Leita í fréttum mbl.is

Dásamlega Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkurinn vill, komist hann til valda, efla grunnþjónustuna og gera þá þætti hennar er snúa að persónulegum þörfum fólks enn  notendavænni.  Flokkurinn vill forgangraða fjármunum í þágu grunnþjónustu  og  tryggja að í allri persónulegri grunnþjónustu, frá vöggu til grafar, muni fé fylgja þörf.

Flokkurinn vill að í rekstri borgarinnar verði augljós stærðarhagkvæmni hennar  nýtt til hins ýtrasta og ávinningur af slíku komi fram í lækkun á útsvari og þjónustugjöldum borgarinnar. Jafnframt sem hægt verður að stöðva stórfellda skuldasöfnun borgarinnar og greiða niður skuldir.

Flokkurinn vill auka frelsi foreldra barna á báðum skólastigum, til að velja þann skóla er þeir telja börnum sínum fyrir bestu.  Flokkurinn mun stuðla að og efla samráð og samstarf við foreldrasamtök grunn og leikskóla. Ásamt því að stefna ákvarðanatöku í þeim málaflokki enn frekar í farveg, faglegra vinnubragða og samráðs.  Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bætingu á öllum sviðum samgöngumála.  Efla samgöngur út í úthverfin og á milli þeirra.  Stuðla að stórauknu viðhaldi stofnbrauta og annarra gatna borgarinnar.  Vinna þarf markvisst að auknu umferðarflæði.  Til þess að hægt verði að stuðla að allsherjar bætingu á sviði samgöngumála í borginni þarf að taka upp samning um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu  sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti gerði við fyrri ríkisstjórn. Þó svo að greina megi aukin áhuga fólks á breyttum samgönguvenjum, þá réttlætir sú breyting ekki þá kúvendingu sem í samningunum fellst á kostnað umferðaröryggis í borginni.  Einkabíllinn er og verður aðal samgöngutæki borgarbúa um ókomin ár.

 Þá vill flokkurinn tryggja nægan tækjakost borgarinnar til snjómoksturs í borginni.  Hvort sem það verði gert með kaupum á tækjum eða með verktakasamningum.  Það er ekki boðlegt að embættismenn borgarinnar eða þá borgarfulltrúar, afsaki ónógan snjómokstur með því að, ekki hafi verið búist við öllum þessum snjó!  Ennfremur mun flokkurinn, komist hann til valda, tryggja það að grassláttur í borginni verði með þeim hætti að sómi verði af.  Flokkurinn vill stuðla að því að hreinsun í borgarlandinu verði betur sinnt en nú er.  Það er trú okkar sjálfstæðismanna, að standi borgin sig vel í því sem að henni snýr við að halda borginni hreinni, þá muni einnig virðing borgarbúa og gesta borgarinnar fyrir umhverfi hennar aukast..  Sjálfstæðisflokkurinn auka valmöguleika í sorphirðu og endurskoða 15 metra gjaldið. Enn fremur vill flokkurinn stuðla að veigamiklu átaki í viðhaldi á eigum borgarinnar.

Flugvöllurinn er í Vatnsmýri og verður þar um fyrirsjáanlega framtíð. Nefnd um staðarval er að störfum og mun skila af sér á þessu ári.  Sjálfstæðisflokkurinn stendur fastur  á því að innanlandsflug fari ekki til Keflavíkur.  Flokkurinn mun berjast gegn því að þrengt verði að núverandi starfssemi á flugvellinum, uns endanleg niðurstaða varðandi flugvöllin liggur fyrir.   Við sjálfstæðisfólk í borginni teljum  að virkja beri íbúalýðræðið miklu meira í stórum málum og munum berjast fyrir því að borgarbúar komi að endanlegri ákvarðanatöku um flugvöllinn í íbúakosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn mun stuðla að því að borgin leggi sín lóð á vogarskálarnar við að lækka byggingakostnað íbúða  í borgarlandinu og. Með því að tryggja nægt framboð lóða og með því að taka til endurskoðunar gjaldtöku og greiðsluform hinna ýmsu byrjunargjalda við húsbyggingar, eins og gatnagerðar, holræsa og tengigjöld. 

 

Uppbygging og góð nýting borgarlandsins er nauðsynleg og skilar betri nýtingu á þeim umferðarmannvirkjum sem fjárfest hefur verið í. Þétting byggðar þarf að eiga sér stað um alla borg en við viljum byggja hvert hverfi upp fyrir sig til þess að mynda enn betri sjálfbær hverfi. Stuðla þarf að framboði fjölbreyttra húsagerða og búsetukosta á hverjum tíma, í þéttri byggð og í hefðbundnum íbúðarhverfum. Markmið er fallegri borg, heilbrigði og sjálfbærni.

Við þéttingu byggðar þarf þó umfram allt að gæta að því að búsetuskilyrði þeirra sem við þéttingarétinina búa skerðist ekki.  Tryggja þarf að nýjum íbúðum í rótgrónum hverfum borgarinnar fylgi næg bílastæði.  Það eru engin skýr teikn á lofti um að einkabílaeign borgarbúa eða annarra landsmanna minnki svo einhverju nemi næstu áratugi.  Af þeim sökum þarf því að gera ráð fyrir því að við þéttingu byggðar í rótgrónum hverfum, að umferð í þeim aukist í réttu hlutfalli við fjölgun íbúa í hverfinu. Sjálfstæðisflokkurinn vill klára uppbygginu Úlfarárdals.  Bæði með það fyrir augum að hraða auknu framboði lóða í borginni og að hægt verði að koma upp sjálfbærum þjónustueiningum borgarinnar í hverfinu.

Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr og hún skilur sig frá stefnum annarra flokka sem í framboði eru til borgarstjórnar.   Það er bara einn flokkur sem býður upp á dásamlega Reykjavík í vor.

Grein í Morgunblaðinu 2. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband