Leita í fréttum mbl.is

Tveir punktar um jafnréttislagabrot.

Það eru  tveir punktar sem vert er að tína fram, varðandi þessi tvö brot á jafnréttislögum, sem Jóhanna og Ögmundur hafa orðið uppvís af.

1. Hæfnisnefndin sem dæmdi karlinn hæfari í Jóhönnumálinu, gaf konunni einkunnina 0 fyrir ensku, þrátt fyrir að hún hafi numið stjórnsýslufræði við bandarískan háskóla og unnið í stjórnsýslunni á tveimur stöðum í USA. Sú einkunn kann að hafa ráðið baggamuninn, varðandi hæfni umsækjenda. Hæfnisnefndin ætti í rauninni að mæta fyrir til þess bæra nefnd þingsins, Stjórnskipunnar og eftirlitsnefnd eða þá Allsherjarnefnd og gera grein fyrir því fyrir nefndinni, hvernig hún fékk þessa einkunn út varðandi enskuna og hvort að hæfnisnefndin hafi í rauninni verið þvinguð til þess að dæma konuna niður.

2. Í Ögmundarmálinu, metur hæfnisnefndin konuna jafnhæfa eða hæfari, en Ögmundur skautar framhjá því, sökum þess að erfitt er að reka embætti sýslumanns á Húsavík vegna fjárskorts.

 Hvað varð um kynjaða hagstjórn? Er hún bara einn af þessum spari og tyllidagafrösum stjórnarflokkanna?


mbl.is Sakar forystuna um að vilja kljúfa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Orð úr tómri tunnu virðist þetta allt saman vera búið til á og var það ekki Jóhanna Sigurðardóttir sjálf sem gólað hefur hæðst um þessa kynjaða hagstjórn...

Þetta fólk allt saman ætti að koma sér frá tafarlaust vegna þess að það er enginn samstaða í einu eða neinu hjá því og hvað þá að það sé að marka nokkuð af þeim orðum sem frá þeim hefur komið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1674

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband