Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagshugvekja.

Ari Teitsson bóndi í Þingeyjarsýslum og stjórnlagaráðsfulltrúi, segir að sveitarfélög á Norð-austulandi , hafi ákveðið að kaupa  Grímstaði á Fjöllum, til þess að hafa ,,stjórn á svæðinu“.  Hann gefur ennfremur lítið fyrir undiskriftir þjóðþekktra einstaklinga, er krefjast þess að ríkið kaupi Grímsstaði og hálfkveðnar undirtektir Ögmunds við þeirri kröfu.    

Ari sagði það í rauninn berum orðum, að sveitarfélögin ættu að ráða, þar sem að þetta væri á þeirra svæði.

Á þetta sjónarmið Ara væri hægt að fallast, ef það væri útlit fyrir að sveitarstjórnirnar þarna nyðra og íbúar sveitarfélaganna, hefðu eitthvað um Grímstaði á Fjöllum, að segja eftir að viðskipti þau sem hanga á spýtunni, hafa farið fram.

Þar á ég að sjálfsögðu við áform Nubos hins kínverska um langtímaleigu á jörðinni, sem nánast jafngilda eignarhaldi á jörðinni, sökum lengd leigusamnings. Þar sem áform hans um kaup á henni voru slegin út af borðinu af innanríkisráðherra.

Það er að mati undirritaðs, með fullri virðingu fyrir þessum sveitarstjórnum, hæpið að þær hafi í raun og veru einhverja ,,stjórn“ á atburðarásinni, eftir að áðurnefnd viðskipti hafa farið fram.  Auk þess sem ætla má að væntanlegur leigjandi/kaupandi, hafi byggt upp tengslanet sem erfitt verði að rjúfa, við menn í þessum sveitarstjórnum, umfram þau sem hann hafði áður.

Nú er innanríkisráðherra fylgjandi þeirri pólitík að þjóðgarðar séu stækkaðir, til þess að hindra megi arðbærar virkjunarframkvæmdir á ákveðnum svæðu.

Af þeim sökum hlýtur það að vera umhugsunarefni, að hvorki ráðherrann né aðrir fylgjandi þeirri stefnu, hafi ekki vakið máls á kaupum ríkisins á jörðinni og stofnun þjóðgarðs á henni eða sameiningu á henni við aðra þjóðgarða, er kunna að vera þar nærri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband