Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Er komið að því, eða verður annað málefnaþing í janúar?

Fyrir flokksráðsfund Vg er haldinn verður um næstu helgi liggja fyrir tvær tillögur um ESB.

 Önnur er um að aðildarferlinu að ESB verði hætt hið snarasta og umsóknin tekin til baka.  Þó virðist vera einhver málamyndun við þá tillögu á þann hátt, að fyrst verði reynt að fá ESB til að ganga í Ísland.  Athuga á hvort ESB fallist á það að Íslendingar hafi yfirráð yfir 200 mílna landhelginni, fái að hafa áfram um ókomna tíð, reglur um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi, fái að vera áfram strandríki, þannig að ESB fari ekki samningsumboð okkar, eins yrði t.d. í deilu líkt og nú er um makrílinn, ef við værum í ESB o.fl.

 Hin tillagan frá Steingrími J. & co.  gengur út á það, að hafna inngöngu í ESB, en aðlagast samt að ESB. Sú tillaga þýðir það í stuttu máli, að eftir að búið er að eyða tíma starfsmanna stjórnsýslunar og einhverjum milljörðum í karp og aðlöðun að ESB, þá eigi bara að hætta við allt saman. 

Ekki ætla ég að dæma um hvort sé vitlausara, málamiðlunin við fyrri tillöguna eða þá seinni tillagan. En ljóst er, að annað hvort gætu orðið stjórnarslit, fljótlega upp úr helgi, eða þá að Vg. staðfesti endanlega að kosningaloforð þeirra fyrir síðustu kosningar, voru bara grín, líkt og ónefndur stjórnmálaflokkur var með í síðustu sveitarstjórnarkosningum. 

Nema auðvitað, að nauðsyn verði að ræða málið aðeins betur og enn eitt málefnaþingið verði haldið í janúar 2011 og ákveðið á því að taka afstöðu á landsfundi, er haldinn verður vorið 2011, hvaða afstöðu skuli taka til ESB eða halda enn eitt málefnaþingið í júní byrjun og taka þá ákvörðun eða bíða með hana til flokksráðsfundar haustið 2011 o.s.f.v. .....


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerð Jóhönnu olli tæplega 60% útlánaaukningu ÍLS, síðustu þrjá mánuðina fyrir hrun.

Eins og fram kom í umræðum á Alþingi í Landsdómsmálinu fyrir nokkrum vikum, þá var starfandi svokallaður súperráðherrahópur í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.  Var þeim hópi fyrst og fremst ætlað að taka á efnahagsmálum þjóðarinnar. Í hópnum áttu sæti Geir H. Haarde, Árni Matthiesen, Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir. Hópurinn gerði ásamt Seðlabankanum, lánasamning við seðlabanka Norðurlandana. Þeim samningi fylgdu ýmsar kvaðir, eins og t.d. að Íbúðalánasjóður héldi að sér höndum í lánveitingum.

 Fram kom einnig í umræðunni um landsdóminn, að vegna þáttar ÍLS í þessum samningi, þá hafi Jóhanna Sigurðardóttir, átt að undirrita samningin fyrir hönd ÍLS.  En einhverrra hluta vegna hvarf Jóhanna af fundi, áður en til undirritunnar kom og var það því Ingibjörg Sólrún sem skrifaði undir fyrir ÍLS í umboði Jóhönnu.

Blekið á áðurnefndum samningi var hins vegar varla þornað, þegar þáverandi félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, gaf út reglugerð þess efnis að stimpilgjöld vegna lána ÍLS voru annað hvort lækkuð stórlega eða afnumin, auk þess sem að útlánareglur sjóðsin voru rýmkaðar, svo fólk ætti auðveldar með að fá lán.

Reglugerð þessi hefði eflaust á öllum öðrum tímum þótt frekar æskileg, en alls ekki samt í ástandi sem þá var að skapast í íslensku efnahagslíf og félagsmálaráðherra þess tíma hefði átt að vera ljóst enda sat ráðherrann í áðurnefndum súperráðherrahópi.

Framhefur komið í umræðunni um skuldavanda heimilana að stærstur hluti heimila í vanda eru ekki bara með lán frá ÍLS, heldur er stærstur hluti þeirra með lán, er tekin voru árin 2007 og 2008.  Reikna má að reglugerð Jóhönnu, rétt fyrir hrun, hafi frekar valdið fjölgun í þeim hópi, en ekki.  Raunin varð nefnilega sú að frá þeim tíma er reglugerð Jóhönnu tók gildi, 1. júlí 2008 og fram að hruni, voru veitt ca. 2800 lán úr ÍLS, en síðustu þrjá mánuði þar á undan voru lánin um það bil 1600.  Útlánaaukningin er því tæplega 60% síðustu þrjá máuðina fyrir hrun, miðað við síðustu þrjá máuði á undan.


mbl.is Ráðgert að afskriftir ÍLS verði í hámarki næstu þrjú árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hausverkur manna út í bæ................

Í fréttum Rúv hér rétt áðan var sýnt er Árni Páll Árnason efnahags og viðskiptaráðherra, neitaði viðtali við fréttamann Rúv, vegna boðaðs gengislánafrumvarps, en sagði á hlaupunum að hugsanlegar afleiðingar frumvarpsins, væru bara hausverkur einhverra manna út í bæ.   það sem á að vera hausverkur manna út í bæ, er í þessu sambandi, hótun kröfuhafa bankana um skaðabótamálsókn á hendur stjórnenda bankanna, skrifi þeir undir loforð þess efnis að stefna ekki ríkinu og krefjast skaðabóta, skapi boðað frumvarp ráðherrans nýju bönkunum fjárhagslegt tjón.

 Þegar fysti gengislánadómur Hæstaréttar kom í sumar, þá voru upp raddir að kröfuhafar bankana færu í skaðabótamál við ríkið, færi svo að seinni dómar Hæstaréttar er ákvarða ættu vexti ólöglegu gengislánana færu á versta veg.   Þær raddir hljóðnuðu reyndar er FME og Seðlabanki, gáfu út þau tilmæli, að þau gengislán sem dæmd yrðu ólögleg skyldu bera lægstu óverðtryggðu vexti SÍ, eins og þeir voru á lánstímanum, sem sagt lánin endurreiknuð sem óverðtryggð lán með sama lánstíma.

Í hasarnum miðjum, síðastliðið sumar, þegar gengisdómarnir voru hvað mest í umræðunni, þá kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu undir höndum lögfræðiálit þess efnis að gengislánin væru ólögleg, án þess þó hafa nokkuð gert með álitin, er þau sömdu við kröfuhafa föllnu bankanna um færslu lánasafna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju.

Má alveg klárlega gera ráðfyrir því að þeir fulltrúar kröfuhafana er sömdu við stjórnvöld, hafi haft einhver pata af ólögmæti gengislánana, en stjórnvöld hugsanlega gefið það út, að ekkert væri að óttast, þau myndu kippa málinu í lag, áður en illa færi.  

Það ætti því að vera nokkuð ljóst, hvort sem boðað frumvarp ráðherra, eða þá fleiri  hæstaréttardómar vegna gengislána lántökum í hag, baki kröfuhöfum bankana eitthvað tjón, að þá muni þeirr stefna íslenska ríkinu fyrir dóm og krefja það um milljarðatugi eða hundruðir í skaðabætur, vegna gengistryggðra lána, sem að þau hafa að öllum líkindum ábyrgst, er samið var við kröfuhafana um flutning lánasafnana yfir í nýju bankanna.

Á meðan á slíkum málarekstri stendur, má alveg reikna með því að það verði mun erfiðara en er í dag að laða að sér erlenda fjárfesta en er í dag og þykir nú flestum nóg um hversu erfitt það er nú þegar í dag.  

Mun það án efa tefja hér endurreisn, atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, mun meir en íslensk stjórnvöld, eða Vg. hluti þeirra hefur gert hingað til og ekki gera neitt annað en að dýpka kreppuna og gera hinar svörtustu spár manna um næstu ár, enn meira hrollvekjandi, með frekar óhagfelldum áhrifum fyrir íslenska þjóð.

 Það er því alveg morgunljóst að, áðurnefndur hausverkur einhverra manna út í bæ, getur hæglega tekið sér bólfestu í gamla fangelsinu við Lækjartorg, fari allt á versta veg.


mbl.is Hluti af þjóðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn ráðningarfarsinn í uppsiglingu hjá Samfó?

Fróðir menn segja síðueigenda að líklegast fái Pétur G. Thorsteinsson starfið, enda ku hann vera góður vinur Össurar.  Það ætti því að vera Samfylkingunnni töluverð sárabót, ef það gengi eftir, enda verið bölvað bras fyrir Samfylkinguna að koma sínum manni að í þau störf, sem að stjórnvöld neyðast til að auglýsa.

 Það muna eflaust allir farsann með ráðningu Umboðsmanns skuldara, þegar Runólfur Ágústsson, náði að vinna heilan dag, áður en að Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra, hvatti hann til að hætta, því hann gæti ekki varið ráðningu hans, pólitískt.

 Síðan varð uppi fótur og fit í Samfylkingunni, þegar að stjórn Íslandsstofu, leit framhjá Þórólfi Árnasyni, bróður Árna Páls, þegar hún réð Jón Ásbergsson í starf framkvæmdastjóra Íslandsstofu.   Þótti sú ráðning, slík firra að Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur taldi sig knúna til að tjá sig um ráðningu Jóns, enda þótti það ekki í anda laganna að ráða þann hæfasta í starfið, ef hann er ekki í Samfylkingunni. 

 Þess má hins vegar geta, að Sigurbjörg, sá ekki ástæðu til þess að tjá sig um farsann vegna Umboðsmanns skuldara og heldur ekki þann farsa sem var í kringum ráðningu á framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þó svo að til þess að klára þá ráðningu, hafi þurft tvenn umsóknarferli, þó svo að meirihluti stjórnar Íbúðarlánasjóðs, hafi komið sér saman um framkvæmdastjóra.  Stjórninni varð hins vegar það á að sá sem hún vildi ráða var ekki í Samfylkingunni og þurfti því þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Páll að flækja ferlið............................. En flækjan varð þó ekki til þess að hans maður, Yngvi Örn Kristinsson, fengi djobbið, þrátt fyrir einbeittan vilja ráðherra til þess.  Þess ber þó að geta að seinna ráðningarferlinu lauk ekki fyrr en Árni Páll hætti í Félagsmálaráðuneytinu.

 Það hlýtur þá að vera spurningin, hvort Össuri takist að ráða sinn mann í djobbið, Pétur G. Thorsteinsson, án hávaða, eða þá að nýr farsi fari í gang. 

Líklegast á Samfylkingin bara svo erfitt með það að ráða sitt fólk í vinnu, ef hún neyðist til að auglýsa starfið. Henni virðist henta best, að geta bara látið Einar Karl Haraldsson fá þau djobb sem losna, án auglýsingar.


mbl.is 33 sækja um embætti framkvæmdastjóra ÞSSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sértæk skuldaaðlöðun líklega skársti kosturinn

Í fljótu bragði sýnist síðuritara sértæk greiðsluaðlöðun skársti kosturinn í stöðunni.  Þá sértæk á þann hátt, að auk þess að taka tillit til tekna og þess háttar, verði þeim skuldurum, er hafa óhagstæð lán eins og yfirdráttarlán, gefið svigrúm til að greiða þau lán niður. Einnig þarf að hafa þessa greiðsluaðlöðun þannig gerða, að fólki finni einhvern tilgang í því að þiggja það úrræði og sjái fram á nokkuð mannsæmandi líf, þrátt fyrir þessa greiðsluaðlöðun.

Að loknum ákveðnum tíma, kannski eftir þrjú ár, fari svo að atvinnuástandið verði komið í þann fasa, að tekjur fólks séu farnar að aukast, þá verði þessar sértæku aðgerðir endurskoðaðar og þeim sem, þrátt fyrir tekjuaukningu, muni ekki getað greítt upp sín lán á samningstímanum gefinn afsláttur sem að því nemur.  Eflaust færu einhverjir þá yfir 15% niðurfellingu og einhverjir undir.  

 Eins á að nýta vaxtabætur eins og hægt er til þess að hjálpa þeim sem verst standa.

Flestar íbúðir sem fjármálastofnanir hafa tekið til sín, eru í eigu Íbúðalánasjóðs (ríkisins).  Þær íbúðir sjóðsins sem til þess þykja henta, mætti fljótlega koma í einhvers konar félagslegt húsnæðiskerfi, eins og kaupleigu, eða þá langtímaleigu, án kaupréttar sé þess óskað.  Bankarnir gætu svo síðar komið inn í það kerfi, sé fyrir því einhver vilji, en samt ekki fyrr en eignarhald þeirra er orðið nokkuð ljóst.


mbl.is Mikilvægir útreikningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánaleg mótmæli, þó krafan sé skiljanleg.

Mótmæli þau er boðað er til nk. þriðjudagskvöld, virka soldið kjánaleg á sinn hátt.  Fyrst á að berja tunnur fyrir utan stjórnarráðið, á meðan ríkisstjórnin, sem að nota bene hefur meirihluta í þinginu, reynir að fá stuðning stjórnarandstöðunnar, við einhverjar tillögur sem að reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar hafa soðið saman.  

Að þeim fundi loknum fer flytur leiksýningin sig með leiktjöldum og hljóðeffectum upp í Þjóðmenningarhús, þar sem fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilana, verkalýðsforystunnar og bankana bætast í hópinn.  Á þeim fundi, verður svo reynt að sannfæra fulltrúa þessara þriggja hópa um ágæti ofangreindra tillagna.  

 Hvort sem tunnuslátturinn verður hávær eða taktviss, þá hefur slíkt varla áhrif á niðurstöðu fundana. Hvort sem að stjórnarandstaðan og fulltrúar hinna þriggja, samþykkja eða leggjast gegn tillögum ríkisstjórnarinnar, þá ætti slíkt ekki að hafa nein úrslitaáhrif á það hvort tillögurnar verði lagðar fyrir Alþingi eða ekki.  Sú ákvörðun verður ætíð á hendi ríkisstjórnarinnar. 

Þó svo að allir nema ríkisstjórnin verði á móti tillögunum, þá á það varla að hafa áhrif á framlagningu þeirra, því varla fer ríkisstjórnin að leggja eitthvað til, sem hún sjálf hefur ekki trú á, auk þess sem að sú ríkisstjórn sem nú situr er meirihlutastjórn og hefur því nægt afl í þinginu til að vinna sínum málum fylgi.

 Bakki hins vegar ríkisstjórnin með tillögur sínar vegna andstöðu stjórnarandstöðu við þær, þá er það eingöngu vegna þess að hún er gersamlega rúin trú á eigin getu til að takast á við ástandið og þannig ríkisstjórn ber að segja af sér.


mbl.is Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af andlitslyftingu ríkisstjórnar.

Frá því Fjárlagafrumvarpið var gert opinbert þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson verið á harðahlaupum, við að sætta mann og annan vegna glórulausra niðurskurðatillagna í heilbrigðismálum, er birtast í frumvarpinu.   Hefur Guðbjartur afsakað niðurskurðinn með því að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir hafi unnið þessar tillögur en ekki hann.

Í því sambandi er athyglisvert að minnast orða Álfheiðar, þegar henni var gert að yfirgefa ráðuneytið, þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni um daginn.  Þá sagði Álfheiður að án þessara breytinga á ríkisstjórninni, væri ekki nokkur séns á því að Fjárlagafrumvarpið yrði samþykkt í þinginu.

Í því samhengi er athyglisvert að velta fyrir sér orðspori þeirra  Álfheiðar og Guðbjarts.  Álfheiður er sögð einstrengisleg og nánast ófáanleg til þess að bakka með nokkurn skapaðan hlut, þó svo að henni sé það ljóst að hún hafi haft rangt við.  Af Guðbjarti fer hins vegar það orð, að þó hann geti verið fastur fyrir, þá sé hann tilbúinn að hlusta á rök annarra og breyta af leið, vísi rökin til betri vegar en lagt var upp með.

 Það skildi þá ekki vera að Álfheiður hafi, án þess að nokkur fattaði, í raun verið að viðurkenna eigin bresti, er hún útskýrði brotthvarf sitt úr ráðuneytinu?


mbl.is Samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðuleysi / stefnuleysi innan stjórnarflokkana er málið.

Þegar talningu atkvæða í síðustu þingkosningum lauk, aðfaranótt 26. apríl 2009, þá kom í ljós að núverandi stjórnarflokkar höfðu hlotið 34 þingmenn og þeir flokkar sem skipa stjórnarandstöðuna fengu 29.   Síðan gerðist það fyrir nokkrum vikum, að Þráinn Bertelsson hætti að vera óháður eins manns þingflokkur og gekk til liðs við Vinstri græna.

 Ef að mér bregst ekki reikningskúnstin, þá hafa stjórnarflokkarnir nú um stundir 35 þingmenn innan sinna raða, en stjórnarandstaðan aðeins 28.  Það þýðir þá á mannamáli að ríkisstjórnarflokkanir hafa rúmlega þann meirihluta, sem dugir til að koma sínum málum í gegum þingið og í framhaldi af því í framkvæmd í þjóðfélaginu. 

Vantrausttillaga lögð fram í þinginu, þó svo að hún yrði felld með atkvæðum stjórnarþingmanna, myndi þó staðfesta það, að hér á landi er við völd meirihlutastjórn.  Tillagan myndi þá einnig setja hina órólegu deild Vinstri grænna í þá stöðu, að annað hvort styðja í einu og öllu stefnu ríkisstjórnarinnar, eða ekki. 

Meirihlutasamstarf gengur nefnilega út á það að innan meirihlutans sé sátt um stefnu meirihlutans, annars er ekki um meirihlutasamstarf að ræða.

Ríkisstjórnin, getur því vart krafist þess, að stjórnarandstaðan "láni" stjórnarflokkunum þingmenn til þess eins að stefna stjórnarinnar nái fram að ganga. 


mbl.is Samstöðuleysi tefur endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin og gullfiskaminni blaðamanna.

Jón Baldvin Hannibalsson fer núna mikinn á pressan.is og gagrýnir allt og alla og þá helst Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fyrir  úrræðaleysi og skort á hæfileikum til þess að leiða þjóðina út úr þeim vanda sem að hún á í.  Ég get alveg tekið undir með Jóni varðandi það að Jóhanna ræður ekki við neitt og virðist vart vita, hvar í veröldinni hún er stödd. 

   En það breytir því ekki að í undanfara þess landsfundar er kaus Jóhönnu sem formann Samfylkingarinnar, þá var Jóhanna efins um það hvort að hún ætti að gefa kost á sér í formanninn.  Hvort sem að það hafi eitthvað stutt ákvörðun Jóhönnu um að gefa kost á sér í formanninn, veit ég ekki, en Jóhanna gaf ekki afgerandi svar um framboð sitt til formanns, fyrr en Jón Baldvin boðaði eigin framboð tæki Jóhanna ekki þessari áskorun flokksmanna sinna. 

Varla er við öðru að búast en að Jón Baldvin, sem sat á þingi með Jóhönnu í mörg ár og í ríkisstjórn, hafi þekkt töluvert til Jóhönnu og þeirra hæfileika sem hann taldi hana hafa, veturinn 2009 til þess að leiða land og þjóð út úr þeim vanda er að steðjaði, annars hefði hann varla lagt svo hart að henni að bjóða sig fram.  

 Það hlýtur því að liggja nokkuð beint við að einhver blaðamaðurinn geri heiðarlega tilraun til að segja skilið við "gullfiskaminnið" í stutta stund og spyrji nú Jón Baldvin að því, hvaða kosti hann sá þá í Jóhönnu, sem að nú virðast vera týndir og tröllum gefnir?  


« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1643

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband