Leita í fréttum mbl.is

Hræsni ESB og brauðfætur stjórnvalda.

Það þarf ekki mikla innsýn í veiðisögu ESB-ríkja, til þess að sjá og skynja óforbetranlega hræsni fulltrúa þeirra er þeir saka Íslendinga og Færeyinga um óábyrgar og ósjálfbærar veiðar á makríl.

 Enda hafa ESB-þjóðirnar nánast gengið að hverjum þeim fiskistofni sem þeir veiða úr, nema kannski makrílnum, dauðum og hugsað lítt um stjórnun veiða og arðbæra nýtingu á þeim.

Með þögn sinni og eða  málamyndaatugasemdum, í kurteisisstíl, heykjast íslensk stjórnvöld á því að reka þessa fullyrðingu ESB-þjóða ofan í kokið á þeim og standa fast á íslenskum hagsmunum varðandi makrílinn. 

En kannski er það bara svo að pólitískir hagsmunir stjórnvalda, sér í lagi Samfylkingar, eigi enga samleið með hagsmunum íslensku þjóðarinnar. 


mbl.is Refsiaðgerðir eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Annað í þessu máli er að samningfulltrúar íslendinga (og færeyinga) virðast ekki koma nógu vel til skila, (eða tala fyrir daufum eyrum) hvaða hætta liggur í þessu flakki makrílsins inn á íslandsmið, hætta fyrir aðra hefðbundna stofna, og því hvernig greinilegt er að stofninn er í vexti, því þrátt fyrir aðvaranir fiskifræðinga um ofveiði, er ekkert sem bendir til þess, þvert á móti þá settu norskir makrílveiðimenn nýtt tímamet í því að uppfylla kvóta sinn, samkvæmt þætti sem var í norska sjónvarpinu nýverið, og þetta hefur verið þróunin sl. á
Stífni  ESB og Norskra yfirvalda, gagnvart íslendingum og færeyingum í þessu máli er að öllum líkindum meira stýrt af markaðssjónarmiðum og hlutdeildum í þeim, en áhyggjum af stofninum, íslensk stjórnvöld ættu að hafa það í huga og spyrja í þá átt líka, en svo má víst ekki "styggja" ESB....

MBKV
KH 

Kristján Hilmarsson, 16.9.2012 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband