Leita í fréttum mbl.is

Afleikur stjórnvalda og hugsanlegt stjórnarskrárbrot.

Líklegast eru samningar stjórnvalda við kröfuhafa bankanna, einhver versti afleikur nokkurra stjórnvalda frá lýðveldisstofnun, hið minnsta.

Í þeim samningum fellst ríkisábyrgð á öllum þeim stjónvaldsaðgerðum sem rýrt gætu hag kröfuhafa bankanna.   Voru þeir samningar undirritaðir, án fyrirvara um samþykki Alþingis á innihaldi þeirra.

Af þeim sökum, hlýtur það að koma til álita, að um stjórnarskrárbrot hafi verið að ræða, þegar samningarnir voru undirritaðir.  Enda er óheimilt að setja á ríkisábyrgð, án samþykkis Alþingis.   

Engin efnisleg umræða hefur verið um efni samningana á Alþingi, þannig að ekki er hægt að sjá með hvaða hætti Alþingi ætti að hafa getað samþykkt þá duldu ríkisábyrgð sem samningarnir fela í sér.

Reyndar er það svo, að það litla um efni samningana sem fengist hefur upplýst, hefur kostað stöðugt stapp stjórnarandstöðuþingmanna við stjórnvöld.

Það leiðir svo af sér eftirfarandi:

Nær allar aðgerðir stjórnvalda til lausnar á skuldavanda heimila, hafa kostað útgjöld úr ríkissjóði, meðal annars vegna samninga við erlenda kröfuhafa bankana.

Stjórnarandstaðan hefur verið óþreytandi í því að benda stjórnvöldum á þá staðreynd, að til þess að mæta þessum auknu útgjöldum, þurfi að auka hér framleiðslu og verðmætasköpun.

Í innbyggðu sundurlyndi sínu geta stjórnarflokkarnir ekki sín á milli, komið neinu í kring sem stuðlar að aukinni framleiðslu og verðmætasköpun. Af þeim sökum, verða skattahækkanir ávallt ,,lausnin". Skattahækkanir sem á endanum hækka allar vísitölur er tenjast lánum heimilana lausnin.

Stjórnvöld hafa því í rauninni ekkert gert varðandi skuldavandann, annað en að senda hann af og til í ,,tímabundið frí", til þess eins að fá hann tvíelfdan afur í fangið. Sínu verri en áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er svo spurning hvort haldnir hafi verið fundir í ríkisstjórn í undanfara þessa gjörnings Steingríms, þegar hann færði erlendum vogunarsjóðum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins.

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2012 kl. 08:17

2 identicon

Ef rétt reynist, stendur þjóðin frammi fyrir gríðarlegum vandamálum, og þá er komin skýringin á að ekkert er gert fyrir heimilin á landinu,og víxitalan ekki tekin úr sambandi. Þá er ekki nema ein lausn, í stöðunni að fara í kosningar strax.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband