ráðherra, er kalla eigi fyrir Landsdóm.  Einnig er það beinlínis pólitískt hættulegt fyrir þessa ráðherra, að eitthvað komi fram um aðkomu þeirra að atburðarásinni í undanfara hrunsins og vikurnar eftir hrun.

Morgunblaðið vitnar í fréttum sínum í heimildarmenn innan þessara tveggja flokka, þó helst í heimildarmenn innan Samfylkingar.  Í bloggheimum rísa menn og konur upp á afturlappirnar og hrópa LYGI LYGI!!!!!!!!!!!!!, eins og það sé eitthvað nýtt í vinnuaðferðum blaðamanna að hafa aðgang að heimildarmönnum, sem sjaldan eða aldrei eru nafngreindir.  Meira að segja fréttastofa RÚV sem nýtur hvað mesta trausts á meðal þjóðarinnar, nýtir sér þjónustu slíkra heimildarmanna, bæði við öflun frétta varðandi þetta tiltekna mál og flest öll önnur mál, er fréttastofan fjallar um.

 Í Bloggheimum nær ekki hugmyndaflug margra lengra en svo, að þeir sjá ekki annað út úr stöðunni, hafi Mogginn heimildir, þá hljóti fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni að leika út upplýsingum.  Nú er það svo, að eini þingmaðurinn sem að ég heyrt tala um að málið hafi verið rætt innan þingflokks, heitir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar.  Hann í það minnsta neitaði því ekki að málið hefði verið rætt í þingflokknum, heldur sagði eingöngu að málið hefði ekki verið rætt, "efnislega" í þingflokknum.  Það þýðir á mannamáli, að það gæti hafa verið rætt í þingflokknum, án þess að vera á lista þeirra mála, er rædd voru á þingflokksfundinum.  Í það minnsta neitaði Skúli því ekki að málið hafi verið rætt.

Jóhanna Sigurðardóttir datt í sömu málsvörn fórnarlambsins, þegar hún tjáði sig um fréttaflutning Morgunblaðsins, eftir ríkisstjórnarfund í gær og hún greip til, þegar Mogginn birti vægast sagt óþægilegar fréttir af afskiptum hennar, eða ráðuneytis hennar af launamálum seðlabankastjóra.  Þar afneitaði hún allri aðkomu og laug eins eins og argasti sprúttsali, þó svo að öll gögn bentu til þess að hún eða ráðuneyti hennar, hefði svo sannarlega komið þar að málum.  Sakbitin af sannleikanum, hvað Jóhanna fréttaflutning Moggans stafa að andúð ritstjóra Moggans á sér.  Skipti þar engu orð Láru V. Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingar í bankastjórn Seðlabankans þess efnis að hún hafi bara verið að uppfylla loforð úr Forsætisráðuneytinu, varðandi launakjör seðlabankastjóra.

Fréttavefurinn eyjan.is, birti svo fréttir af ásökunum sakbitins forsætisráðherra og vitnaði þar í háttsettan embættismann innan Stjórnarráðsins (Hrannar B.?) sem sagði fréttir af afskiptum forsætisráðherra, gersamlega úr lausu lofti gripnar.  Eyjan vitnaði einnig í ónafngreindan ráðherra innan Samfylkingar, sem að fullyrti að Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunsblaðsins, hefði engan heimildarmann innan Samfylkingarinnar. 

 Fullyrðingar ónafgreinda ráðherrans, ef að sá ráðherra er þá til yfirhöfuð, eru í langbesta falli hlægilegar. Fullyrðing ráðherrans benda til þess að þingmenn Samfylkingarinnar, gefi það upp við fulltrúa flokksins, við hvaða blaðamenn, þeir tali.  Það sér það hver sem nennir að rífa sig upp úr forarpytti fáviskunnar, eða meðvirkinnar, að fullyrðing nafnlausa ráðherrans stenst enga skoðun.  

 Viðbrögð fórnarlambsins Jóhönnu sanna það bara enn og aftur, að sá maður sem lét hafa það eftir sér, einhvern tíman í fortíðinni að hver væri sannleikanum reiðastur, hafi bara haft rúmlega þónokkuð til síns máls.  Sök bítur sekan og þeim seka, finnst það óþolandi og nánast ólíðandi að upp um sín verk komist.

Hvort sem að um sé að ræða fávisku eða meðvirkni ónefndra bloggara, með fórnarlambinu Jóhönnu Sigurðardóttur, skal ég ekki segja.  En í það minnsta benda upphrópanir þeirra til þess að þeir hafi ekki nokkurt vit á því eða vilji hafa nokkurt vit á því hvernig fréttir varða til, sannar jafnt sem ósannar.  Ofsakennd viðbrögð fréttaefnisins og meðhlaupara þess, benda svo oftast til þess sem að satt er..................


mbl.is Nefndin hittist aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómur, marklaus skrípaleikur?

Núna líður að því að þingmannanefndin er skila átti niðurstöðu varðandi það hvaða ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Haarde verði kallaðir fyrir Landsdóm.  Eins og gefur að skilja, þá ríkir nokkur eftirvænting meðal þjóðarinnar varðandi niðurstöðuna, auk þess sem að eftirvænting og spenna ríkir á Alþingi og innan núverand ríkisstjórnar.

 Þær fréttir sem nú berast af því að þingmenn og ráðherrar séu að víla og díla með hugsanlega niðurstöðu nefndarinnar er gersamlega ólíðandi og í allra besta falli óeðlileg. 

Það að Samfylkingin með Össur Skarphéðinsson  fremstan í flokki sé að róa að því öllum árum að haægt verði að semja við Sjálfstæðisflokk, að eingöngu þeir einstaklingar, sem voru formenn stjórnarflokkana í hruninu komi dóm, er skammarleg og í raun margföld ástæða afsagnar ráðherrans.  Hann á ekki að skipta sér af niðurstöðu nefndar, sem hann á ekki aðild að.  Það er nefndarinnar að ákveða, hverja hún vill kalla fyrir Landsdóm, slíkt á ekki að vera samningsatriði milli flokka, líkt og um fangaskipti milli stríðsaðila sé að ræða.

Fréttir berast af því að Össur vilji skipta á því að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sleppi við Landsdóm gegnn því að Árni Mathiesen fyrrverrverandi fjármálaráðherra sleppi einnig. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þessir ráðherrar brugðust í hruninu og því ætti það ekki að vera samkomulagsatriði, hvort þeir komi fyrir dóm eða ekki.  Það væri þá bara dómsins, að dæma þá saklausa, hefi þeir engin lög brotið.

 Það er einnig athyglisvert í þessu samhengi, að Björgvin G. er sá eini þeirra fjögurra er talið er að komi fyrir Landsdóm, er enn situr á þingi, þó hann hafi tekið sér leyfi, eftir að skýrsla RNA kom út.  Leyfi sem hann ákvað að taka á meðan þingmannanefndin, starfaði og tæki afstöðu. Skýringin sem hann gaf var, að hann vildi ekki að nærvera sín í þinginu, skapaði óþægindi fyrir nefndina.  Sagt er að Samfylkingin, hafi í raun slitið öll tengsl við Björgvin, að því undanskildu að Össur er sagður halda við hann sambandi. 

 Það má einnig færa sterk rök fyrir því að kalla skyldi tvo núverandi ráðherra fyrir Landsdóm, áðurnefndan Össur Skarphéðinsson, er var staðgengill Ingibjargar í veikindum hennar og sat fundi er máli skipti í atburðarásinni, auk þess sem að hann tók þátt í því með formanni sínum að halda Björgvini frá þeirri atburðarás, sem að hann átti rauninni að taka þátt í og taka ákvarðanir og bera ábyrgð á.  Einnig ætti að kalla fyrir Landsdóm forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hún sat í fjármálanefnd ríkisstjórnar Geirs Haarde, síðustu mánuðina, fyrir hrun og ætti því að bera einhverja ábyrgð á atburðarásinni, þá mánuði í það minnsta. Hún eins og aðrir, sem að máttu vera ljóst, að allt væri hér að fara á versta veg, gerði ekkert í því frekar en aðrir er í þeim hópi voru.  

Það er því alveg ljóst, að ef að Landsdómur á að marka einhver tímamót í endurreisninni og vera upphaf þess að hér aftur komi á traust, milli stjórnvalda og þjóðarinnar, að það mun ekki takast ef að það verður eitthvað samkomulagsatriði, milli flokka á þingi, hverjir verði kallaðir fyrir dóminn.  Ef að þingmannanefndin treystir sér ekki til þess að ná niðurstöðu og koma með tillögu til Alþingis, hverjir skuli kallaðir fyrir Landsdóm, þá er þingnefnd þessi vanhæf til verksins.  


mbl.is Líkur á landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefnd um erlenda fjárfestingu.

Er þessari nefnd eitthvað frekar treystandi fyrir þessu máli, heldur en Magma?  Eru það boðlegir stjórnsýsuhættir að nefnd, sem er til skoðunnar hjá annari nefnd, vegna fyrri starfa sinna starfi áfram eins og ekkert hafi í skorist?  Hvað verður um úrskurð hennar í þessu máli, ef að svokölluð Magmanefnd kemst að einhverju misjöfnu í starfi hennar vegna úrskurðar í Magmamálinu?  Verður þá úrskurður hennar í þessu máli látinn standa, eða verður hann látinn ganga til baka? 

Eða er þessi svokallaða Magmanefnd, bara grín?  


mbl.is Nefndin skoðar fjárfestingar í Stormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk þráhyggja Samfylkingar, gegn vilja þjóðarinnar.

Eitt af mörgum skilyrðum ESB, fyrir inngöngu Íslands í ESB, er að samið verði um Icesave.  Nú hefur komið í ljós, bæði í svari frá ESA og framkvæmdastjórn ESB, að þeir tveir samningar um Icesave, sem reynt hefur verið að koma hér í gegn, eru í rauninni ólöglegir.  Ástæðan fyrir því er  ríkisábyrgð á greiðslur vegna Icesave.   Þær fréttir berast af samningafundum Íslendinga við Hollendinga og Breta, að þrátt fyrir álit ESA og framkvæmdastjórnar ESB, þá sé ekkert annað í boði, en ólöglegir samningar vegna Icesave.

 Utanríkisráðherra sagði á þingi í gær, að færi deilan fyrir dóm, þá myndu líklegast neyðarlögin halda.  Það er reyndar skoðun nokkuð margra og í sjálfu sér ekkert nýtt. Standist neyðarlögin fyrir dómi, þá er einboðið að svokölluð jafnræðisregla væri ekki brotin og að stjórnvöld hefðu verið í fullum rétti við setningu þeirra, vegna  hagsmuna þjóðarinnar.

En utanríkisráðherra klikti svo út með því að segja, að færi svo að neyðarlögin stæðust, þá myndu forgangsákvæði vegna Icesavesaminga ekki gilda og það yrði til þess að aðrir kröfuhafar, en Bretar og Hollendingar, fengju stærri hlut krafna sinna greiddan á kostnað Breta og Hollendinga. Þarna skautar utanríkisráðherra yfir það augljósa. Fari málið fyrir dóm, þá eru engir samningar í gildi um kröfur Breta og Hollendinga í þrotabú Landsbankans og því síður einhver forgangur.

 Fari málið hins vegar fyrir dóm, með áðurgreindum lyktum, þá munu bresk og hollensk stjórnvöld í hóp almennra kröfuhafa sem þyrftu að sækja kröfur sínar með dómsmáli á hendur þrotabúi Landsbankans eða bíða niðurstöðu Skilanefndar bankans um kröfur sínar, líkt og aðrir kröfuhafar.

Verði hins vegar samið um kröfur Breta og Hollendinga, eins og einbeittur vilji stjórnvalda, bendir til og ekkert annað í boði, en ólögmæt ríkisábyrgð á kröfur Breta og Hollendinga, þá með forgangsákvæði í krafna þeirra í þrotabú Landsbankans, hljóta aðrir kröfuhafar að íhuga það verulega að fá þeim samningum hnekkt.  Enda slíkir samningar, ekki á lagalegum grunni, þar sem sá lagalegi grunnur hvílir á ólögmætri ríkisábyrgð.

 Lagalega leiðin að lausn deilunnar, mun að áliti flestra, enda með sigri þjóðarinnar á óbilgjörnum fautaskap, Breta og Hollendinga, dyggilega studdum af ESB og AGS.  Það sem hindrar hins vegar þá lausn, er pólitísk þráhyggja Samfylkingarinnar um ESBaðild, hvað sem slíkt kunni að kosta þjóðina.

 


mbl.is Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit Össur sjálfur hvað hann meinar?

"Össur sagðist telja, að ef málið færi gegnum Eftirlitsstofnun Evrópu og síðan dómstóla kynni að verða gerð atlaga að neyðarlögunum. Þau myndu væntanlega halda en meiri óvissa væri um hvort forgangsákvæði Icesave-samninganna myndi halda. Það gæti leitt til þess að aðrir kröfuhafar fengju meira í sinn hlut úr þrotabúi Landsbankans og minna yrði eftir upp í það, sem Íslendingar þyrftu í samningum að standa skil á og hlaupa á mörg hundruð milljörðum í stað 1-200 milljarða."

Svona er haft rétt eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun.  Þar telur hann líkt og margir aðrir að neyðarlögin muni halda.  En svo fer utanríkisráðherra að tala um forgangsákvæði Icesavesamningana, hvort þau myndi halda. 

Það hlýtur að vera flestum það ljóst, að fari Icesavedeilan, fyrir dómstóla, þá liggi ekki fyrir samþykktir samningar vegna Icesave, nema ef að svo sé að Icesavesamningurinn með fyrirvörum Alþingis er samþykktur var á Alþingi þann 28. ágúst 2009, en hafnað af viðsemjendum okkar, sé enn í gildi. Sá samningur tekur samt ekki gildi nema Hollendingar og Bretar fallist á þá fyrirvara sem í honum eru óbreytta.

Hvert er þá forgangsákvæðið, ef að samningar þess efnis er ekki til?

Fari málið svo að það fari fyrir dómstóla, neyðarlögin standist ásamt því sem áður hefur komið fram að íslenska ríkinu, beri ekki að taka ábyrgð á Icesaveinnistæðunum og að röð krafna í þrotabú Landsbankans breytist, þá er ekki að sjá að það falli neinn aukakostnaður á ríkissjóð, enda hann ekki ábyrgur, samkvæmt úrskurði ESA og þá væntanlega dómsins líka.

Ríkissjóðir Breta og Hollendinga, færu þá bara í röð kröfuhafa í þrotabú Landsbankans og yrðu væntanlega að taka á sig eitthvað tjón líkt og aðrir kröfuhafar. 

Yrði hins vegar samið um ríkisábyrgð sem stenst ekki lög ESB og á þeim grundvelli samið um kröfuforgang Breta og Hollendinga, þá hljóta rök annara kröfuhafa í þrotabú Landsbankans, þess efnis að kröfuforgangurinn standist ekki lög, því hann sé fenginn fram með ólögmætum samningi, að vega þungt.


mbl.is Liggur ekkert á að semja um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband