Leita í fréttum mbl.is

,,Fagleg" lögbrot og aðrar umdeildar ráðningar.

Þegar ráðnir eru yfirmenn hjá hinu opinbera, er ávallt talað um ,,faglegt" ráðningarferli.  Þrátt fyrir alla fagmennskuna, þá fer nú oft svo að þessar ,,faglegu" ráðningar eru umdeildar og í tveimur tilfellum hafa slíkar ráðningar verið dregnar til baka. 

Það var þegar Runólfur Ágústsson var ráðinn Umboðsmaður skuldara, en sagði upp á fyrsta starfsdegi, vegna þrýstings ráðherra, sem kom í kjölfar mikillar fjölmiðlaumræðu.  Hitt tilfellið var þegar Páll Magnússon var ráðinn í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Afskipti stjórnvalda af þeirri ráðningu og umræðan í þjóðfélaginu, hrakti stjórn Bankasýslu ríkisins úr starfi og urðu til þess að Páll afþakkaði starfið.

Í tveimur tilfellum hefur það gerst, að við ,,faglegar" ráðningar að jafnréttislöggjöfin var brotin.  

Í öllum þessum tilfellum hefur verið klifað á þvi, að um faglega ráðningu, hafi verið að ræða.  Umsækjendur, allir eða útvaldir, fóru í viðtal til ráðningarfyrirtækis og tóku hæfnispróf, sem lagði huglægt mat á hæfni þeirra.  Það geti því ekki annað komið til greina, rétt hafi verið staðið að ráðningunni, hverju sem jafnréttislöggjöfinni eða öðrum lögum liður.

Nú er það svo, að við ráðningu á yfirmönnum hjá hinu opinbera, ber að fara eftir þeim lögum, er gilda um slíkar ráðningar, ásamt því að auðvitað þurfa jafnréttislögin að vera í hávegum höfð, svo rétt sé að málum staðið. 

Þeir sem ábyrgð bera á þessum ráðningum, verða því fyrst og fremst að fara eftir ofangreindum skilyrðum og lögum.  Huglægt mat einhverrar ráðningarstofu út í bæ, hefur ekkert að segja í þvi ferli og getur í rauninni ekki eða ætti ekki að geta breytt röð umsækjenda, eins og hún var að loknu lögformlegu mati á hæfni þeirra.  Enda þess hvergi getið  í lögum, um að ráða skuli fólk, að loknu huglægu mati á hæfni þess.

 Það getur vel verið, að í einkageiranum, gangi það upp að huglægt mat segi til um, hver fái starfið.  Enda engin serstök lög til ráðnigarferli í einkageiranum, líkt og er hjá hinu opinbera.

Ætli hið opinbera í framtíðinni, að styðjast við ,,huglægt mat" við ráðningar og komast hjá því að brjóta lög, þarf að breyta lögum. 

Breytingin sneri þá að þvi, að ,,huglæga matið" yrði jafn rétthátt, þeim lögum sem stuðst er við eða á að styðjast við, við ráðningar.    Það gæti hins vegar kostað það, að minna menntaður og óreyndari einstaklingur, fengi starfið og þá jafnvel einstaklingur af ,,röngu" kyni. 

 Hvað sem gert verður, eða ekki, þá er það gersamlega óverjandi að þeir  aðilar sem ábyrgð bera á ráðningum hjá hinu opinbera, feli sig á bakvið ,,fagleg" ferli í hvert sinn, sem ráðning er umdeild.  Enda hefur þetta ,,faglega" ferli, ekkert lögformlegt gildi, líkt og jafnréttislöggjöfin og önnur lög sem fara skal eftir við ráðningar yfirmanna, hjá hinu opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband