Leita í fréttum mbl.is

Árangur skapar traust.

Þessi misserin er talað um að það helsta er standi Alþingi Íslendinga fyrir þrifum, sé þetta eilífa karp og riflildi niður á þingi.  Er þá oftar en ekki talað um þetta karp, eins og það sé nýtilkomið. 

Það vita það hins vegar allir sem einhvern áhuga hafa á að vita, að menn hafa karpað um málefni á Alþingi og alls staðar annars staðar sem þeir hafa komið saman, svo lengi sem landið hefur verið í byggð .

Síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálum, hefur ætíð verið svo, að á Alþingi Íslendinga hafa valist einstaklingar, sem ekki eru allir sammála um leiðir að settu marki og hafa því tekist á um málefni og stefnur.

Það er því hreinasta firra að kenna þessu karpi  sem jafngamalt er sögu Alþingis, um þá litlu virðingu og traust, sem þjóðin ber til Alþingis.

Ástæða vantraustsins hlýtur fyrst og fremst að ligga í því, hver árangur Alþingis (stjórnarmeirihlutans) er hverju sinni, í því að leiða stóru málin til lykta.

Fyrir síðustu kosningar voru stóru málin, lausn á skuldavanda heimilana, atvinnumál og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Hvað þessa þrjá málaflokka varðar, er ekki ofsagt, að halda því fram að stjórnvöldum hafi gersamlega mistekist að ná einhverum árangri við að leiða þau til lykta, á þann hátt að ásættanlegt sé.

 Stjórnvöld líta ekkert betur út í vanmætti sínum, þó að á Alþingi, sé eins og alltaf áður, stjórnarandstaða sem eðli máls samkvæmt, er á móti flestu því sem stjórnarflokkarnir leggja til málanna.  Stjórnarandstaða sem ekki er á móti, bara til þess að vera á móti, heldur stjórnarandstaða sem samanstendur af fólki með aðrar skoðanir en fólkið í stjórnarflokkunum.

Vanmátt stjórnvalda er ekki á nokkurn hátt hægt að rekja til stjórnarandstöðuflokkana eða hagsmunasamtaka í landinu. 

Vanmátturinn er fyrst og fremst tilkominn vegna innbyrðis átaka innan og í millum stjórnarflokkanna í öllum þremur stóru málunum er nefnd eru hér að ofan, auk annarra mála, eins og aðildarumsókninni að ESB.

Árangurs er aldrei að vænta úr röðum fólks eða flokka þar sem sundurlyndi er daglegt brauð og samstaða telst til undantekninga.  Þar liggur meinið.


mbl.is „Vil endurvekja grunngildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband