Leita í fréttum mbl.is

Taugatitringur meðal spunavélstjóra.

Það er nánast orðið fastur liður, að þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti, opnar munninn þá fara stjórnarliðar og meðhlaupar þeirra á taugum.  Svona líkt og þeir hafi eitthvað misjafnt á samviskunni.

  Ein setning úr ræðu forsetans við þingsetninguna á þriðjudaginn, hefur sett spunavélar stjórnarliða á spinn, þar sem hver spunavélstjóri skjaldborgarinnar, keppist við að rangtúlka orð forsetans,  málstað stjórnvalda til heilla.

,,......og þá muni aukast kröfur um afskipti forsetans á lagasetningar....." sagði Ólafur Ragnar við þingsetninguna.

Enn lifir spuninn góðu lífi að forsetinn muni bara sísvona, ganga inn í atburðarás ,,erfiðra mála", án nokkurs þrýstings frá kjósendum.

Hingað til, í þau þrjú skipti sem forsetinn hefur haft afskipti af lagasetningum, hefur það gerst í kjölfar þess að honum hefur verið afhentar undirskriftir tugþúsunda kjósenda, sem hvatt hann hafa til synjunar þeirra laga, er undirskriftarsöfnin nær til.

 

Orð forsetans fela fyrst og fremst í sér áminningu til stjórnvalda, þeirra sem nú eru við völd og þeirra sem við kunna að taka eftir kosningar, að hann muni ekki bara ,,sitja heima og lesa", fari svo að í gang fari undirskriftarsafnanir, gegn umdeildum lögum, sem tugþúsundir kjósenda taka þátt í.  Þetta er því rauninni ekkert annað en ábending frá forsetanum að menn skuli gæta þess að misbjóða ekki kjósendum sínum, með glórulausum og illa ígrunduðum lagasetningum, sem valdið geti óþarfa ólgu í þjóðfélaginu.

Hann mun t.d.ekki vísa nýjum lögum um stjórn fiskveiða til þjóðarinnar, án undangenginnar undirskriftarsöfnunar með þátttöku tugþúsunda kjósenda, er hvetja hann til þess.  Þó svo að spunavélstjórar skjaldborgarinnar óttist slík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband