Leita í fréttum mbl.is

Bara af því að það er hægt?

Fyrir nokkrum áratugum var það svo að lyklar að Skodabifreiðum gengu að fleiri Skodum en þeim sem þeir voru ætlaðir fyrir.

Sagan segir að á þeim tíma hafi einstaklingur sem átti Skodalykil, setið um bílastæðið Laugarárbíós og tekið þaðan Skodabíla og fengið sér bíltúr á meðan að sýning myndarinnar stóð yfir.

Gekk þetta í einhver skipti eða þangað til að Skodaeigandi gekk út í hléi vegna þess að honum leiddist myndin sem hann fór á. Skodinn var ekki á sínum stað og eigandinn tilkynnti til lögreglu þjófnað á bílnum.

Biðu svo lögreglan og eigandi bílsins eftir því að hann skilaði sér um það leyti sem myndin kláraðist og var bílþjófurinn þá handsamaður.

Hefði það kannski bara verið allt í lagi ef að eiganda Skodans hefði ekki leiðst myndin og gegnið út í hléinu? Bílinn hefði þá, hvort sem er skilað sér áður en hann þurfti á honum að halda til að koma sér heim á leið eða eitthvað annað.

Er allt í lagi að taka og nýta eigur fólks, ef það bara verður ekki vart við það? Bara af því að það er hægt?

Er þá allt í lagi að hlaða niður höfundarréttarvörðu efni af netinu, bara af því að það hægt og eigandi efnisins verður ekki var við það?

Er það kannski bara allt í lagi, því að einhverjir aðrir hafa greitt höfundi fyrir sama efni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki stillt mig um að kommenta loks þegar ég get verið sammála því sem þú skrifar

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband