Leita í fréttum mbl.is

Verður Landsdómur bara hálfkák og tilviljanakennt krafs yfir ábyrgð ráðherra í hruninu?

Samkvæmt fréttum, þá hafa tvær þingsályktunartillögur komið fram varðandi Landsdóm.  Ein sameiginleg frá fulltrúum, Vg, Framsóknar og Hreyfingu, þess efnis að fjórir fyrrverandi ráðherrar, verði dregnir fyrir Landsdóm. Þar er talað um þá þrjá ráðherra, er skýrsluhöfundar RNA, töldu hafa sýnt vanrækslu í starfi og jafnvel bortið lög um ráðherraábyrgð.  Þá Geir Haarde, Árna Matthiesen og Björgvin G. Sigurðsson, auk þess sem að fulltrúar þessara flokka vilja kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrv. formann Samfylkingar fyrir dóminn einnig, sjálfsagt með þeim rökum að hún hafi borið ábyrgð sem formaður annars stjórnarflokksins.

 Hin tillagan kemur frá Samfylkingu og í henni er gert ráð fyrir að allir ofantaldir, að undanskildum Björgvini G. verði kallaðir fyrir dóminn.  Sjálfstæðisflokkurinn lagði hins vegar ekki fram aðra tillögu en að Landsdómur yrði ekki kallaður saman og er því væntanlega andvígur báðum tillögunum.

 Í fljótu bragði, í ljósi frétta af því að Samfylkingin hafi viljað semja um það við Sjálfstæðisflokkinn að ef að Björgvin G. slyppi við Landsdóm, þá myndi Árni Matt gera það einnig, er ekki laust við að spurningin: Afhverju er Björgvin ekki í tillögu Samfylkingar, en bara Árni?  Er það nokkurs konar hefnd, fyrir að hafa ekki viljað semja um áðurgreind fangaskipti?

 Það er alveg ljóst að tillaga flokkana þriggja, verður ekki samþykkt nema einhverjir þingmenn Samfylkingar ljái henni sitt atkvæði.  Ekki er hægt að reikna með atkvæðum sjálfstæðismanna, sem leggjast gegn Landsdómi.  Þá er eini möguleikinn sá að Vg. fallist á tillögu Samfylkingar, þ.e. þrír fyrir Landsdóm í stað fjögurra.  Ég geri ekki ráð fyrir því að Framsókn eða Hreyfingin standi með tillögu Samfylkingar, vegna sinnar eigin tillögu.

Þá má spyrja sig að því, hvort að Samfylkingin, fái enn eitt þvingaða samkomulagið frá Vinstri grænum með því að hóta þeim stjórnarslitum?  Í framhaldinu má svo spyrja sig á því hvort að réttlætið sé á réttum forsendum, búi hótun um stjórnarslit að baki þess?  Eða eru stólarnir það kærir Vinstri grænum, að gefa megi afslátt á réttlætinu?

 Ef að þingið samþykkir Landsdóm, þá er algjör lágmarksfjöldi þeirra ráðherra er kalla á fyrir dóminn, fjórir. Allt annað er bara hálfkák og þá betur heima setið en að leggja upp í þá vegferð. Eða viljum við að réttlæti það sem hér ríkir verði "pólitísk skiptimynt" þeirra flokka sem nú skipa ríkisstjórn?


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna var spurð hvort þessar tillögur myndu róa almenning. "Ég vona það."

Það er semsagt málið... allt fyrir populismann!

ÓF (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 18:45

2 identicon

Sæll.

Það merkilega við þetta allt saman er að þessi nefnd skuli hafa komist að þessari niðurstöðu án þess að hafa rannsakað málin. Engin viðtöl voru tekin við þessa aðila, eftir því sem ég best veit.

Svo er hitt, höfðu ráðherrar getu frá lagalegu sjónarmiði til að hlutast til um starfsemi einkafyrirtækja? Seðlabankinn hefur, ef ég man rétt eða FME, sagt að hann hafi ekki haft lagaheimildir til að stöðva Icesave ævintýri Landsbankans. Það mál var allt samkvæmt reglum EES.

Mér finnast þessar tillögur lykta mjög af skilningsleysi á rótum kreppunnar sem og lýðskrumi.

Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1664

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband