Leita í fréttum mbl.is

Á spjalli við aðildarsinna.- Einþáttungur byggður á sönnum viðburðum.

Eitt það skemmtilegasta sem gengur á í mínu lífi þessa dagana er að þrasa/rökræða við aðildar/viðræðusinna.

Samskiptin eru eitthvað á þennan veg:

"Ég: Jæja það er bara allt stopp. ESB vill ekki afhenda rýniskýrslu um sjávarútveg svo hægt sé að opna samningskaflann um sjávarútvegg.

Aðildarsinni: Þjóðin verður að fá að ráða þessu.

Ég: Ráða hverju? Hvort skýrslan verði afhent?

Aðildarsinni: Láttu ekki svona maður. Treystirðu ekki þjóðinni?

Ég: Ha ég ? Jújú......... En á þjoðin að ákveða hvort að rýniskýrslan verði afhent?

Aðildarsinni: Nei .....Hættu þess þrasi. Þjóðin á að ráða hvort að haldið verði áfram.

Ég: Áfram með hvað? Það er allt stopp. Rýniskýrslan verður ekki afhent, nema við föllum frá foræði yfir fiskveiðilögsögunni í okkar samningsviðmiði. Án rýniskýrslunar verður samningskaflinn um sjávarútveg ekki kláraður. Ef allir samningskaflarnir verða ekki kláraðir, þá verður enginn samningur til.

Aðildarsinni: En þjóðin verður samt að ráða þessu?

Ég: Er þá staðan þannig að þjóðin ákverði í þjóðaratkvæði að hún afsali sér forræði yfir fiskveiðiauðlindinni?

Aðildarsinni: Hættu þessu þrasi drengur!!! Viltu krónu áfram?

Ég: ÉG er ekki að þrasa. "Evruplanið" er dautt á meðan ekki er vilji hjá ESB að afhenda rýniskýrsluna. Ég er búinn að marg-endurtaka það að viðræðunum/aðildarferlinu sé í raun sjálfhætt, ef annar aðilinn (ESB) neitar að ræða einn samningskaflann. Nema gengið verði að skilyrðum ESB um kaflann.

Aðildarsinni: En sko getum við ekki bara gengið að þessum skilyrðum svo við fáum samning? Sko þjóðin bara fellir samninginn ef hann er vondur.

ÉG: Ég efast um að nokkur þingmaður í stjórn eða stjórnarandstöðu vilji ljá máls á því að það verði gengið að þessum skilyrðum ESB varðandi sjávarútveginn. Þau ertu þess eðlis að þingið verður að taka jákvæða afstöðu til þeirra. .

Aðildarsinni: þá gerir þingið það bara ......... þetta lið er í vinnu hjá þjóðinni og á að gera eins og hún segir.

Ég: Gott og vel. Svo að ég sé að skilja stöðuna rétt........... Þá er það krafa þjóðarinnar, að viðræðurnar verði teknar upp að nýju og þeim lokið með samningi?

Aðildarsinni: Já........ Ertu eitthvað tregur drengur?

ÉG : Nei. Ég er bara að búinn að benda hér oftar en einu sinni á að viðræðurnar eru strand og engin von um samning út af þessari rýniskýrslu sem ekki fæst afhent. Er þjóðin þá sátt ef farið verður aftur í viðræður og þegar ljost verður aftur að rýniskýrslan fæst ekki afhent, þá verði bara viðræðum hætt?

Aðildarsinni: Nei þjóðin vil fá að sjá samning!!..............."

Svona getur þetta gengið endalaust...............

En nú er það ljóst að það eru Frakkar, Spánverjar og Portúgalir sem að koma í veg fyrir afhendingu skýrslunar.

Ætli hinn íslenski þjóaðrvilji megni að brjóta á bak andstöðu Frakka, Spánverlja og Portúgala?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi einþáttungur er aldeilis ágætur.

Langtum betri en loforð sjávarútvegsráðherrans um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu sem var óskiljanlegt klúður og barnalegt. 

Árni Gunnarsson, 23.3.2014 kl. 08:46

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Því miður eru aðildarsinnar með leppa fyrir augum að fyrirmælum Össurar og Árna páls að sjá og hera þá vilja kné setja ÍSLENSKA Þjóð og .annig eru staðreindirnar

Jón Sveinsson, 23.3.2014 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband