Leita í fréttum mbl.is

Sögulegur dómur?

,,Fram kemur að Samvirkni hafi óskað eftir gengistryggðu láni tengdu eingöngu við japönsk jen og hafi ennfremur aldrei fengið nein japönsk jen í hendurnar frá Byggðastofnun vegna lánsins."

Athygivert, því í öllum öðrum gengislánadómum hingað til, hefur gengistryggin sem slík verið talin ólögmæt, óháð því í hvaða mynt lánið er greitt út.

Mér vitanlega er ekki kunnugt um að fólk eða fyrirtæki sem unnið hafa dómsmál vegna gengislána, hafi fengið erlendan gjaldeyri í hendurnar í þeirri mynt sem lánið er í, heldur íslenskar krónur. Gengistryggingunni sem dæmd hefur verið ólögmæt var hins vegar ætlað að vera nokkurs konar staðgengill verðtryggingarinnar.

En hvað sem rausinu í mér líður, þá verður athyglisvert að sjá hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemst að. Þó svo af gefnu tilefni sé líklegra en ekki að Hæstiréttur snúi dómi Héraðsdóms stefnanda í hag.


mbl.is Ósammála dómi héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málsvörn Byggðastofnunar fólst í meginatriðum í því að um löglegt lán í erlendum gjaldeyri hafi verið að ræða.

Merkilegt í ljósi þess að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá Fjármálaeftirlitinu hefur Byggðastofnun ekki starfsleyfi til að versla með gjaldeyri eða gjaldeyrisskiptasamninga, hvorki fyrir eigin reikning né fyrir viðskiptavini sína.

Jafnframt rangtúlkar dómarinn lög um fjármálafyrirtæki í dómsniðurstöðu. Lögin heimila lánafyrirtækjum í þeim flokki sem Byggðastofnun er EKKI að eiga viðskipti af því tagi sem lýst er í dómnum, nema í besta falli með sérstöku leyfi til þess, en engu slíku er til að dreifa í málinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2012 kl. 23:35

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hæstiréttur staðfestir þetta. Hæstiréttur hefur áður fellt svipaða dóma og þessi er. Að ef það kemur skýrt fram í lánasamningi að lánið sé tekið í ákv. erlendrimynt eða myntum - þá er það í lagi! það hvort lánið sé síðan umreiknað einhvernveginn í ísl. krónur sé aukatriði. Hæstiréttur hefur sagt það og þessi dómur fylgir því.

þarna kemur enn einu sinni fram það sem eg margbenti mönnum á og fékk mikinn hroða yfir mig fyrir - að við erum að tala um tæknileg formsatriði í þessari gengislána hringavitleysu sem þeir Sjallar uppí Sjallarétti fóru af stað með til að skapa usla í samfelaginu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2012 kl. 10:13

3 identicon

Þú ert búinn að hafa langan tíma til þess að átta þig á þessum málum Ómar en hér 4 árum eftir hrun þá eru útskýringarnrar þínar ennþá úti á túni. Ég geri ráð fyrir að það sé valkvætt frekar en tregða því stjórnin þín virðist hafa séð sér hag í að breiða yfir þennan skandal.

Það hefði verið óskandi að réttarkerfið hefði séð sér fært að horfa í það sem gerðist fremur en að reyna að draga einhverja línu í gegnum orðalagið í þessum samningum. Guðmundur Ásgeirsson hefur áður bent á sennilegustu skýringuna á tilkomu gengistryggingarinnar og hún er sú að rafkrónur gátu bankarnir "prentað" svo að segja að vild en rafgjaldeyri gátu þeir ekki búið til.

Þegar fór að halla undan fæti á árunum eftir 2005 og ljóst að aðilar nátengdir eigendum bankanna gætu ekki gert upp skuldir sínar í gjaldeyri í tíma þá fóru menn af stað með massíva útgáfu á gengistryggðum skuldabréfum.  Þetta nær hæstu hæðum á sama tíma og erlendir bankar eru að gera veðköll hjá stórum íslenskum skuldurum nátengdum íslensku bönkunum. Þá má minna á að einn aðili í viðskiptum við Kaupthing mun  hafa verið með erlendan yfirdrátt sem svaraði til allra gengistryggðra húsnæðislána í íslenska bankakerfinu.

Það er nærtækast að ætla að raunverulegur gjaldeyrir hafi farið til þessara aðila og venjulegu fólk og fyrirtækjum hafi verið stillt upp með gengistryggðar skuldir til þess að bera tjónið þegar krónan myndi fyrirsjáanlega falla þegar þyrfti að fara að gera upp þau lán á millibankamarkaði sem settu bankana endanlega á hausinn. Man einhver eftir jarminu í íslenskum bankamönnum sumarið 2008 þegar þeir reyndu að fá Seðlabankann til þess að taka 500 milljarða að láni erlendis? Þann gjaldeyri ætluðu bankarnir svo væntanlega að kaupa af SÍ með ofgnótt af gengistryggðum íslenskum krónum með tilheyrandi kostnaði fyrir lántakendur.

Að halda því fram að þetta mál snúist um einhver formsatriði og orðalag á skuldabréfum er barnalegt Ómar.  Bankakerfi sem kunni að lána löglega út erlenda mynt og hafði gert það um nokkurt skeið, fer ekki út í að lána út 2300 milljarða af íslenskum krónum með gengistryggingu "af því bara".  Það var heldur ekki að ástæðulausu að gengistrygging var bönnuð árið 2001 eftir ráðleggingar AGS.  Það var einmitt gert í þeim tilgangi að fjármálakerfið gæti ekki tekið niður gjaldmiðilinn með því að prenta "pseudo" gjaldeyri eins og gerðist.  Það eitt og sér fær mann til þess að halda að SÍ hafi ákveðið að sjá í gegnum fingur sér með þessa brotastarfsemi bankana í einhvers konar misskildri björgunnaraðgerð. 

Ég get auðvitað leyft mér að vona að þær fjöldamörgu ábendingar sem sérstakur saksóknari hefur fengið um þetta mál skili sér í málaferlum gegn þeim aðilum sem stóðu fyrir þessari starfsemi.  En það að sá sérstaki hafi ekki þegar gert húsleit í SÍ bendir ekki til þess að hann ætli að snerta á þessu.  Ég ætla líka að leyfa mér að vona að á næsta ári fáum við kjarkmikla stjórn sem þorir að setja af stað rannsókn á þessu máli með það að markmiði að koma lögum yfir þá ráðherra í norrænu velferðarstjórninni sem trúlega hafa verið að hylma yfir með þeim sem eru sekir um að hafa staðið að þessari starfsemi.

Hvað Byggðastofnun var að brasa í sínum lánamálum er mér hins vegar gjörsamlega hulið. 

Seiken (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband