Leita í fréttum mbl.is

Á sjó væri stjórnarmeirihlutinn genginn út plankann.

Það er auðvitað hárrétt hjá Birni Val, að verklaga áhafnarinnar á Skjaldborginni RE 999, gengi hvergi upp á venjulegum togara.  En hann hlýtur þá, þar sem hann er hluti skipstjórnarinnar, dagskrárstjónar Alþingis, að brýna sína menn til góðra verka, svo ljúka megi þessari lánlausu veiðiferð Skjaldborgarinnar. 

Segja má að Skjaldborgin hafi kastað trollinu þrisvar og tekið það jafn oft inn aftur.  Fyrst þegar sáttanefndin svokallaða var sett saman.  Eftir að hafa þvælst með trollið í hafinu í heilt ár og deilt um stefnu skipsins, lengst af þeim tíma, var ákveðið að draga trollið inn svo gera mætti að aflanum og koma honum í verð.

Hæstráðendum á Skjaldborginni, leist þó ekki betur en svo á aflann, þrátt fyrir að hafa fagnað honum þegar hann helltist ofan í móttökuna, að þeir skipuðu áhöfninni allri upp á dekk, að bæta trollið, á meðan aflinn lá í móttökunni og úldnaði. Í stað þess að hefja aðgerð á aflanum og koma honum í verð. Enda þótti hráefnið sérlega hentugt til útflutnings og vonir manna um gott verð, risu í hæstu hæðir.

Þegar loks átti að gera að aflanum og koma honum ofan í lest og sigla með hann til hafnar, svo hægt væri að fá sem best verð fyrir hann kom í ljós, að aflinn hafði úldnað og var ekki hæfur til manneldis.  Reyndu margir þó í skipstjorninni að telja áhöfninni trú um, að aflinn væri jafn ferskur og hann var níu mánuðum áður, þegar skipunin um trollbætinguna var gefin.

Fljótlega varð það þó svo, að skipstjórnin féllst á það sem hluti áhafnarinnar hafði haldið fram.  Alfinn var ónýtur og honum yrði að henda hið snarasta og kasta trollinu aftur, ætti eitthvað að aflast í þessari veiðiferð.   Var trollinu því kastað aftur og það látið þvælast í hafinu, sumarlangt á meðan væntanlegir kaupendur aflans, skiluðu áhöfninni umsögnum um það, hvernig best væri af verka aflann, svo sem mest verð fengist fyrir hann.

Að hausti var svo trollið dregið inn að nýju og spriklandi fiskurinn fyllti móttöku Skjaldborgarinnar á ný.   Aftur þótti skipstjórninni lítið til aflans koma og kenndi trollinu aftur um.  Voru þá allir kallaðir á dekk aftur til þess að bæta trollið.

Að nokkrum mánuðum liðnum, urðu svo mannaskipti í skipstjórninni, þegar nýr ráðherra tók við stjórn sjávarútvegsmála, um síðustu áramót.  Var þá aflanum fleygt enn á ný og tollinu kastað í hafið aftur.

Að nokkrum mánuðum var svo trollið dregið inn að nýju.  En þá bar svo við, að í trollið kom sá afli sem áður hafði verið hent í hafið, úldnari sem aldrei fyrr.  

Var þá áhöfninni á Skjaldborginni skipað niður í móttöku með nefklemmur, að gera að aflanum. Enda ýldulyktin mannskemmandi.  

Unnið er að því núna að hrúga kasúldnum aflanum niður í lestar Skjaldborgarinnar, svo sigla megi með aflann í land.  Hins vegar reikna menn með því, að aflaverðmætið, verði í sögulegu lágmarki og stjórnenda Skjaldborgarinnar, verði minnst næstu áratugina, með ýldubragð í munni og mun minningin um ýldufnyk afla Skjaldborgarinnar, seint líða mönnum úr minni.

Hætt er við því, að eftir tæpt  ár eða skemur, þegar ný áhöfn verður kosinn  á Skjaldborgina, að menn verði að hafa hröð handtök.  Smúla dekk, móttöku og lest og halda til veiða á ný.  

Í þeirri veiðiferð mun áhöfnin á Velsældinni, fiska á þeim miðum sem ýldufiskurinn heldur sig fjarri. Hröð munu handtökin í móttökunni verða og aflanum komið fyrir í lestinni á þann hátt, að aflamerðmæti túrsins, mun bæta að  fyrir nærri fjögurra ára ýldutúra áhafnarinnar á Skjaldborginni. 


mbl.is Vinnulag sem ekki væri tekið gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 2.6.2012 kl. 13:23

2 identicon

Bravó

pjakkur (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 18:45

3 identicon

Eitt gleymist í þessari annars ágætu dæmisögu að Velsældin fékk svo illa í skrúfuna að ekki er enn búið að rétta sveifarásinn.

Og annað er vert að athuga að þegar kastað er eftir umsögnum þá er vert að fá þær umsagnir sem skipta öllu það er umsagnir eigandans þjóðarinna. 70% umsagna eigandans segjast vilja afnema það fáránlega kerfis sem er búið að eyðileggja útgerð víð Ísland. Þarf ekki fleiri umsagnir eða teiknaðar sáttanefndir sem skrifa niðurstöður áður en þeir fást í "samstarf".

Það fer varla Birni Val að vera að tala um vinnubrögð á Alþingi því þessi glórulausu frumvörp hefðu aldrei átt að sjá dagsins ljós. Bæði var stefna  þessarar ríkistjórnar skýr og lögin um stjórn fiskveiða. Leikritið í kringum sáttanefndina átti aldrei að eiga sér stað. Þú spyrð ekki köttinn þegar gelda á köttinn.

Nei það eru ekki sjómenn sem hafa hag af að þessi kvótavitleysa haldi velli það er alveg ljóst okkur öllum.

olafur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband